Skoraði tíu mörk í fyrsta deildarleiknum með íslensku liði í rúmlega 4.500 daga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2021 16:01 Rúnar Kárason lék lengi með landsliðinu og fór með því á nokkur stórmót. vísir/andri marinó Rúnar Kárason lék sinn fyrsta deildarleik fyrir íslenskt lið í rúm tólf ár þegar ÍBV vann Víking, 27-30, í 1. umferð Olís-deildarinnar í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Rúnars með íslensku liði síðan í lokaumferð N1-deildarinnar 5. apríl 2009. Hann skoraði þá sjö mörk í 28-28 jafntefli Fram og Akureyrar fyrir norðan. Síðan eru liðin tólf ár og fimm mánuðir, eða nánar tiltekið 4548 dagar. Fram endaði í 4. sæti deildarinnar og mætti Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Fram vann fyrsta leikinn en Haukar næstu tvo og tryggðu sér sæti í úrslitunum. Rúnar lék sinn síðasta leik fyrir Fram þegar liðið tapaði með níu marka mun fyrir Haukum á Ásvöllum, 30-21, 23. apríl 2009. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum. Meðal samherja hans í Fram á þessum tíma voru Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, Róbert Aron Hostert og Einar Rafn Eiðsson, sem eru enn að, og Andri Berg Haraldsson. Sá síðastnefndi er aðstoðarþjálfari Víkings sem mætti ÍBV í gær. Sonur Andra, Jóhannes Berg, er örvhent skytta í liði Víkings og skoraði fimm mörk í leiknum í gær. Eftir tímabilið 2008-09 fór Rúnar til Füchse Berlin sem var á þeim tíma undir stjórn Dags Sigurðssonar. Rúnar lék í Þýskalandi til 2018 þegar hann gekk í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku. Þar lék hann í þrjú ár áður en hann sneri heim í sumar og samdi við ÍBV. Rúnar lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir ÍBV þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu, 29-28, í síðustu viku. Hann skoraði sex mörk í leiknum. Stórskyttan lék svo fyrsta deildarleikinn fyrir ÍBV í Víkinni í gær. Eyjamenn áttu í vandræðum gegn baráttuglöðum nýliðum Víkinga en náðu að landa sigri. Rúnar átti ekki lítinn þátt í því en hann skoraði níu mörk í tíu skotum í seinni hálfleik. Rúnar endaði með tíu mörk í þrettán skotum og gaf auk þess þrjár stoðsendingar. Næsti leikur Rúnars og félaga er gegn Stjörnunni í Garðabænum á miðvikudaginn. Fyrsti heimaleikur Eyjamanna er svo gegn KA-mönnum sunnudaginn 10. október. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Þetta var fyrsti deildarleikur Rúnars með íslensku liði síðan í lokaumferð N1-deildarinnar 5. apríl 2009. Hann skoraði þá sjö mörk í 28-28 jafntefli Fram og Akureyrar fyrir norðan. Síðan eru liðin tólf ár og fimm mánuðir, eða nánar tiltekið 4548 dagar. Fram endaði í 4. sæti deildarinnar og mætti Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Fram vann fyrsta leikinn en Haukar næstu tvo og tryggðu sér sæti í úrslitunum. Rúnar lék sinn síðasta leik fyrir Fram þegar liðið tapaði með níu marka mun fyrir Haukum á Ásvöllum, 30-21, 23. apríl 2009. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum. Meðal samherja hans í Fram á þessum tíma voru Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, Róbert Aron Hostert og Einar Rafn Eiðsson, sem eru enn að, og Andri Berg Haraldsson. Sá síðastnefndi er aðstoðarþjálfari Víkings sem mætti ÍBV í gær. Sonur Andra, Jóhannes Berg, er örvhent skytta í liði Víkings og skoraði fimm mörk í leiknum í gær. Eftir tímabilið 2008-09 fór Rúnar til Füchse Berlin sem var á þeim tíma undir stjórn Dags Sigurðssonar. Rúnar lék í Þýskalandi til 2018 þegar hann gekk í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku. Þar lék hann í þrjú ár áður en hann sneri heim í sumar og samdi við ÍBV. Rúnar lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir ÍBV þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu, 29-28, í síðustu viku. Hann skoraði sex mörk í leiknum. Stórskyttan lék svo fyrsta deildarleikinn fyrir ÍBV í Víkinni í gær. Eyjamenn áttu í vandræðum gegn baráttuglöðum nýliðum Víkinga en náðu að landa sigri. Rúnar átti ekki lítinn þátt í því en hann skoraði níu mörk í tíu skotum í seinni hálfleik. Rúnar endaði með tíu mörk í þrettán skotum og gaf auk þess þrjár stoðsendingar. Næsti leikur Rúnars og félaga er gegn Stjörnunni í Garðabænum á miðvikudaginn. Fyrsti heimaleikur Eyjamanna er svo gegn KA-mönnum sunnudaginn 10. október.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira