Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 12:00 Vivianne Miedema fagnar einu marka sinna með hollenska landsliðinu. EFE/TOLGA BOZOGLU Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. Miedema hefur skorað 83 mörk í 100 landsleikjum fyrir Holland og hún hefur skorað 102 í 105 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum síðan að hún fór til Englands frá Bayern München árið 2017. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, fær það krefjandi hlutverk að gæta Vivianne Miedema í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2023. Miedema hefur eins og Glódís Perla sjálf verið stórstjarna í sínum landsliði frá unga aldri og báðar eru komnar með mikla reynslu þrátt fyrir að vera enn bara 25 og 26 ára gamlar. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og þar barst talið meðal annars að hinni mögnuðu Miedema. „Hún er frábær og þarna er á ferðinni geggjaður leikmaður,“ sagði Glódís Perla. „Við þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann. Það þarf að passa upp á það að hún komist ekki í boltann pressulaus,“ sagði Glódís en hún vakti þó líka athygli að þetta hollenska lið er ekki bara Vivianne Miedema. „Það eru margar góðar í þessu liði, bæði á miðjunni sem og á köntunum. Þetta er verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Glódís. Miedema er búin að skora 13 mörk í 9 landsleikjum á árinu 2021 er auk þess sem 8 mörk í fyrstu 6 leikjum tímabilsins með Arsenal. Það fer því ekkert á milli mála að hún mætir sjóðandi heit í Laugardalinn í næstu viku. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM. 16. september 2021 14:55 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Miedema hefur skorað 83 mörk í 100 landsleikjum fyrir Holland og hún hefur skorað 102 í 105 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum síðan að hún fór til Englands frá Bayern München árið 2017. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, fær það krefjandi hlutverk að gæta Vivianne Miedema í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2023. Miedema hefur eins og Glódís Perla sjálf verið stórstjarna í sínum landsliði frá unga aldri og báðar eru komnar með mikla reynslu þrátt fyrir að vera enn bara 25 og 26 ára gamlar. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og þar barst talið meðal annars að hinni mögnuðu Miedema. „Hún er frábær og þarna er á ferðinni geggjaður leikmaður,“ sagði Glódís Perla. „Við þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann. Það þarf að passa upp á það að hún komist ekki í boltann pressulaus,“ sagði Glódís en hún vakti þó líka athygli að þetta hollenska lið er ekki bara Vivianne Miedema. „Það eru margar góðar í þessu liði, bæði á miðjunni sem og á köntunum. Þetta er verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Glódís. Miedema er búin að skora 13 mörk í 9 landsleikjum á árinu 2021 er auk þess sem 8 mörk í fyrstu 6 leikjum tímabilsins með Arsenal. Það fer því ekkert á milli mála að hún mætir sjóðandi heit í Laugardalinn í næstu viku.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM. 16. september 2021 14:55 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM. 16. september 2021 14:55
Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13
Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45