Kæri Bjarni. Opnaðu augun! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 17. september 2021 12:31 Hver vill sjá fólk í ríkisstjórn sem lítur í hina áttina þegar fólkið í landinu bendir á vanrækslu eða ofbeldi á börnum, sjúklingum, fötluðum og eldra fólki? Fyrir utan biðlistana munu kosningarnar snúast um allt annað og meira en það sem þú nefnir í pistli þínum. Í grunninn munu þessar kosningar snúast um viðhorf. Viðhorf stjórnmálamanna til almennings í landinu. Síðustu vikur og mánuði hafa komið fram skelfilegar sögur úr bæði heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Á meðan heilbrigðiskerfið hefur fengið ágætis athygli stjórnmálamanna þá er enginn áhugi meðal manna að ræða menntakerfið. Hvers vegna? Er erfitt að horfast í augu við sannleikann? Ég skora hér með á þig að taka umræðuna. Sýndu að þú sért stjórnmálamaður sem hefur bein í nefinu til þess að ræða vanlíðan barna í skólakerfinu. Það er stór hópur fólks sem stendur í strangri baráttu við menntakerfið alla daga. Það er skólaskylda og við sem eigum börn komumst ekki hjá því að eiga við þetta kerfi, ekki frekar en að sjúklingar komist hjá því að eiga við heilbrigðiskerfið. Þegar þú þarft að berjast með kjafti og klóm fyrir grunnþörfum barnsins þíns þá get ég lofað þér því að hugurinn leitar síst í innlend orkumál. Á meðan þú þarft að hlusta á starfsfólk skóla segja að ekki sé til fjármagn til þess að mæta þörfum barnsins þíns, eða að þú þurfir að bíða í margar vikur og mánuði eftir lífsnauðsynlegri aðgerð og mikilvægum rannsóknarniðurstöðum, þá get ég lofað þér því að lægri skattar eru það síðasta sem þú hugsar um. Þá er þér nákvæmlega sama hvort þú greiðir 36, 40 eða 42 prósent í skatta. Bara að þú fáir nauðsynlega þjónustu. Þetta snýst allt um grunnþarfir, vellíðan, heilbrigði og almenna skynsemi. Það er í hnotskurn það sem þessar kosningar snúast um, við skulum hafa það á hreinu. Það að stjórnmálamenn hunsi vandann getur ekki boðað gott. Þeir gætu allt eins gefið okkur puttann og það er ekki það viðhorf sem við þurfum á að halda í samfélaginu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hver vill sjá fólk í ríkisstjórn sem lítur í hina áttina þegar fólkið í landinu bendir á vanrækslu eða ofbeldi á börnum, sjúklingum, fötluðum og eldra fólki? Fyrir utan biðlistana munu kosningarnar snúast um allt annað og meira en það sem þú nefnir í pistli þínum. Í grunninn munu þessar kosningar snúast um viðhorf. Viðhorf stjórnmálamanna til almennings í landinu. Síðustu vikur og mánuði hafa komið fram skelfilegar sögur úr bæði heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Á meðan heilbrigðiskerfið hefur fengið ágætis athygli stjórnmálamanna þá er enginn áhugi meðal manna að ræða menntakerfið. Hvers vegna? Er erfitt að horfast í augu við sannleikann? Ég skora hér með á þig að taka umræðuna. Sýndu að þú sért stjórnmálamaður sem hefur bein í nefinu til þess að ræða vanlíðan barna í skólakerfinu. Það er stór hópur fólks sem stendur í strangri baráttu við menntakerfið alla daga. Það er skólaskylda og við sem eigum börn komumst ekki hjá því að eiga við þetta kerfi, ekki frekar en að sjúklingar komist hjá því að eiga við heilbrigðiskerfið. Þegar þú þarft að berjast með kjafti og klóm fyrir grunnþörfum barnsins þíns þá get ég lofað þér því að hugurinn leitar síst í innlend orkumál. Á meðan þú þarft að hlusta á starfsfólk skóla segja að ekki sé til fjármagn til þess að mæta þörfum barnsins þíns, eða að þú þurfir að bíða í margar vikur og mánuði eftir lífsnauðsynlegri aðgerð og mikilvægum rannsóknarniðurstöðum, þá get ég lofað þér því að lægri skattar eru það síðasta sem þú hugsar um. Þá er þér nákvæmlega sama hvort þú greiðir 36, 40 eða 42 prósent í skatta. Bara að þú fáir nauðsynlega þjónustu. Þetta snýst allt um grunnþarfir, vellíðan, heilbrigði og almenna skynsemi. Það er í hnotskurn það sem þessar kosningar snúast um, við skulum hafa það á hreinu. Það að stjórnmálamenn hunsi vandann getur ekki boðað gott. Þeir gætu allt eins gefið okkur puttann og það er ekki það viðhorf sem við þurfum á að halda í samfélaginu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar