Skattar og hið siðaða samfélag Drífa Snædal skrifar 10. september 2021 14:01 Áhrifamestu ákvarðanirnar sem stjórnvöld taka þegar kreppa skellur á eru ekki endilega fyrstu viðbrögð heldur þær ákvarðanir sem teknar eru ári eða tveimur eftir kreppu. Það er þá sem átökin hefjast um hvernig skuli greiða fyrir aukin útgjöld til heilbrigðismála eða velferðarmála og hvernig beri að takast á við tekjufall ríkissjóðs. Þessi átök snerta grunninn í pólitík og fjalla um hvort nota eigi ferðina til að selja ríkiseigur eða hvort standa skuli vörð um velferðarkerfin og styrkja þau. „Skattar eru gjaldið sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi,“ sagði bandaríski hæstaréttardómarinn Oliver Wendel Holmes og flest tökum við undir þessa fullyrðingu. Það er svo aftur stöðugt deilumál hverjir eigi að greiða hvaða skatta og fyrir hvaða þjónustu. Við erum þó flest sammála um að þau sem eru frekar aflögufær greiði meira til samfélagsins og að skattkerfið eigi líka að þjóna sem jöfnunartæki. Í nýrri skýrslu ASÍ um skatta og ójöfnuð kemur fram að mjög miklar glufur eru til staðar í kerfinu okkar. Í reynd er það þannig að því meira sem þú átt, því meiri möguleika hefurðu til að greiða lægri skatta. Margir sem eru í aðstöðu til þess eru stórtækir í að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og greiða því lægri skatta. Að auki hefur verið dregið úr vægi skattaeftirlits en skattsvik kosta ríkið tugi milljarða ár hvert. Auðlegðarskattur hefur verið afnuminn en hann átti að réttlæta lægri fjármagnstekjuskatt á sínum tíma. Enn eru svo átök hjá okkur um gjald fyrir auðlindanýtingu, hvort sem það er fiskveiði, fiskeldi, framleiðsla raforku eða önnur nýting náttúrunnar. Það er ekki markmið í sjálfu sér að leggja á hærri skatta en það er skýrt markmið og krafa samtaka launafólks að sterk opinber þjónusta sé fjármögnuð á sanngjarnan hátt. Enginn á að geta sagt sig úr siðuðu samfélagi í krafti auðs síns og eigna sem verða til með sameiginlegum auðlindum og vinnuframlagi launafólks. Skattamál eru stórmál, sérstaklega þegar kreppir að. Höfum það í huga þegar við greiðum atkvæði í þessum kosningum. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Skattar og tollar Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Áhrifamestu ákvarðanirnar sem stjórnvöld taka þegar kreppa skellur á eru ekki endilega fyrstu viðbrögð heldur þær ákvarðanir sem teknar eru ári eða tveimur eftir kreppu. Það er þá sem átökin hefjast um hvernig skuli greiða fyrir aukin útgjöld til heilbrigðismála eða velferðarmála og hvernig beri að takast á við tekjufall ríkissjóðs. Þessi átök snerta grunninn í pólitík og fjalla um hvort nota eigi ferðina til að selja ríkiseigur eða hvort standa skuli vörð um velferðarkerfin og styrkja þau. „Skattar eru gjaldið sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi,“ sagði bandaríski hæstaréttardómarinn Oliver Wendel Holmes og flest tökum við undir þessa fullyrðingu. Það er svo aftur stöðugt deilumál hverjir eigi að greiða hvaða skatta og fyrir hvaða þjónustu. Við erum þó flest sammála um að þau sem eru frekar aflögufær greiði meira til samfélagsins og að skattkerfið eigi líka að þjóna sem jöfnunartæki. Í nýrri skýrslu ASÍ um skatta og ójöfnuð kemur fram að mjög miklar glufur eru til staðar í kerfinu okkar. Í reynd er það þannig að því meira sem þú átt, því meiri möguleika hefurðu til að greiða lægri skatta. Margir sem eru í aðstöðu til þess eru stórtækir í að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og greiða því lægri skatta. Að auki hefur verið dregið úr vægi skattaeftirlits en skattsvik kosta ríkið tugi milljarða ár hvert. Auðlegðarskattur hefur verið afnuminn en hann átti að réttlæta lægri fjármagnstekjuskatt á sínum tíma. Enn eru svo átök hjá okkur um gjald fyrir auðlindanýtingu, hvort sem það er fiskveiði, fiskeldi, framleiðsla raforku eða önnur nýting náttúrunnar. Það er ekki markmið í sjálfu sér að leggja á hærri skatta en það er skýrt markmið og krafa samtaka launafólks að sterk opinber þjónusta sé fjármögnuð á sanngjarnan hátt. Enginn á að geta sagt sig úr siðuðu samfélagi í krafti auðs síns og eigna sem verða til með sameiginlegum auðlindum og vinnuframlagi launafólks. Skattamál eru stórmál, sérstaklega þegar kreppir að. Höfum það í huga þegar við greiðum atkvæði í þessum kosningum. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun