Birna sleit krossband í þriðja sinn: „Engin endalok fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2021 14:36 Birna Berg Haraldsdóttir ætlar sér að snúa aftur af krafti á næsta ári en veit vel að í því felst gríðarleg áskorun. vísir/vilhelm „Ég fann strax hvað hafði gerst og það fóru alls konar hugsanir í gegnum hausinn,“ segir Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sem sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum. Birna sleit krossband í hægra hné í stórsigri með ÍBV gegn Gróttu í Coca Cola-bikarnum á föstudagskvöld. Hún hefur áður unnið sig upp úr krossbandsslitum, á báðum hnjám, og veit því vel að nú tekur við langt og strangt endurhæfingarferli. Hún missir af leiktíðinni sem er rétt að hefjast en stefnir nú á næstu leiktíð. „Ég verð alveg að viðurkenna það að yfir helgina hefur þetta verið þannig að eina mínútuna var ég mjög peppuð og fannst ég geta þetta, en næstu var ég kannski hágrenjandi að hugsa um hvort þetta væri þess virði og hvort líkaminn minn væri tilbúinn í þetta. En þetta eru engin endalok fyrir mig og ég myndi aldrei sætta mig við að enda ferilinn svona. Enda ætlaði ég mér að koma heim úr atvinnumennsku og vinna titla með ÍBV. Þetta býr til smá krókaleið að því marki,“ segir Birna sem sneri heim til Íslands úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð. Hugðust búa til sirkusmark og áttu svo að fara út af Þessi 28 ára gamla stórskytta segir sérstaklega svekkjandi að hugsa til þess hvernig hún meiddist í leiknum á föstudag: „Siggi [Sigurður Bragason, þjálfari] tók leikhlé og sagði að við ættum tvær mínútur eftir og svo ætlaði hann að skipta þeim yngri inn á. Við ákváðum þá að búa til sirkusmark og ég hoppa einhvern veginn upp, en Sunnu [Jónsdóttur, liðsfélaga] er hrint á mig og hún lendir á hnénu. Þetta er algjört óhapp og bara ótrúlega svekkjandi en ég þarf að sætta mig við þetta.“ Birna Berg segir lífið tómlegt án handbolta og ætlar sér að snúa aftur á völlinn þrátt fyrir þriðju krossbandsslitin.vísir/vilhelm „Mér finnst þetta rosalega erfitt en ég reyni að hugsa jákvætt. Það eru margir að reyna að hughreysta mann með því að benda á að þetta sé ekki það hræðilegasta sem gæti gerst. En ég er bara handboltakona, ekkert annað, og ef að það er tekið frá manni þá finnst manni lífið vera svo tómlegt. Ég veit að það gæti hljómað dramatískt en handboltinn hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu og ég er bara ekkert tilbúin að enda þetta svona. Mér finnst ég eiga nóg eftir og ætlaði mér stóra hluti í vetur. Það gerir þetta svo svekkjandi,“ segir Birna. Sjaldan liðið eins vel og fyrir þetta tímabil Birna meiddist illa í ökkla í byrjun maí og gat því ekki beitt sér með ÍBV í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Hún varði sumrinu í að vinna sig upp úr því með hjálp styrktarþjálfara: „Ég get þakkað honum mikið fyrir að ég er sterk í fótunum í dag og er vel undirbúin fyrir það sem ég er að fara að ganga í gegnum. Það er alla vega jákvætt. En áður en að krossbandið fór hafði mér sjaldan liðið eins vel. Ég var svo létt á mér, hafði gengið vel í æfingaleikjunum og fann svo mikla tilhlökkun fyrir tímabilinu eftir þetta síðasta tímabil, með endalausum hléum og Covid-pásum. Þá var maður með úrslitakeppnina sem gulrót og svo var hún tekin af manni þegar ég meiddist,“ segir Birna sem vonast til að komast í aðgerð í lok mánaðarins. „Þetta er erfitt en ég er sterk andlega og ef einhver getur tekist á við þetta þá er það ég. Ég hef gert þetta áður og veit alveg hvað ég er að fara út í.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira
Birna sleit krossband í hægra hné í stórsigri með ÍBV gegn Gróttu í Coca Cola-bikarnum á föstudagskvöld. Hún hefur áður unnið sig upp úr krossbandsslitum, á báðum hnjám, og veit því vel að nú tekur við langt og strangt endurhæfingarferli. Hún missir af leiktíðinni sem er rétt að hefjast en stefnir nú á næstu leiktíð. „Ég verð alveg að viðurkenna það að yfir helgina hefur þetta verið þannig að eina mínútuna var ég mjög peppuð og fannst ég geta þetta, en næstu var ég kannski hágrenjandi að hugsa um hvort þetta væri þess virði og hvort líkaminn minn væri tilbúinn í þetta. En þetta eru engin endalok fyrir mig og ég myndi aldrei sætta mig við að enda ferilinn svona. Enda ætlaði ég mér að koma heim úr atvinnumennsku og vinna titla með ÍBV. Þetta býr til smá krókaleið að því marki,“ segir Birna sem sneri heim til Íslands úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð. Hugðust búa til sirkusmark og áttu svo að fara út af Þessi 28 ára gamla stórskytta segir sérstaklega svekkjandi að hugsa til þess hvernig hún meiddist í leiknum á föstudag: „Siggi [Sigurður Bragason, þjálfari] tók leikhlé og sagði að við ættum tvær mínútur eftir og svo ætlaði hann að skipta þeim yngri inn á. Við ákváðum þá að búa til sirkusmark og ég hoppa einhvern veginn upp, en Sunnu [Jónsdóttur, liðsfélaga] er hrint á mig og hún lendir á hnénu. Þetta er algjört óhapp og bara ótrúlega svekkjandi en ég þarf að sætta mig við þetta.“ Birna Berg segir lífið tómlegt án handbolta og ætlar sér að snúa aftur á völlinn þrátt fyrir þriðju krossbandsslitin.vísir/vilhelm „Mér finnst þetta rosalega erfitt en ég reyni að hugsa jákvætt. Það eru margir að reyna að hughreysta mann með því að benda á að þetta sé ekki það hræðilegasta sem gæti gerst. En ég er bara handboltakona, ekkert annað, og ef að það er tekið frá manni þá finnst manni lífið vera svo tómlegt. Ég veit að það gæti hljómað dramatískt en handboltinn hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu og ég er bara ekkert tilbúin að enda þetta svona. Mér finnst ég eiga nóg eftir og ætlaði mér stóra hluti í vetur. Það gerir þetta svo svekkjandi,“ segir Birna. Sjaldan liðið eins vel og fyrir þetta tímabil Birna meiddist illa í ökkla í byrjun maí og gat því ekki beitt sér með ÍBV í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Hún varði sumrinu í að vinna sig upp úr því með hjálp styrktarþjálfara: „Ég get þakkað honum mikið fyrir að ég er sterk í fótunum í dag og er vel undirbúin fyrir það sem ég er að fara að ganga í gegnum. Það er alla vega jákvætt. En áður en að krossbandið fór hafði mér sjaldan liðið eins vel. Ég var svo létt á mér, hafði gengið vel í æfingaleikjunum og fann svo mikla tilhlökkun fyrir tímabilinu eftir þetta síðasta tímabil, með endalausum hléum og Covid-pásum. Þá var maður með úrslitakeppnina sem gulrót og svo var hún tekin af manni þegar ég meiddist,“ segir Birna sem vonast til að komast í aðgerð í lok mánaðarins. „Þetta er erfitt en ég er sterk andlega og ef einhver getur tekist á við þetta þá er það ég. Ég hef gert þetta áður og veit alveg hvað ég er að fara út í.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira