„Þú gleymir aldrei“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2021 20:00 Arna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili. Þeir féllu báðir fyrir eigin hendi. Vísir/Einar Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag, tíunda september. Í ár er sjónum sérstaklega beint að stuðningi við aðstandendur eftir sjálfsvíg. Síðastliðinn áratug hafa að meðaltali 39 framið sjálfsvíg á ári hverju. Í fyrra frömdu 47 sjálfsvíg, 32 karlar og 15 konur. Talið er að í kringum hvert sjálfsvíg þurfi að hlúa að um 100 manns, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Pieta-samtökin veita nú á bilinu 300 til 450 viðtöl í mánuði. Það sem af er ári hafa 64 syrgjendur leitað til samtakanna. „Þetta er aukning en ég held að það sé líka orðin meiri meðvitund um það að syrgjendur þurfa stuðning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Ungu fólki sem leitar til samtakanna með sjálfsvígshugsanir hefur einnig fjölgað í ár. „Þá er ég að tala um allt niður í átján ára sem eru að koma til okkar, og það hefur líka orðið aukning í eldri kynslóðinni og þá erum við að tala um fólk sem er jafnvel komið á eftirlaun,“ segir Kristín. Best að ræða áföllin opinskátt Faðir Rögnu Bergmann framdi sjálfsvíg árið 2015, sem hún segir hafa komið öllum hans nánustu í alveg opna skjöldu. Við tóku erfið ár þar sem Ragna vann úr áfallinu. Í febrúar í fyrra var bróðir hennar svo lagður inn á bráðageðdeild eftir nokkrar sjálfsvígstilraunir. Hann féll loks fyrir eigin hendi í fyrrasumar, eftir að hafa verið týndur um nokkurn tíma. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/Einar „Það ferli út af fyrir sig tók ofboðslega mikla orku frá manni og á þessum örfáu mánuðum, að vera í þessari stanslausu streitu og vera í þessari óvissu að vita ekki hvar þinn heittelskaði ástvinur er,“ segir Ragna. Það hafi hjálpað henni mest í sorgarferlinu að ræða opinskátt um áföllin. „Að vera ekki að fela eða bæla niður tilfinningarnar sem koma í kjölfarið því þetta er langt ferli. Þú gleymir aldrei, þú lærir að lifa með þessu,“ segir Ragna. Alltof litlar framfarir hafa orðið í geðheilbrigðismálum síðustu ár. „Miðað við hvað við höldum að við séum komin langt í þessu, það er enn þá svo mikið talað undir rós þegar kemur að þessum málum,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag, tíunda september. Í ár er sjónum sérstaklega beint að stuðningi við aðstandendur eftir sjálfsvíg. Síðastliðinn áratug hafa að meðaltali 39 framið sjálfsvíg á ári hverju. Í fyrra frömdu 47 sjálfsvíg, 32 karlar og 15 konur. Talið er að í kringum hvert sjálfsvíg þurfi að hlúa að um 100 manns, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Pieta-samtökin veita nú á bilinu 300 til 450 viðtöl í mánuði. Það sem af er ári hafa 64 syrgjendur leitað til samtakanna. „Þetta er aukning en ég held að það sé líka orðin meiri meðvitund um það að syrgjendur þurfa stuðning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Ungu fólki sem leitar til samtakanna með sjálfsvígshugsanir hefur einnig fjölgað í ár. „Þá er ég að tala um allt niður í átján ára sem eru að koma til okkar, og það hefur líka orðið aukning í eldri kynslóðinni og þá erum við að tala um fólk sem er jafnvel komið á eftirlaun,“ segir Kristín. Best að ræða áföllin opinskátt Faðir Rögnu Bergmann framdi sjálfsvíg árið 2015, sem hún segir hafa komið öllum hans nánustu í alveg opna skjöldu. Við tóku erfið ár þar sem Ragna vann úr áfallinu. Í febrúar í fyrra var bróðir hennar svo lagður inn á bráðageðdeild eftir nokkrar sjálfsvígstilraunir. Hann féll loks fyrir eigin hendi í fyrrasumar, eftir að hafa verið týndur um nokkurn tíma. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/Einar „Það ferli út af fyrir sig tók ofboðslega mikla orku frá manni og á þessum örfáu mánuðum, að vera í þessari stanslausu streitu og vera í þessari óvissu að vita ekki hvar þinn heittelskaði ástvinur er,“ segir Ragna. Það hafi hjálpað henni mest í sorgarferlinu að ræða opinskátt um áföllin. „Að vera ekki að fela eða bæla niður tilfinningarnar sem koma í kjölfarið því þetta er langt ferli. Þú gleymir aldrei, þú lærir að lifa með þessu,“ segir Ragna. Alltof litlar framfarir hafa orðið í geðheilbrigðismálum síðustu ár. „Miðað við hvað við höldum að við séum komin langt í þessu, það er enn þá svo mikið talað undir rós þegar kemur að þessum málum,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira