Aalborg setti tóninn snemma og komust fljótlega í 9-3. Liðin skiptust á að skora næstu mínúturnar, en þegar að flautað var til hálfleiks var munurinn átta mörk, 22-14.
Aron og félagar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu mest 14 marka forskoti. Þeir slökuðu aðeins á eftir það, en sigurinn var aldrei í hættu.
Lokatölur urðu 38-30, en Aron og félagar eru nú með einn sigur úr fyrstu tveim leikjum tímabilsins. Ringsted er hinsvegar enn í leit að sínum fyrstu stigum.