Áhyggjur af stöðugum uppsögnum Eiður Þór Árnason skrifar 16. september 2021 17:16 Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki hafa fækkað í starfsliði sínu á undanförnum árum. Vísir Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans og segir uppsagnir starfsmanna í engum takti við afkomu fyrirtækjanna undanfarin misseri. Greint var frá því í gær að Íslandsbanki hafi ýmist sagt upp eða gert starfslokasamninga við 24 starfsmenn nú í september. Er þetta í fimmta skipti sem greint er frá uppsögnum hjá bankanum á rúmum tveimur árum. Hefur fækkað um minnst 92 í starfsliði bankans á tímabilinu. Þá vakti athygli þegar Arion banki sagði upp 102 starfsmönnum á einu bretti í september 2019. Bættust tæplega tuttugu við í maí á þessu ári. Yfir 27 var sagt upp störfum hjá Landsbankanum í fyrra og hafa minnst 94 misst starfið hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu SaltPay frá því að það tók yfir rekstur Borgunar. Hógværar launakröfur spilað þátt í góðri arðsemi Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja fordæmir aðgerðir bankanna í tilkynningu á vef sínum og bendir á að stóru viðskiptabankarnir hafi getað vel við unað síðustu ár. „Hagnaður bankanna er ágætur miðað við aðstæður og batnar enn frekar nú þegar þjóðfélagið kemst út úr takmörkunum á frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Ein aðal ástæða betri afkomu fjármálafyrirtækja eru afar hógværir kjarasamningar sem SSF gerði við viðsemjendur sína, [Samtök fjármálafyrirtækja] og [Samtök atvinnulífsins].“ Friðbert Traustason, formaður SSF, segir að hugur stjórnar og starfsmanna skrifstofu SSF sé hjá starfsmönnum sem sagt hefur verið upp. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá þeim starfsmönnum sem eru að missa lífsviðurværi sitt.“ Mikil fækkun hefur verið í starfsliði viðskiptabankanna síðustu ár samhliða fækkun útibúa og aukinni notkun sjálfsafgreiðslulausna. „Það er alltaf verið að leita að einhverjum leiðum til að leiða til enn frekari hagræðingar hjá bankanum. Það er verið að reyna að sjá til þess að reksturinn sé góður og í takti við arðsemiskröfu sem er gerð til rekstrarins,“ sagði Björn Berg Gunnarsson, starfandi samskiptastjóri Íslandsbanka, aðspurður um það í gær hvers vegna gripið hafi verið til uppsagna. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir hjá Arion banka Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu. 25. maí 2021 13:51 Fækkar um 24 í starfsliði Íslandsbanka Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok. 14. september 2021 10:26 55 bættust í hóp þeirra sem hafa misst vinnuna hjá SaltPay Alls var um 55 starfsmönnum greiðslumiðlunarfyrirtækisins SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, sagt upp í gær. Um 130 störfuðu hjá fyrirtækinu hér á landi. 21. apríl 2021 09:55 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Greint var frá því í gær að Íslandsbanki hafi ýmist sagt upp eða gert starfslokasamninga við 24 starfsmenn nú í september. Er þetta í fimmta skipti sem greint er frá uppsögnum hjá bankanum á rúmum tveimur árum. Hefur fækkað um minnst 92 í starfsliði bankans á tímabilinu. Þá vakti athygli þegar Arion banki sagði upp 102 starfsmönnum á einu bretti í september 2019. Bættust tæplega tuttugu við í maí á þessu ári. Yfir 27 var sagt upp störfum hjá Landsbankanum í fyrra og hafa minnst 94 misst starfið hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu SaltPay frá því að það tók yfir rekstur Borgunar. Hógværar launakröfur spilað þátt í góðri arðsemi Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja fordæmir aðgerðir bankanna í tilkynningu á vef sínum og bendir á að stóru viðskiptabankarnir hafi getað vel við unað síðustu ár. „Hagnaður bankanna er ágætur miðað við aðstæður og batnar enn frekar nú þegar þjóðfélagið kemst út úr takmörkunum á frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Ein aðal ástæða betri afkomu fjármálafyrirtækja eru afar hógværir kjarasamningar sem SSF gerði við viðsemjendur sína, [Samtök fjármálafyrirtækja] og [Samtök atvinnulífsins].“ Friðbert Traustason, formaður SSF, segir að hugur stjórnar og starfsmanna skrifstofu SSF sé hjá starfsmönnum sem sagt hefur verið upp. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá þeim starfsmönnum sem eru að missa lífsviðurværi sitt.“ Mikil fækkun hefur verið í starfsliði viðskiptabankanna síðustu ár samhliða fækkun útibúa og aukinni notkun sjálfsafgreiðslulausna. „Það er alltaf verið að leita að einhverjum leiðum til að leiða til enn frekari hagræðingar hjá bankanum. Það er verið að reyna að sjá til þess að reksturinn sé góður og í takti við arðsemiskröfu sem er gerð til rekstrarins,“ sagði Björn Berg Gunnarsson, starfandi samskiptastjóri Íslandsbanka, aðspurður um það í gær hvers vegna gripið hafi verið til uppsagna.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir hjá Arion banka Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu. 25. maí 2021 13:51 Fækkar um 24 í starfsliði Íslandsbanka Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok. 14. september 2021 10:26 55 bættust í hóp þeirra sem hafa misst vinnuna hjá SaltPay Alls var um 55 starfsmönnum greiðslumiðlunarfyrirtækisins SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, sagt upp í gær. Um 130 störfuðu hjá fyrirtækinu hér á landi. 21. apríl 2021 09:55 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Uppsagnir hjá Arion banka Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu. 25. maí 2021 13:51
Fækkar um 24 í starfsliði Íslandsbanka Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok. 14. september 2021 10:26
55 bættust í hóp þeirra sem hafa misst vinnuna hjá SaltPay Alls var um 55 starfsmönnum greiðslumiðlunarfyrirtækisins SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, sagt upp í gær. Um 130 störfuðu hjá fyrirtækinu hér á landi. 21. apríl 2021 09:55