Stefnan er að fara út Árni Gísli Magnússon skrifar 12. september 2021 17:06 Arna Sif Ásgrímsdóttir stefnir á að spila erlendis að nýju. VÍSIR/BÁRA Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Salt-Pay vellinum á Akureyri í dag. Lokaumferðin var kláruð í dag og höfðu norðankonur ekki upp á mikið að spila en gátu þó með hagstæðum úrslitum farið upp um eitt til tvö sæti. Keflavík var nánast sloppið við fall og tryggði það endanlega með stigi í dag. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, segir að lítið mál hafi verið að mótivera sig í leikinn þrátt fyrir að það hafi ekki mikið verið undir. „Mér fannst þetta bara vera ótrúlega mikið eitthvað miðjumoð, það var ekki mikið um færi, gæðin voru ekkert hrikalega mikil heldur, þetta vara bara svona týpískt mikið undir fyrir þær og við að reyna eitthvað að hnoðast en þetta var enginn fallegur fótbolti en ég held maður geti sagt bara sanngjarnt jafntefli”, sagði Arna þegar hún var spurð út í fótboltann sem var spilaður í dag. Þór/KA var enn í séns á 5. sætinu en þurftu þá að sigra sinn leik og vonast til að Tindastóll myndi gera slíkt hið sama gegn Stjörnunni. Arna segir að markmiðið hafi verið að reyna að ná 5. sætinu. „Það var markmiðið okkar fyrir leikinn sko, og það var ekkert mál að peppa sig í þennan leik því það voru svona lítil markmið sem að að við vildum ná þannig að við erum svekktar að hafa ekki unnið þennan leik en úr sem komið var þá var tilfinningin svona eins og við hefðum kannski getað spilað í þrjá daga í viðbót þótt við hefðum ekkert endilega skorað en ég held að jafntefli hafi bara verið sanngjarnt fyrir alla.” „Já miðað við stöðuna sem við vorum komnar í þá bara fögnum við því og það var margt jákvætt hjá okkur í sumar, margt sem við hefðum getað gert betur en bara eðlilegt því við erum með ungt lið og erum að læra og göngum bara nokkuð sáttar frá þessu tímabili”, sagði Arna ennfremur en liðið komst upp fyrir ÍBV á markatölu með stiginu í dag og endar því í 6. sæti. Iðunn Rán Gunnarsdóttir, fædd 2005, spilaði í miðverðinum með Örnu í dag og Arna var ánægð með ungu stelpurnar sem fengu að spreyta sig í sumar með liðinu. „Það var bara hrikalega skemmtilegt, ég þjálfaði nú Iðunni bara í fyrra minnir mig þannig að það var svona gaman að fá að prófa með henni en þetta eru ótrúlega efnilegir leikmenn og það er mikið af efnilegum leikmönnum hérna þannig að ég held að framtíðin sé klárlega björt. Hún átti frábæran leik og það var eins og hún hefði ekki gert neitt annað áður þannig ég held að þetta hafi verið flott hjá henni og flott hjá þessum ungu sem komu inn í dag þannig að við getum alveg öll verið sammála um að framtíðin sé björt hér.” Arna hefur nokkrum sinnum spilað erlendis og segir að stefnan sé sett á að fara út aftur. „Ég er að renna út af samningi eins og er. Stefnan er að fara út en það er ekkert ljóst og það verður bara að koma í ljós hvort að ég verði hér næsta sumar eða ekki. ” Arna á 12 landsleiki að baki og er aftur tilbúin í landsliðsverkefni ef kallið kemur. „Það er svona á bak við eyrað, það væri ótrúlega skemmtilegt, en líf mitt snýst ekkert bara um það þessa dagana. Það er bara að njóta þess að spila fótbolta og halda áfram og vaxa og gera vel og ef kallið kemur er það geggjað og ég er mjög til í það en við verðum bara að bíða og sjá”, sagði Arna að lokum. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Keflavík 0-0 | Gestirnir áfram í efstu deild að ári Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Keflavík þurfti stig til að tryggja veru sína í efstu deild og það tókst. 12. september 2021 16:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, segir að lítið mál hafi verið að mótivera sig í leikinn þrátt fyrir að það hafi ekki mikið verið undir. „Mér fannst þetta bara vera ótrúlega mikið eitthvað miðjumoð, það var ekki mikið um færi, gæðin voru ekkert hrikalega mikil heldur, þetta vara bara svona týpískt mikið undir fyrir þær og við að reyna eitthvað að hnoðast en þetta var enginn fallegur fótbolti en ég held maður geti sagt bara sanngjarnt jafntefli”, sagði Arna þegar hún var spurð út í fótboltann sem var spilaður í dag. Þór/KA var enn í séns á 5. sætinu en þurftu þá að sigra sinn leik og vonast til að Tindastóll myndi gera slíkt hið sama gegn Stjörnunni. Arna segir að markmiðið hafi verið að reyna að ná 5. sætinu. „Það var markmiðið okkar fyrir leikinn sko, og það var ekkert mál að peppa sig í þennan leik því það voru svona lítil markmið sem að að við vildum ná þannig að við erum svekktar að hafa ekki unnið þennan leik en úr sem komið var þá var tilfinningin svona eins og við hefðum kannski getað spilað í þrjá daga í viðbót þótt við hefðum ekkert endilega skorað en ég held að jafntefli hafi bara verið sanngjarnt fyrir alla.” „Já miðað við stöðuna sem við vorum komnar í þá bara fögnum við því og það var margt jákvætt hjá okkur í sumar, margt sem við hefðum getað gert betur en bara eðlilegt því við erum með ungt lið og erum að læra og göngum bara nokkuð sáttar frá þessu tímabili”, sagði Arna ennfremur en liðið komst upp fyrir ÍBV á markatölu með stiginu í dag og endar því í 6. sæti. Iðunn Rán Gunnarsdóttir, fædd 2005, spilaði í miðverðinum með Örnu í dag og Arna var ánægð með ungu stelpurnar sem fengu að spreyta sig í sumar með liðinu. „Það var bara hrikalega skemmtilegt, ég þjálfaði nú Iðunni bara í fyrra minnir mig þannig að það var svona gaman að fá að prófa með henni en þetta eru ótrúlega efnilegir leikmenn og það er mikið af efnilegum leikmönnum hérna þannig að ég held að framtíðin sé klárlega björt. Hún átti frábæran leik og það var eins og hún hefði ekki gert neitt annað áður þannig ég held að þetta hafi verið flott hjá henni og flott hjá þessum ungu sem komu inn í dag þannig að við getum alveg öll verið sammála um að framtíðin sé björt hér.” Arna hefur nokkrum sinnum spilað erlendis og segir að stefnan sé sett á að fara út aftur. „Ég er að renna út af samningi eins og er. Stefnan er að fara út en það er ekkert ljóst og það verður bara að koma í ljós hvort að ég verði hér næsta sumar eða ekki. ” Arna á 12 landsleiki að baki og er aftur tilbúin í landsliðsverkefni ef kallið kemur. „Það er svona á bak við eyrað, það væri ótrúlega skemmtilegt, en líf mitt snýst ekkert bara um það þessa dagana. Það er bara að njóta þess að spila fótbolta og halda áfram og vaxa og gera vel og ef kallið kemur er það geggjað og ég er mjög til í það en við verðum bara að bíða og sjá”, sagði Arna að lokum. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Keflavík 0-0 | Gestirnir áfram í efstu deild að ári Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Keflavík þurfti stig til að tryggja veru sína í efstu deild og það tókst. 12. september 2021 16:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Leik lokið: Þór/KA - Keflavík 0-0 | Gestirnir áfram í efstu deild að ári Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Keflavík þurfti stig til að tryggja veru sína í efstu deild og það tókst. 12. september 2021 16:00