Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2021 20:40 Hér sést hringtorgið á Selfossi sem bæjaryfirvöld vilja skoða breytingar á. Vísir/Arnar Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. „Aðstæður hérna á föstudegi, og jafnvel fimmtudögum og fleiri dögum vikunnar, eru þannig að það er bílaröð hérna frá hringtorginu og út í Ölfus. Eyrarvegurinn á annarri hönd og Austurvegurinn á hinni þeir eru fullir líka og allir eru að berjast um að komast inn í þetta hringtorg. Við höfum meira að segja gripið til þess í sumar þegar mest var að gera að biðja lögregluna að koma hérna og stýra umferð,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Hringtorgið er ekki að virka sem skyldi. Finna þurfi lausn á vandanum, hugsanlega með ljósastýringu, jafnvel þó ný brú yfir Ölfusá sé á teikniborðinu. Íbúum Árborgar fjölgar hratt, eru um ellefu þúsund í dag, og sér ekki fyrir endan á þeirri fjölgun. Miðbær Selfoss hefur einnig tekið breytingum sem mun gera hann að aðdráttarafli, í stað þess að ferðamenn fari beint í gegnum bæinn. Umferðin komi því ekki til með að minnka um þessi gatnamót þó ný brú yfir Ölfusá verði reist. „Við sjáum fyrir okkur þegar kemur ný brú, að þá snýst þetta ekki bara um að tappa á einhverri umferð sem við viljum ekki fá ef þú ætlar ekki að stoppa. Þetta snýst líka um að greiða umferð heimamanna inn og út úr bænum á tveimur stöðum,“ segir Helgi. Þetta er ekki einkamál Selfyssinga? „Nei, langt því frá. Við erum á þjóðvegi 1 og fullt af fólki sem þarf að fara hér í gangi og margir sem pirra sig á því hvað þetta gengur hægt. Þetta er í raun mál allra landsmanna sem vilja ferðast hér um þjóðveg 1.“ Árborg Samgöngur Umferð Ný Ölfusárbrú Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
„Aðstæður hérna á föstudegi, og jafnvel fimmtudögum og fleiri dögum vikunnar, eru þannig að það er bílaröð hérna frá hringtorginu og út í Ölfus. Eyrarvegurinn á annarri hönd og Austurvegurinn á hinni þeir eru fullir líka og allir eru að berjast um að komast inn í þetta hringtorg. Við höfum meira að segja gripið til þess í sumar þegar mest var að gera að biðja lögregluna að koma hérna og stýra umferð,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Hringtorgið er ekki að virka sem skyldi. Finna þurfi lausn á vandanum, hugsanlega með ljósastýringu, jafnvel þó ný brú yfir Ölfusá sé á teikniborðinu. Íbúum Árborgar fjölgar hratt, eru um ellefu þúsund í dag, og sér ekki fyrir endan á þeirri fjölgun. Miðbær Selfoss hefur einnig tekið breytingum sem mun gera hann að aðdráttarafli, í stað þess að ferðamenn fari beint í gegnum bæinn. Umferðin komi því ekki til með að minnka um þessi gatnamót þó ný brú yfir Ölfusá verði reist. „Við sjáum fyrir okkur þegar kemur ný brú, að þá snýst þetta ekki bara um að tappa á einhverri umferð sem við viljum ekki fá ef þú ætlar ekki að stoppa. Þetta snýst líka um að greiða umferð heimamanna inn og út úr bænum á tveimur stöðum,“ segir Helgi. Þetta er ekki einkamál Selfyssinga? „Nei, langt því frá. Við erum á þjóðvegi 1 og fullt af fólki sem þarf að fara hér í gangi og margir sem pirra sig á því hvað þetta gengur hægt. Þetta er í raun mál allra landsmanna sem vilja ferðast hér um þjóðveg 1.“
Árborg Samgöngur Umferð Ný Ölfusárbrú Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira