Stærsta rafíþróttamót heims haldið á Íslandi í nóvember Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2021 13:11 Frá lokadegi League of Legends Mid-Season Invitational mótsins sem haldið var í Reykjavík í maí. Riot Games/Colin Young-Wolff Stærsta rafíþróttamót heims, heimsmeistaramótið í League of Legends, verður haldið í Reykjavík dagana 5. október til 6. nóvember. Þetta staðfestu Riot Games, framleiðendur vinsæla tölvuleiksins og skipuleggjendur mótsins, fyrr í dag. Um er að ræða lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé. Þetta er í annað sinn sem stórt mót í League of Legends tölvuleiknum fer fram í Reykjavík en síðastliðið vor fór þar fram boðsmótið Mid-Season Invitational í Laugardalshöll. Áður var uppi orðrómur um að heimsmeistaramótið yrði haldið hérlendis og fullyrti netmiðilinn Dot Esports í gær að mótið myndi hefjast í Reykjavík í október. Upphaflega stóð til að halda það í Kína en hætt við það vegna sóttvarnaaðgerða þar í landi. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda og fylgdust um 100 milljón áhorfendur með úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins árið 2019 í beinni útsendingu. „Við erum mjög spennt fyrir að geta boðið upp á ótrúlega upplifun af heimsmeistaramótinu á Íslandi, þar sem bestu liðin og leikmennirnir fá tækifæri til að keppa,“ er haft eftir John Needham, yfirmanni rafíþrótta hjá Riot Games, í tilkynningu frá Íslandsstofu. Stendur yfir í rúmar fjórar vikur Að sögn Íslandsstofu má búast við miklum umsvifum í kringum mótið, en í heildina er reiknað með að um og yfir 600 starfsmenn og keppendur fylgi mótinu sem stendur í rúmar fjórar vikur. Mótið verður leikið í gömlu Laugardalshöllinni og er gert ráð fyrir að því fylgi lítið rask fyrir aðra starfsemi í Laugardalshöll þar sem fjöldabólusetningum verður lokið. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands (RÍSÍ), segir að það sé mikill heiður að Riot komi aftur til Íslands. Þetta sé í fyrsta skipti í sögu leiksins sem allir alþjóðlegu viðburðir ársins fari fram í sama landi. „Með þessum viðburðum kemur mikil landkynning, gjaldeyristekjur og svo er þetta gífurleg innspýting á áhuga og framtakssemi í rafíþróttasamfélagið á Íslandi. Þetta styrkir líka stöðu íslenskra rafíþrótta og íslensks leikjaiðnaðar á alþjóðavettvangi sem getur skilað miklu til samfélagsins á komandi árum og áratugum,“ segir hann í tilkynningu. Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að ákvörðun Riot sé mikill gæðastimpill á fagmennsku íslenskra fyrirtækja sem vinna við framkvæmd viðburða. „Að sama skapi eru þetta spennandi tækifæri fyrir bæði íslenskar rafíþróttir og íslenskan leikjaiðnað, en við gerum ráð fyrir að mikill áhugi verði á mótinu og Íslandi á meðan á því stendur.” Leikjavísir Ferðamennska á Íslandi League of Legends Rafíþróttir Tengdar fréttir Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll. 8. september 2021 20:15 Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Um er að ræða lokamót keppnistímabilsins í atvinnumannadeild League of Legends þar sem leikið er um milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé. Þetta er í annað sinn sem stórt mót í League of Legends tölvuleiknum fer fram í Reykjavík en síðastliðið vor fór þar fram boðsmótið Mid-Season Invitational í Laugardalshöll. Áður var uppi orðrómur um að heimsmeistaramótið yrði haldið hérlendis og fullyrti netmiðilinn Dot Esports í gær að mótið myndi hefjast í Reykjavík í október. Upphaflega stóð til að halda það í Kína en hætt við það vegna sóttvarnaaðgerða þar í landi. Beinar útsendingar frá keppni í leiknum njóta mikilla vinsælda og fylgdust um 100 milljón áhorfendur með úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins árið 2019 í beinni útsendingu. „Við erum mjög spennt fyrir að geta boðið upp á ótrúlega upplifun af heimsmeistaramótinu á Íslandi, þar sem bestu liðin og leikmennirnir fá tækifæri til að keppa,“ er haft eftir John Needham, yfirmanni rafíþrótta hjá Riot Games, í tilkynningu frá Íslandsstofu. Stendur yfir í rúmar fjórar vikur Að sögn Íslandsstofu má búast við miklum umsvifum í kringum mótið, en í heildina er reiknað með að um og yfir 600 starfsmenn og keppendur fylgi mótinu sem stendur í rúmar fjórar vikur. Mótið verður leikið í gömlu Laugardalshöllinni og er gert ráð fyrir að því fylgi lítið rask fyrir aðra starfsemi í Laugardalshöll þar sem fjöldabólusetningum verður lokið. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands (RÍSÍ), segir að það sé mikill heiður að Riot komi aftur til Íslands. Þetta sé í fyrsta skipti í sögu leiksins sem allir alþjóðlegu viðburðir ársins fari fram í sama landi. „Með þessum viðburðum kemur mikil landkynning, gjaldeyristekjur og svo er þetta gífurleg innspýting á áhuga og framtakssemi í rafíþróttasamfélagið á Íslandi. Þetta styrkir líka stöðu íslenskra rafíþrótta og íslensks leikjaiðnaðar á alþjóðavettvangi sem getur skilað miklu til samfélagsins á komandi árum og áratugum,“ segir hann í tilkynningu. Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að ákvörðun Riot sé mikill gæðastimpill á fagmennsku íslenskra fyrirtækja sem vinna við framkvæmd viðburða. „Að sama skapi eru þetta spennandi tækifæri fyrir bæði íslenskar rafíþróttir og íslenskan leikjaiðnað, en við gerum ráð fyrir að mikill áhugi verði á mótinu og Íslandi á meðan á því stendur.”
Leikjavísir Ferðamennska á Íslandi League of Legends Rafíþróttir Tengdar fréttir Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll. 8. september 2021 20:15 Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll. 8. september 2021 20:15
Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00