Katrín og maður hennar, Theodór Francis Birgisson hafa búið á Selfossi síðustu ár þó þau sæki vinnu til Reykjavíkur. Katrín er með vinnustofa í bakhúsinu eins og þau kalla það er þar er hún að skapa sína list með því að mála allskonar málverk.
Katrín, sem er klínískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur segist losa alla streitu úr líkamanum eftir kannski erfiðan vinnudag þegar hún byrjar að mála.
„Það er bara hluti af því að ég var að vinna í sjálfri mér og ég þurfti að hleypa sköpun út og það flæddi bara svona og ég varð sjálf hissa, hvað gerðist. Ég reyni bara að vera þar, reyni að stíga bara eitt skref í einu og fylgja því sem kemur innan frá og út og það er í rauninni það sem er að gerast. Ég hefði ekki kallað mig listamann fyrir ári síðan en ég get sagt það og það er dálítil áskorun en þannig er það,“ segir Katrín alsæl.
Katrín er að fara að opna sínu fyrsta listsýningu 17. september, sem hún kallar „Umbreyting“ í Gallery Grásteini á Skólavörðustíg í Reykjavík.
En hvernig lýsir hún verkum sínum?
„Þau eru mjög kröftug myndi ég segja, þau eru oft mjög hrá en þau eru trú sjálfum sér.“
