Þórólfur vill fara hægt í afléttingar Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2021 15:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilar minnisblaði til heilbrigðisráðherra á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði innan fárra daga en varar við því að farið verði of geyst í slökun á sóttvarnaaðgerðum. Fjörtíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær. Þar af voru nítján í sóttkví en tuttugu og fimm utan sóttkvíar. Sjö liggja nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason bendir á að þetta séu fleiri en greindust í fyrradag. Ástandið hefði þó vissulega oft verið verra. „Já, já það hefur verið verra. Það er bara ánægjulegt að spítalinn sé búinn að aflýsa þessu hættuástandi. Þannig að þetta lítur vel út en eins og reynslan sýnir okkur og við höfum séð áður þarf ekki mikið út af að bera þannig að aftur sígi á ógæfuhliðina. Þannig að við þurfum að gæta okkar eins vel og við getum held ég," segir Þórólfur. Töluverðrar óþreyju er farið að gæta hjá mörgum sem koma að skemmtanahaldi og hjá einstaka ráðherrum sem vilja að sem flestar samkomutakmarkanir verði afnumdar sem fyrst. Þessar raddir hafa ekki farið framhjá Þórólfi sem segist vera að undirbúa minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir vill fara hægt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum enda hafi reynslan sýnt að ekki borgi sig að fara of geyst. Heilbrigðisráðherra meti stöðuna eftir að hann skilar henni nýju minnisblaði á næstu dögum.Vísir/Vilhelm „Það verður þá bara hennar að ákveða hvenær hún vill láta það taka gildi. En eins og ég hef sagt áður þá held ég að við höfum brennt okkur á að vera alltaf að flýta okkur. Við megum varla sjá lægri tölur og þá þurfum við að fara í afléttingar og við höfum reynt að gera það. En ég held við þurfum að fara varlega. Við þurfum að halda áfram að aflétta og gera það eins markvisst og við getum en flýta okkur ekki um of. Annars lendum við bara í einhverju bakslagi og menn eru heldur ekki ánægðir með það," segir sóttvarnalæknir. Staðan væri heldur betri en um mánaðamótin júní-júlí þegar öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt en það væri þó enginn grundvallar munur á stöðunni nú og þá þótt búið væri að gefa viðkvæmustu hópunum þriðja skammtinn. Íslandi hafi verið á svipuðum stað um mánaðamótin júní-júlí og Norðurlöndin væru núna og þau væru nú að létta á takmörkunum og fróðlegt yrði að fylgjast með hvað gerðist hjá þeim í framhaldinu. Hvenær fer minnisblaðið góða frá þér til ráðherra? „Það er ekki alveg ljóst. Það verður einhvern tíma á næstu dögum.“ Fyrir helgi? „Það er ekki alveg vitað. Það verður bara eins fljótt og ég get,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07 Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Fjörtíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær. Þar af voru nítján í sóttkví en tuttugu og fimm utan sóttkvíar. Sjö liggja nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason bendir á að þetta séu fleiri en greindust í fyrradag. Ástandið hefði þó vissulega oft verið verra. „Já, já það hefur verið verra. Það er bara ánægjulegt að spítalinn sé búinn að aflýsa þessu hættuástandi. Þannig að þetta lítur vel út en eins og reynslan sýnir okkur og við höfum séð áður þarf ekki mikið út af að bera þannig að aftur sígi á ógæfuhliðina. Þannig að við þurfum að gæta okkar eins vel og við getum held ég," segir Þórólfur. Töluverðrar óþreyju er farið að gæta hjá mörgum sem koma að skemmtanahaldi og hjá einstaka ráðherrum sem vilja að sem flestar samkomutakmarkanir verði afnumdar sem fyrst. Þessar raddir hafa ekki farið framhjá Þórólfi sem segist vera að undirbúa minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir vill fara hægt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum enda hafi reynslan sýnt að ekki borgi sig að fara of geyst. Heilbrigðisráðherra meti stöðuna eftir að hann skilar henni nýju minnisblaði á næstu dögum.Vísir/Vilhelm „Það verður þá bara hennar að ákveða hvenær hún vill láta það taka gildi. En eins og ég hef sagt áður þá held ég að við höfum brennt okkur á að vera alltaf að flýta okkur. Við megum varla sjá lægri tölur og þá þurfum við að fara í afléttingar og við höfum reynt að gera það. En ég held við þurfum að fara varlega. Við þurfum að halda áfram að aflétta og gera það eins markvisst og við getum en flýta okkur ekki um of. Annars lendum við bara í einhverju bakslagi og menn eru heldur ekki ánægðir með það," segir sóttvarnalæknir. Staðan væri heldur betri en um mánaðamótin júní-júlí þegar öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt en það væri þó enginn grundvallar munur á stöðunni nú og þá þótt búið væri að gefa viðkvæmustu hópunum þriðja skammtinn. Íslandi hafi verið á svipuðum stað um mánaðamótin júní-júlí og Norðurlöndin væru núna og þau væru nú að létta á takmörkunum og fróðlegt yrði að fylgjast með hvað gerðist hjá þeim í framhaldinu. Hvenær fer minnisblaðið góða frá þér til ráðherra? „Það er ekki alveg ljóst. Það verður einhvern tíma á næstu dögum.“ Fyrir helgi? „Það er ekki alveg vitað. Það verður bara eins fljótt og ég get,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07 Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07
Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21