Fylkismenn bara með tvö stig og eitt mark samanlagt síðustu 62 daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 16:01 Djair Parfitt-Williams er markahæsti leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla í sumar en skoraði síðast í deildinni í maí. Vísir/Hulda Margrét Fylkismenn sitja í fallsæti í Pepsi Max deild karla í fótbolta þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Fylkir tapaði 2-0 á móti KA á Akureyrarvelli um helgina og var þetta fjórði tapleikurinn í röð hjá liðinu. Það sem er enn verra er að Árbæingar hafa ekki náð að skora eitt einasta mark í þessum fjórum leikjum. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá síðasta sigurleik Fylkisliðsins sem var 2-1 sigur á KA 13. júlí síðastliðinn. Fylkir hefur spilað átta deildarleiki síðan þá en uppskeran er þó aðeins eitt mark. Það mark skoraði Orri Hrafn Kjartansson í 1-1 jafntefli á móti Keflavík 8. ágúst eða fyrir meira en einum mánuði síðan. Orri Hrafn hefur skorað tvö síðustu mörk Fylkismanna í Pepsi Max deildinni því hann skoraði einnig seinna markið í sigri á KA fyrir 62 dögum síðan. Í þessum átta leikjum hafa mótherjar Fylkismanna skorað tuttugu mörk þar af fimmtán mörk í röð án þess að Fylkisliðið hafi svarað fyrir sig. Fylkisliðið hefur náð 96 skotum í þessum átta síðustu leikjum samkvæmt tölfræði Wyscout en aðeins 23 þeirra hafa endað á marki. Fylkismenn náðu ekki að hitta markið í KA-leiknum um helgina. Á sama tíma hafa mótherjar liðsins náð 56 skotum á mark Fylkis þar af eru sjö skot KA-manna á laugardaginn. Markalíkur Fylkismanna í leikjunum átta (Xg) eru 11,6 og á því sést að Fylkismenn hafa fengið mun fleiri færi til skora meira en eitt mark á þessum tíma. Það segir kannski meira en mörg orð að markahæsti leikmaður Fylkismanna í sumar, Djair Parfitt-Williams, sem hefur skorað fimm mörk hefur ekki skorað í deildinni síðan 30. maí síðastliðinn. Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37) Fylkir Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Sjá meira
Fylkir tapaði 2-0 á móti KA á Akureyrarvelli um helgina og var þetta fjórði tapleikurinn í röð hjá liðinu. Það sem er enn verra er að Árbæingar hafa ekki náð að skora eitt einasta mark í þessum fjórum leikjum. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá síðasta sigurleik Fylkisliðsins sem var 2-1 sigur á KA 13. júlí síðastliðinn. Fylkir hefur spilað átta deildarleiki síðan þá en uppskeran er þó aðeins eitt mark. Það mark skoraði Orri Hrafn Kjartansson í 1-1 jafntefli á móti Keflavík 8. ágúst eða fyrir meira en einum mánuði síðan. Orri Hrafn hefur skorað tvö síðustu mörk Fylkismanna í Pepsi Max deildinni því hann skoraði einnig seinna markið í sigri á KA fyrir 62 dögum síðan. Í þessum átta leikjum hafa mótherjar Fylkismanna skorað tuttugu mörk þar af fimmtán mörk í röð án þess að Fylkisliðið hafi svarað fyrir sig. Fylkisliðið hefur náð 96 skotum í þessum átta síðustu leikjum samkvæmt tölfræði Wyscout en aðeins 23 þeirra hafa endað á marki. Fylkismenn náðu ekki að hitta markið í KA-leiknum um helgina. Á sama tíma hafa mótherjar liðsins náð 56 skotum á mark Fylkis þar af eru sjö skot KA-manna á laugardaginn. Markalíkur Fylkismanna í leikjunum átta (Xg) eru 11,6 og á því sést að Fylkismenn hafa fengið mun fleiri færi til skora meira en eitt mark á þessum tíma. Það segir kannski meira en mörg orð að markahæsti leikmaður Fylkismanna í sumar, Djair Parfitt-Williams, sem hefur skorað fimm mörk hefur ekki skorað í deildinni síðan 30. maí síðastliðinn. Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37)
Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37)
Fylkir Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Sjá meira