Dagurinn byrjar á tveimur leikjum í UEFA Youth League á Stöð 2 Sport 2 þar sem að Liverpool tekur á móti AC Milan klukkan 11:55 og Inter fær Real Madrid í heimsókn klukkan 13:55.
Klukkan 14:20 eigast við Spartak Moskva og Legia Varsjá í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport 3.
ÍR tekur á móti ÍA í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla klukkan 16:20 á Stöð 2 Sport, og klukkan 19:00 er viðureign Fylkis og Víkings á dagskrá á sömu rás. Að þeim leik loknum eru svo Mjólkurbikarmörkin á dagskrá.
Moldóvska liðið Sheriff tekur á móti Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu klukkan 16:35 á Stöð 2 Sport 3, áður en að Meistaradeildarupphitun hefur göngu sína á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:30 fyrir leiki kvöldsins.
Þrír leikir eru á dagskrá klukkan 18:50, en á Stöð 2 Sport 2 er það viðureign Liverpool og AC Milan sem fer fram. Á stöð 2 Sport 3 verður sýnt frá leik Manchester City og Leipzig, og á Stöð 2 Sport 4 verður hægt að fylgjast með því þegar að Atletico Madrid tekur á móti Porto.
Þegar að þessum leikjum er lokið taka Meistaradeildarmörkin við á Stöð 2 Sport 2.
Fyrir þá sem hafa meiri áhuga á tölvuleikjum en fótbolta eiga stelpurnar í Babe Patrol sviðið á Stöð 2 eSport frá klukkan 21:00 þar sem að þær Alma, Eva, Högna og Kamila munu án efa valda miklum usla á götum Verdansk í leiknum Call of Duty: Warzone.