Fyrsta almenna farþegaflugið frá Kabul í langan tíma Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2021 19:41 Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi í langan tíma tekur á loft frá flugvellinum í Kabul í dag. Sayed Khodaiberdi Sadat/Getty Images Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi kom til Kabul höfuðborgar Afganistans í dag. Talsmaður Talibana vonar að flugvöllurinn verði tilbúinn fyrir venjubundið farþgaflug innan tíðar. Allt almennt farþegaflug hefur legið niðri frá því bandarískar hersveitir og hersveitir annarra NATO ríkja yfirgáfu Kabul hinn 31. ágúst. Deilur hafa staðið á milli bandaríkjastjórnar og leiðtoga Talibana um brottflutning erlendra ríkisborgara og Afgana sem hafa löggilda pappíra til að yfirgefa landið. Í dag lenti hins vegar farþegaflugvél frá Qatar Airways á flugvellinum í Kabul. Mutlaq bin Majed al-Qahtani sérlegur sendiboði Qatar í Afganistan var að vonum sáttur í dag. „Í fyrstu verður boðið upp á flug á flugleiðinni frá Doha til Kabúl. Þetta verður flutningaflug, leiguflug eða hvað sem þið viljið kalla það. Aðalatriðið er að um borð verða farþegar, útlendingar og heimamenn sem ferðast frá Kabúl til Doha og þaðan til annarra áfangastaða," sagði al-Qahtani. Flugvélin var þó langt í frá fullsetinn því einungis nokkrir tugir farþega flugu með henni frá Kabul til Doha. Talibanar og Bandaríkjamenn hafa tekist á um hvaða flugfélög og ríki fái leyfi til að fljúga til Afganistan. Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana gaf í skyn að almennt farþegaflug gæti hafist fyrir alvöru innan tíðar. „Þetta er hluti flugvallarins sem tæknimenn frá Katar vinna við og hann er næstum því tilbúinn. Við verðum mjög ánægð þegar verkinu lýkur. Ef guð lofar verður flugvöllurinn brátt tilbúinn fyrir hefðbundið flug," sagði Mujahid þar sem hann stóð á flughlaðinu og fylgdist með farþegum fara um borð í flugvél Qatar Airlines. Farþegarnir sem flugu frá Kabul í dag voru ýmist Bandaríkjamenn, fólk með landvistarleyfi í Bandaríkjunum og fólk af ýmsu þjóðerni eins og Kanadamenn, Þjóðverjar og Ungverjar. Afganistan Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira
Allt almennt farþegaflug hefur legið niðri frá því bandarískar hersveitir og hersveitir annarra NATO ríkja yfirgáfu Kabul hinn 31. ágúst. Deilur hafa staðið á milli bandaríkjastjórnar og leiðtoga Talibana um brottflutning erlendra ríkisborgara og Afgana sem hafa löggilda pappíra til að yfirgefa landið. Í dag lenti hins vegar farþegaflugvél frá Qatar Airways á flugvellinum í Kabul. Mutlaq bin Majed al-Qahtani sérlegur sendiboði Qatar í Afganistan var að vonum sáttur í dag. „Í fyrstu verður boðið upp á flug á flugleiðinni frá Doha til Kabúl. Þetta verður flutningaflug, leiguflug eða hvað sem þið viljið kalla það. Aðalatriðið er að um borð verða farþegar, útlendingar og heimamenn sem ferðast frá Kabúl til Doha og þaðan til annarra áfangastaða," sagði al-Qahtani. Flugvélin var þó langt í frá fullsetinn því einungis nokkrir tugir farþega flugu með henni frá Kabul til Doha. Talibanar og Bandaríkjamenn hafa tekist á um hvaða flugfélög og ríki fái leyfi til að fljúga til Afganistan. Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana gaf í skyn að almennt farþegaflug gæti hafist fyrir alvöru innan tíðar. „Þetta er hluti flugvallarins sem tæknimenn frá Katar vinna við og hann er næstum því tilbúinn. Við verðum mjög ánægð þegar verkinu lýkur. Ef guð lofar verður flugvöllurinn brátt tilbúinn fyrir hefðbundið flug," sagði Mujahid þar sem hann stóð á flughlaðinu og fylgdist með farþegum fara um borð í flugvél Qatar Airlines. Farþegarnir sem flugu frá Kabul í dag voru ýmist Bandaríkjamenn, fólk með landvistarleyfi í Bandaríkjunum og fólk af ýmsu þjóðerni eins og Kanadamenn, Þjóðverjar og Ungverjar.
Afganistan Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira