BKG, Anníe Mist og Katrín Tanja með í Texas þar sem góð miðasala hækkaði verðlaunaféð um milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2021 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir í kynningarmyndatöku fyrir heimsleikana á dögunum. CrossFit Games Íslensku CrossFit stjörnurnar Björgvin Karl Guðmundsson, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu öll keppa á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin í Texasfylki í næsta mánuði. Rogue Invitational, sem fer nú fram í þriðja sinn, hefur verið að kynna staðfesta keppendur til leiks og í gær var Katrín Tanja staðfest. Áður hafði verið tilkynnt um það að Björgvin Karl og Anníe Mist yrðu einnig með á mótinu en þetta er fyrsta mót þeirra allra síðan á heimsleikunum í ágústbyrjun þar sem Anníe varð þriðja, Björgvin Karl fjórði og Katrín endaði í tíunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rogue Invitational er eitt af þessum stóru mótum og mikill áhugi er á því vestan hafs. Það sést á miðasölunni á mótið. Þessi góða miðasala skiptir miklu máli fyrir keppendur og þá erum við ekki aðeins að tala um þá staðreynd að það verði meiri stemmning á áhorfendapöllunum. Í viðbót við það þá hefur miðasalan áhrif á verðlaunaféð á mótinu. Góð miðasala hefur því séð til þess að samanlagt verðlaunafé keppenda hefur hækkað um hundrað þúsund Bandaríkjadali. Hundrað þúsund dalir eru 12,8 milljónir íslenskra króna en bara verðlaunafé meistarans hefur hækkað um tíu þúsund dali eða 1,2 milljón íslenskra króna. Verðlaunaféð gæti hækkað aðeins meira seljist allir miðar upp á mótið. Það er ljóst að stjörnur eins og BKG, Anníe Mist og Katrín Tanja eru að trekkja að á mótið og því ekkert annað en fyllilega sanngjarnt að það skili þeim eitthverju í vasann líka. Þetta fyrirkomulag er kannski komið til að vera á stóru atvinnumótunum í CrossFit en það á eftir að koma betur í ljós. Það fylgir reyndar sögunni að báðir heimsmeistararnir, Tia Clair Toomey hjá konunum og Justin Medeiros hjá körlunum, verða bæði með á mótinu sem fer fram frá 29. til 31. október næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Rogue Invitational, sem fer nú fram í þriðja sinn, hefur verið að kynna staðfesta keppendur til leiks og í gær var Katrín Tanja staðfest. Áður hafði verið tilkynnt um það að Björgvin Karl og Anníe Mist yrðu einnig með á mótinu en þetta er fyrsta mót þeirra allra síðan á heimsleikunum í ágústbyrjun þar sem Anníe varð þriðja, Björgvin Karl fjórði og Katrín endaði í tíunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rogue Invitational er eitt af þessum stóru mótum og mikill áhugi er á því vestan hafs. Það sést á miðasölunni á mótið. Þessi góða miðasala skiptir miklu máli fyrir keppendur og þá erum við ekki aðeins að tala um þá staðreynd að það verði meiri stemmning á áhorfendapöllunum. Í viðbót við það þá hefur miðasalan áhrif á verðlaunaféð á mótinu. Góð miðasala hefur því séð til þess að samanlagt verðlaunafé keppenda hefur hækkað um hundrað þúsund Bandaríkjadali. Hundrað þúsund dalir eru 12,8 milljónir íslenskra króna en bara verðlaunafé meistarans hefur hækkað um tíu þúsund dali eða 1,2 milljón íslenskra króna. Verðlaunaféð gæti hækkað aðeins meira seljist allir miðar upp á mótið. Það er ljóst að stjörnur eins og BKG, Anníe Mist og Katrín Tanja eru að trekkja að á mótið og því ekkert annað en fyllilega sanngjarnt að það skili þeim eitthverju í vasann líka. Þetta fyrirkomulag er kannski komið til að vera á stóru atvinnumótunum í CrossFit en það á eftir að koma betur í ljós. Það fylgir reyndar sögunni að báðir heimsmeistararnir, Tia Clair Toomey hjá konunum og Justin Medeiros hjá körlunum, verða bæði með á mótinu sem fer fram frá 29. til 31. október næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira