Núgildandi reglur gilda til 17. þessa mánaðar, en þetta nýjasta minnisblað og framhald sóttvarnaraðgerða verða ræddar í ríkisstjórn á þriðjudaginn.
Staða Covid-smita hér á landi hefur farið ört batnandi síðustu daga þar sem fjórtán greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Ekki hafa færri greinst á einum degi í nærri tvo mánuði. Níu þeirra voru fullbólusettir og níu voru í sóttkví. Sex eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu.
397 eru í einangrun en þeir voru 453 í gær. Þá eru 776 í sóttkví, samanborið við 792 í gær.