Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. september 2021 20:00 Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Þórhildar Gyðu. Vísir/Egill Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. Þórhildur Gyða kærði Kolbein fyrir ofbeldi árið 2017 áður en fallið var frá kæru eftir að hann greiddi henni miskabætur. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti á sunnudag gögn úr yfirheyrslu yfir Þórhildi. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Þórhildar segir birtinguna afar óvenjulega og skoðar nú hvort kæra eigi Sigurð til lögreglu. „Hvort að þetta sé brot gegn persónuverndarlögum, almennum hegningarlögum eða einhverjum öðrum lögum eða reglum,“ segir Gunnar. Eina leiðin gallað kerfi Gunnar bendir á að í umræðu síðustu daga hafi konur sem stigið hafa fram og sagt frá ofbeldi verið rengdar, einkum á grundvelli þess að þær hafi ekki farið með mál sín gegnum réttarvörslukerfið og dómstóla. Mál Þórhildar sýni að þetta kerfi hafi brugðist. Og af þessu hefur Gunnar verulegar áhyggjur. „Í máli þar sem kona kærir og gerandinn hefur gengist við háttseminni og greitt bætur, að það sé farið að birta gögn í málinu í því skyni að gera lítið úr henni og ekki bara það heldur er verið að drusluskamma hana í leiðinni.“ Þá vísar Gunnar til þess að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafi „líkað við“ og deilt færslu Sigurðar þar sem gögnin voru birt. Umbjóðandi hans sé miður sín vegna málsins. „Þetta er kerfið sem konum er sagt að sé eina leiðin sem þær verða að fara í svona málum.“ En er fordæmi fyrir því að lögmenn hafi þurft að sæta viðurlögum fyrir eitthvað sambærilegt? Gunnar vísar þar til prófessorsmálsins svokallaða, þar sem hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson átti í hlut. „Því máli lauk með því að þessi lögmaður fékk úrskurð frá úrskurðarnefnd lögmanna að hans framganga í málinu samræmdist ekki góðum lögmannsháttum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Þórhildur Gyða kærði Kolbein fyrir ofbeldi árið 2017 áður en fallið var frá kæru eftir að hann greiddi henni miskabætur. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti á sunnudag gögn úr yfirheyrslu yfir Þórhildi. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Þórhildar segir birtinguna afar óvenjulega og skoðar nú hvort kæra eigi Sigurð til lögreglu. „Hvort að þetta sé brot gegn persónuverndarlögum, almennum hegningarlögum eða einhverjum öðrum lögum eða reglum,“ segir Gunnar. Eina leiðin gallað kerfi Gunnar bendir á að í umræðu síðustu daga hafi konur sem stigið hafa fram og sagt frá ofbeldi verið rengdar, einkum á grundvelli þess að þær hafi ekki farið með mál sín gegnum réttarvörslukerfið og dómstóla. Mál Þórhildar sýni að þetta kerfi hafi brugðist. Og af þessu hefur Gunnar verulegar áhyggjur. „Í máli þar sem kona kærir og gerandinn hefur gengist við háttseminni og greitt bætur, að það sé farið að birta gögn í málinu í því skyni að gera lítið úr henni og ekki bara það heldur er verið að drusluskamma hana í leiðinni.“ Þá vísar Gunnar til þess að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafi „líkað við“ og deilt færslu Sigurðar þar sem gögnin voru birt. Umbjóðandi hans sé miður sín vegna málsins. „Þetta er kerfið sem konum er sagt að sé eina leiðin sem þær verða að fara í svona málum.“ En er fordæmi fyrir því að lögmenn hafi þurft að sæta viðurlögum fyrir eitthvað sambærilegt? Gunnar vísar þar til prófessorsmálsins svokallaða, þar sem hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson átti í hlut. „Því máli lauk með því að þessi lögmaður fékk úrskurð frá úrskurðarnefnd lögmanna að hans framganga í málinu samræmdist ekki góðum lögmannsháttum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01
Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56