„Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2021 13:08 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í 0-4 tapinu fyrir Þýskalandi. vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum. Arnar segir að vikurnar tvær í síðustu landsleikjahrinu hafi verið þær erfiðustu á hans ferli en sem kunnugt er gekk mikið á í kringum karlalandsliðið og KSÍ. Sambandið var sakað um að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður KSÍ. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni eftir að hann var handtekinn á Englandi í sumar. Þá vantaði nokkra leikmenn í landsliðið vegna meiðsla. Bara tveir eftir úr draumaliðinu og eldri leikmenn gætu hætt „Þetta hafa verið erfiðustu vikurnar á ferlinum. Ég þurfti nánast að spila sjálfur því það vantaði svo marga. Þegar ég tók við í desember skrifaði ég niður draumaliðið mitt. Núna eru tveir eftir af því. Þrír leikmenn eru meiddir og hinir ekki með vegna málsins. Þeir hafa ekki allir verið kærðir en eldri leikmönnunum fer að þykja nóg um,“ sagði Arnar og bætti við að nokkrir af reynslumeiri leikmönnum landsliðsins gætu hætt í því. „Það er möguleiki á að þeir hætti. Ef þú hefur spilað áttatíu landsleiki með nokkrum liðsfélögum en ég má ekki lengur velja þá gætu vinir þeirra látið gott heita.“ Hef ekki svörin Arnar segir að hann og landsliðið hafi verið í afar erfiðri stöðu í síðustu landsleikjahrinu. „Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Ég var í miðjum storminum og þurfti að svara fyrir málin en hafði ekki svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leikina. Ég þurfti að velja 18-20 ára leikmenn og verja þá. Til að mynda var einu sinni öskrað á okkur: nauðgarar. En þessir leikmenn og starfsliðið mitt höfðu ekkert með þetta að gera,“ sagði Arnar. „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur. Ég var gagnrýndur og fyrir leikinn gegn Þýskalandi var mótmælum beint að mér. Ég skil fólkið sem lætur í sér heyra en ég hef ekki svörin.“ Ísland fékk aðeins eitt stig í síðustu landsleikjahrinu. Íslendingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníumönnum en töpuðu samanlagt 0-6 fyrir Rúmenum og Þjóðverjum. Ísland er með fjögur stig í 5. sæti J-riðils undankeppni HM 2022. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Sjá meira
Arnar segir að vikurnar tvær í síðustu landsleikjahrinu hafi verið þær erfiðustu á hans ferli en sem kunnugt er gekk mikið á í kringum karlalandsliðið og KSÍ. Sambandið var sakað um að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður KSÍ. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni eftir að hann var handtekinn á Englandi í sumar. Þá vantaði nokkra leikmenn í landsliðið vegna meiðsla. Bara tveir eftir úr draumaliðinu og eldri leikmenn gætu hætt „Þetta hafa verið erfiðustu vikurnar á ferlinum. Ég þurfti nánast að spila sjálfur því það vantaði svo marga. Þegar ég tók við í desember skrifaði ég niður draumaliðið mitt. Núna eru tveir eftir af því. Þrír leikmenn eru meiddir og hinir ekki með vegna málsins. Þeir hafa ekki allir verið kærðir en eldri leikmönnunum fer að þykja nóg um,“ sagði Arnar og bætti við að nokkrir af reynslumeiri leikmönnum landsliðsins gætu hætt í því. „Það er möguleiki á að þeir hætti. Ef þú hefur spilað áttatíu landsleiki með nokkrum liðsfélögum en ég má ekki lengur velja þá gætu vinir þeirra látið gott heita.“ Hef ekki svörin Arnar segir að hann og landsliðið hafi verið í afar erfiðri stöðu í síðustu landsleikjahrinu. „Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Ég var í miðjum storminum og þurfti að svara fyrir málin en hafði ekki svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leikina. Ég þurfti að velja 18-20 ára leikmenn og verja þá. Til að mynda var einu sinni öskrað á okkur: nauðgarar. En þessir leikmenn og starfsliðið mitt höfðu ekkert með þetta að gera,“ sagði Arnar. „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur. Ég var gagnrýndur og fyrir leikinn gegn Þýskalandi var mótmælum beint að mér. Ég skil fólkið sem lætur í sér heyra en ég hef ekki svörin.“ Ísland fékk aðeins eitt stig í síðustu landsleikjahrinu. Íslendingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníumönnum en töpuðu samanlagt 0-6 fyrir Rúmenum og Þjóðverjum. Ísland er með fjögur stig í 5. sæti J-riðils undankeppni HM 2022.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Sjá meira