Hvers vegna ekki Sjálfstæðisflokk? Þór Saari skrifar 11. september 2021 15:00 Það eru margvíslegar ástæður fyrri því að almennur kjósandi ætti ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þótt flokkurinn hafi á sínum tíma verið akkeri borgarastéttarinnar og sem slíkur nauðsynlegur í því pólitíska litrófi sem á að vera til staðar í alvöru lýðræðisríki og hann hafi einnig náð í fylgi langt út fyrir raðir þeirrar stéttar með snjöllum áróðri og taktík sem skipulögð var að Birgi Kjaran heildsala á sínum tíma, þá er hann fullkominn tímaskekkja í dag. Það daður Sjálfstæðisflokksins við almenning sem tryggði honum fylgi langt út fyrir sínar eðlilegu raðir byggðist á aðferðum, svo kölluðum hverfastjórnum eða hverfaráðum, flokkspólitískum hópum til eftirlits með borgurunum sem eiga rætur í skipulagi flokks eins í Þýskalandi á sínum tíma og hafa verið notaðar með góðum árangri æ síðan í alræðisríkjum um allan heim, allt til dagsins í dag. Það fylgi var því aldrei „eðlilegt“ því menn áttu oft atvinnu sína og lífsbjörg undir því að styðja flokkinn. Hinn svo kallaði verkalýðsarmur flokksins var svo notaður í þágu flokksins, það er flokkseigendafélagsins, eins og hægt var, í stað þess að vera í þágu almenns launafólks. Það var óttinn við byltingu sem gerði það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn var með í (með semingi þó) að innleiða ýmsar samfélags úrbætur en um leið og óttinn við kommúnismann hvarf með falli Berlínarmúrsins var hann ekki lengi að snúa við blaðinu. Með valdatöku Davíðs Oddsonar í Sjálfstæðisflokknum og klíkunnar í kringum hann, verður kúvending í stefnu flokksins og þótt það gerðist ekki á einni nóttu þá hrintu þeir félagar and-samfélagslegum aðgerðum í framkvæmd yfir tímabil sem best verður lýst sem einhverju mesta samfélagslega hnignunarskeiði landsins, þótt efnahagur sumra, aðallega auðmanna og klíkubræðra, hafi batnað til muna. Það var grafið skipulega undan heilbrigðiskerfinu sem hefur leitt til þess að í dag er það ekki að veita nauðsynlega þjónustu. Húsnæðiskerfið sem var hér við lýði var eyðilagt með niðurlagningu kerfis verkamannabústaða sem skaffaði fólki með lágar tekjur mjög góðar íbúðir til leigu eða eignar. Helsta lífsbjörg landsbyggðarinnar, fiskurinn í sjónum utan við landsteinana, var fyrst kvótasettur, og svo einkavinavæddur með óhefta framsalinu. Mikilvægir innviðir svo sem símaþjónusta, var einkavinavædd og er nú mest öll í erlendri eigu. Jarðnæði landsins hefur í stórum stíl verið selt úr landi til erlendra auðmanna þannig að íslendingar eiga ekki lengur sjálfir umtalsverðan hluta af „eigin“ landi, sem er fáheyrt í sögu þjóðríkja. „Erlendir fjárfestingasjóðir“ sem enginn veit hver á, en er líklega falið Tortólafé, hafa eignast mikið af íbúðarhúsnæði og halda uppi háu húsnæðisverði og viðskiptalífið almennt starfar orðið að stórum hluta í fákeppnisumhverfi með tilheyrandi okur verðlagningu. Nýlega birt grein um bílatryggingar sem eru 100% dýrari hér á landi heldur en í nágrannalöndunum, er eitt slíkt dæmi. Varla þarf að minnast á þátt Sjálfstæðisflokksins í Hruninu 2008 en flokkurinn var ekki bara gerandi að því „regluverki“ sem gerði það að verki að Ísland varð gjaldþrota á heimsmælikvarða, heldur hrinti Sjálfstæðisflokkurinn því regluverki í framkvæmd, sem meðal annars gerði það að verki að um 15.000 fjölskyldur misstu allt sitt. Við skulum því ekki tala um Sjálfstæðisflokkinn og tausta efnahagsstjórn í sömu andránni heldur um Sjálfstæðisflokkinn og hættulega efnahagsstjórn sem byggir á braskvæðingu samfélagsins í þágu fárra auðmanna tengdum flokknum. Stofnanir stjórnsýslunnar hafa verið flokksvæddar Sjálfstæðisflokknum og flokkskírteini metin meira en fagþekking við ráðningar og hið mikilvæga skref í réttarúrbótum, Landsréttur, var eyðilagður í fæðingu af dómsmálaráðherra flokksins. Þetta er arfleifð flokksins, markaðsbúskapurinn sem átti að skila svo miklu (og getur gert það við réttar aðstæður) er einhvers konar lélegur brandari, mikilvægustu þarfir fólks svo sem þak yfir höfðuðið hefur verið fullkomlega braskvætt og sjálft dómskerfið hefur verið stórskaðað og er orðið allt að því ónothæft, sem setur stórt spurningamerki við hugmyndina um réttarríkið Ísland. Það alvarlega er að þessi vegferð mun ekki hætta. Núverandi Garðarbæjarklíka sem stjórnar flokknum og graðkar fé í vasa vina og ættmenna fær aldrei nóg, því græðgi af þessum skala er óseðjandi. Áframhaldandi stjórnarfar með Sjálfstæðisflokkinn við völd mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn og fyrir atvinnulífið (smærri fyrirtækin) og skila sér í fullkomlega einkavinavæddu samfélagi þar sem menntun, heilbrigðisþjónusta, vegir og hvaðeina, verður aðeins á færi auðugs fólks. Það er óhjákvæmilegt. Þess vegna verður að gefa þessum flokki frí frá stjórnartaumunum í langan tíma, leyfa honum að sleikja sár sín og vona að hann rísi aftur með siðleg borgaraleg gildi að leiðarljósi í stað klíkuskapar og græðgi. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Það eru margvíslegar ástæður fyrri því að almennur kjósandi ætti ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þótt flokkurinn hafi á sínum tíma verið akkeri borgarastéttarinnar og sem slíkur nauðsynlegur í því pólitíska litrófi sem á að vera til staðar í alvöru lýðræðisríki og hann hafi einnig náð í fylgi langt út fyrir raðir þeirrar stéttar með snjöllum áróðri og taktík sem skipulögð var að Birgi Kjaran heildsala á sínum tíma, þá er hann fullkominn tímaskekkja í dag. Það daður Sjálfstæðisflokksins við almenning sem tryggði honum fylgi langt út fyrir sínar eðlilegu raðir byggðist á aðferðum, svo kölluðum hverfastjórnum eða hverfaráðum, flokkspólitískum hópum til eftirlits með borgurunum sem eiga rætur í skipulagi flokks eins í Þýskalandi á sínum tíma og hafa verið notaðar með góðum árangri æ síðan í alræðisríkjum um allan heim, allt til dagsins í dag. Það fylgi var því aldrei „eðlilegt“ því menn áttu oft atvinnu sína og lífsbjörg undir því að styðja flokkinn. Hinn svo kallaði verkalýðsarmur flokksins var svo notaður í þágu flokksins, það er flokkseigendafélagsins, eins og hægt var, í stað þess að vera í þágu almenns launafólks. Það var óttinn við byltingu sem gerði það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn var með í (með semingi þó) að innleiða ýmsar samfélags úrbætur en um leið og óttinn við kommúnismann hvarf með falli Berlínarmúrsins var hann ekki lengi að snúa við blaðinu. Með valdatöku Davíðs Oddsonar í Sjálfstæðisflokknum og klíkunnar í kringum hann, verður kúvending í stefnu flokksins og þótt það gerðist ekki á einni nóttu þá hrintu þeir félagar and-samfélagslegum aðgerðum í framkvæmd yfir tímabil sem best verður lýst sem einhverju mesta samfélagslega hnignunarskeiði landsins, þótt efnahagur sumra, aðallega auðmanna og klíkubræðra, hafi batnað til muna. Það var grafið skipulega undan heilbrigðiskerfinu sem hefur leitt til þess að í dag er það ekki að veita nauðsynlega þjónustu. Húsnæðiskerfið sem var hér við lýði var eyðilagt með niðurlagningu kerfis verkamannabústaða sem skaffaði fólki með lágar tekjur mjög góðar íbúðir til leigu eða eignar. Helsta lífsbjörg landsbyggðarinnar, fiskurinn í sjónum utan við landsteinana, var fyrst kvótasettur, og svo einkavinavæddur með óhefta framsalinu. Mikilvægir innviðir svo sem símaþjónusta, var einkavinavædd og er nú mest öll í erlendri eigu. Jarðnæði landsins hefur í stórum stíl verið selt úr landi til erlendra auðmanna þannig að íslendingar eiga ekki lengur sjálfir umtalsverðan hluta af „eigin“ landi, sem er fáheyrt í sögu þjóðríkja. „Erlendir fjárfestingasjóðir“ sem enginn veit hver á, en er líklega falið Tortólafé, hafa eignast mikið af íbúðarhúsnæði og halda uppi háu húsnæðisverði og viðskiptalífið almennt starfar orðið að stórum hluta í fákeppnisumhverfi með tilheyrandi okur verðlagningu. Nýlega birt grein um bílatryggingar sem eru 100% dýrari hér á landi heldur en í nágrannalöndunum, er eitt slíkt dæmi. Varla þarf að minnast á þátt Sjálfstæðisflokksins í Hruninu 2008 en flokkurinn var ekki bara gerandi að því „regluverki“ sem gerði það að verki að Ísland varð gjaldþrota á heimsmælikvarða, heldur hrinti Sjálfstæðisflokkurinn því regluverki í framkvæmd, sem meðal annars gerði það að verki að um 15.000 fjölskyldur misstu allt sitt. Við skulum því ekki tala um Sjálfstæðisflokkinn og tausta efnahagsstjórn í sömu andránni heldur um Sjálfstæðisflokkinn og hættulega efnahagsstjórn sem byggir á braskvæðingu samfélagsins í þágu fárra auðmanna tengdum flokknum. Stofnanir stjórnsýslunnar hafa verið flokksvæddar Sjálfstæðisflokknum og flokkskírteini metin meira en fagþekking við ráðningar og hið mikilvæga skref í réttarúrbótum, Landsréttur, var eyðilagður í fæðingu af dómsmálaráðherra flokksins. Þetta er arfleifð flokksins, markaðsbúskapurinn sem átti að skila svo miklu (og getur gert það við réttar aðstæður) er einhvers konar lélegur brandari, mikilvægustu þarfir fólks svo sem þak yfir höfðuðið hefur verið fullkomlega braskvætt og sjálft dómskerfið hefur verið stórskaðað og er orðið allt að því ónothæft, sem setur stórt spurningamerki við hugmyndina um réttarríkið Ísland. Það alvarlega er að þessi vegferð mun ekki hætta. Núverandi Garðarbæjarklíka sem stjórnar flokknum og graðkar fé í vasa vina og ættmenna fær aldrei nóg, því græðgi af þessum skala er óseðjandi. Áframhaldandi stjórnarfar með Sjálfstæðisflokkinn við völd mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn og fyrir atvinnulífið (smærri fyrirtækin) og skila sér í fullkomlega einkavinavæddu samfélagi þar sem menntun, heilbrigðisþjónusta, vegir og hvaðeina, verður aðeins á færi auðugs fólks. Það er óhjákvæmilegt. Þess vegna verður að gefa þessum flokki frí frá stjórnartaumunum í langan tíma, leyfa honum að sleikja sár sín og vona að hann rísi aftur með siðleg borgaraleg gildi að leiðarljósi í stað klíkuskapar og græðgi. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun