Upplifun íbúa New York 11. september 2001: „Ógnarástand og fólk var lengi að jafna sig“ Þorgils Jónsson skrifar 11. september 2021 15:27 Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur rifjar upp daginn örlagaríka. Hann segir óvissu og ógn hafa vomað yfir borgarbúum vikurnar og mánuði eftir árásirnar, en borgin hafi skriðið saman smátt og smátt. „Þetta var eins fallegur haustdagur og gerist í New York. Blár himinn og haust í lofti,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson aðspurður um morguninn örlagaríka, 11. september 2001. Hann var þá, sem nú, búsettur í New York með fjölskyldu sinni. „Þetta var fyrsti skóladagurinn ársins hjá sonum okkar, sem voru 6 og 8 ára á þessum tíma, svo við hjónin fylgdum þeim í skólann. Þaðan fór ég með leigubíl niður 5th Avenue á leið á skrifstofuna mína í Rockefeller Center.“ Einmitt þar í leigubílnum heyrði Ólafur í útvarpinu af fyrri flugvélinni. „Við héldum að þetta hefði verið einhver útsýnisflugvél – einhver rella – sem hefði fyrir slysni farið í turninn. Svo var ég kominn upp á skrifstofu þegar seinni flugvélin fór á syðri turninn. Þaðan horfði ég niður eftir eyjunni, fylgdist með turnunum og sá þá falla.“ Ólafur segir að forgangsatriði hafi verið að ganga úr skugga um að starfsfólk fyrirtækisins væri óhult. Meðal annars var starfsfólk fréttastofu CNN að störfum í hringiðunni í kringum World Trade Center. Mikil óvissa og viðbúnaður á götum úti Hann bætir því við að mikil óvissa hafi einkennt þennan dag, þar sem enginn vissi hvað væri framundan eða hvort fleiri árásir væru í vændum. Á göngu hans heim að loknum vinnudegi hafi loftið verið lævi blandið. Hermenn og skriðdrekar á götum úti og andrúmsloftið að kvöldi dags í hrópandi mótsögn við morguninn. Ólafur segir að atburðirnir þennan dag hafi umturnað lífi flestra borgarbúa næstu vikur og mánuði á eftir. „Það var þessi endalausi ótti um að eitthvað meira væri í gangi,“ segir hann „Fólk var að koma sér upp bátum við Hudson-ána og í Austuránni ef það þyrfti að flýja borgina snögglega. Það var svona ógnarástand og fólk var lengi að jafna sig, en borgin skríður saman eins og hún gerir yfirleitt. En það eimir enn eftir af þessu, sérstaklega á þessum árstíma. Þetta hafði auðvitað gríðarleg áhrif á sálarlífið hér í borginni.“ Alltaf ofarlega í huga New York-búa Ólafur segist aðspurður ekki viss um að stemmningin sé nokkuð frábrugðin einmitt núna, þegar tuttugu ár eru frá hörmungunum, frá því sem verið hefur fyrri ár. Borgin sé að nú jafna sig á farsótt síðasta árs, en atburðirnir 11. september lifi ávallt með New York-búum. „Þetta er fólki alltaf ofarlega í huga. Þetta er einn af þessum bautasteinum á lífsleiðinni sem fólk staldrar við.“ Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Alþjóðakerfið eftir 11. september 2001: Bandaríkin grófu undan eigin stöðu með viðbrögðunum Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða. 11. september 2021 11:11 20 ár frá 11. september 2001: Dagurinn sem allt breyttist Sum andartök eru þess eðlis að tilvera þess sem upplifir þau verður aldrei söm á eftir. Fá hafa þó skekið heimsbyggðina jafn skyndilega og jafn afgerandi og þegar tvær farþegaþotur skullu á Tvíburaturnunum við World Trade Center á Manhattan á heiðskírum þriðjudagsmorgni fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001. 11. september 2021 06:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
„Þetta var fyrsti skóladagurinn ársins hjá sonum okkar, sem voru 6 og 8 ára á þessum tíma, svo við hjónin fylgdum þeim í skólann. Þaðan fór ég með leigubíl niður 5th Avenue á leið á skrifstofuna mína í Rockefeller Center.“ Einmitt þar í leigubílnum heyrði Ólafur í útvarpinu af fyrri flugvélinni. „Við héldum að þetta hefði verið einhver útsýnisflugvél – einhver rella – sem hefði fyrir slysni farið í turninn. Svo var ég kominn upp á skrifstofu þegar seinni flugvélin fór á syðri turninn. Þaðan horfði ég niður eftir eyjunni, fylgdist með turnunum og sá þá falla.“ Ólafur segir að forgangsatriði hafi verið að ganga úr skugga um að starfsfólk fyrirtækisins væri óhult. Meðal annars var starfsfólk fréttastofu CNN að störfum í hringiðunni í kringum World Trade Center. Mikil óvissa og viðbúnaður á götum úti Hann bætir því við að mikil óvissa hafi einkennt þennan dag, þar sem enginn vissi hvað væri framundan eða hvort fleiri árásir væru í vændum. Á göngu hans heim að loknum vinnudegi hafi loftið verið lævi blandið. Hermenn og skriðdrekar á götum úti og andrúmsloftið að kvöldi dags í hrópandi mótsögn við morguninn. Ólafur segir að atburðirnir þennan dag hafi umturnað lífi flestra borgarbúa næstu vikur og mánuði á eftir. „Það var þessi endalausi ótti um að eitthvað meira væri í gangi,“ segir hann „Fólk var að koma sér upp bátum við Hudson-ána og í Austuránni ef það þyrfti að flýja borgina snögglega. Það var svona ógnarástand og fólk var lengi að jafna sig, en borgin skríður saman eins og hún gerir yfirleitt. En það eimir enn eftir af þessu, sérstaklega á þessum árstíma. Þetta hafði auðvitað gríðarleg áhrif á sálarlífið hér í borginni.“ Alltaf ofarlega í huga New York-búa Ólafur segist aðspurður ekki viss um að stemmningin sé nokkuð frábrugðin einmitt núna, þegar tuttugu ár eru frá hörmungunum, frá því sem verið hefur fyrri ár. Borgin sé að nú jafna sig á farsótt síðasta árs, en atburðirnir 11. september lifi ávallt með New York-búum. „Þetta er fólki alltaf ofarlega í huga. Þetta er einn af þessum bautasteinum á lífsleiðinni sem fólk staldrar við.“
Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Alþjóðakerfið eftir 11. september 2001: Bandaríkin grófu undan eigin stöðu með viðbrögðunum Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða. 11. september 2021 11:11 20 ár frá 11. september 2001: Dagurinn sem allt breyttist Sum andartök eru þess eðlis að tilvera þess sem upplifir þau verður aldrei söm á eftir. Fá hafa þó skekið heimsbyggðina jafn skyndilega og jafn afgerandi og þegar tvær farþegaþotur skullu á Tvíburaturnunum við World Trade Center á Manhattan á heiðskírum þriðjudagsmorgni fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001. 11. september 2021 06:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Alþjóðakerfið eftir 11. september 2001: Bandaríkin grófu undan eigin stöðu með viðbrögðunum Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða. 11. september 2021 11:11
20 ár frá 11. september 2001: Dagurinn sem allt breyttist Sum andartök eru þess eðlis að tilvera þess sem upplifir þau verður aldrei söm á eftir. Fá hafa þó skekið heimsbyggðina jafn skyndilega og jafn afgerandi og þegar tvær farþegaþotur skullu á Tvíburaturnunum við World Trade Center á Manhattan á heiðskírum þriðjudagsmorgni fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001. 11. september 2021 06:01