Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2021 12:00 Mikil óvissa ríkir um réttindi kvenna í Afganistan eftir yfirtöku Talibana. Getty/Louise OLIGNY Stjórn Talibana í Afganistan tilkynnti í gær að miðskólar yrðu opnaðir á ný eftir mánaðarlangt hlé. Hvergi er minnst á stúlkur í yfirlýsingunni og er talið að stjórnarliðar vilji þar með banna stelpum að sækja miðskóla í landinu. Menntamálaráðuneyti Talibana hefur gefið út að nám muni hefjast aftur næsta laugardag fyrir drengi í sjöunda til tólfta bekk miðskóla. „Allir karlkyns kennarar og nemendur eiga að sækja sínar menntastofnanir,“ kemur fram í tilkynningunni en ekki er heldur minnst á framtíð kvenna í kennarastéttinni. Eru tilmælin sögð minna á aðferðir Talibana á tíunda áratugnum þegar komið var í veg fyrir að stelpur stunduðu nám án þess að banna þeim það með formlegum hætti. Búið að loka kvennamálaráðuneytinu Nýja tilskipunin gerir Afganistan að eina ríkinu í heiminum sem bannar stúlkum að sækja sér framhaldsmenntun og er sögð frekari staðfesting á því að ný stjórn Talibana hyggist þrengja að réttindum kvenna í landinu. Nýverið var greint frá því að byggingin sem hýsti kvennamálaráðuneyti síðustu ríkisstjórna sé nú á forræði ráðuneytis sem kennir sig við eflingu dygða og að aftra lastafullu líferni. Fulltrúar sama ráðuneytis sáu um að refsa konum á tíunda áratugnum með ofbeldisfullum hætti ef þær sáust opinberlega án þess að vera í fylgd karlmanns eða brjóta íhaldssamar reglur um klæðaburð. Fjölmargir Afganar hafa flúið landið með aðstoð erlendra herliða.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Óttast afturhvarf til fortíðar The Guardian hefur eftir Kate Clark, framkvæmdastjóra Afghanistan Analysts Network, að yfirlýst stefna Talibana á tíunda áratugnum hafi verið að opna kvennaskóla aftur þegar öryggisaðstæður leyfðu. Aldrei varð af því í stjórnartíð þeirra. Clark segir að einhverjar stelpur hafi stundað nám í heimahúsum eða í litlum skólum sem hafi verið starfræktir af góðgerðasamtökum en því hafi ávallt fylgt mikil áhætta að kenna stúlkum. „Sá ótti var alltaf fyrir hendi að skólunum yrði lokað eða kennarar handteknir og barðir. Og það gerðist,“ segir Clark sem starfaði í Afganistan þegar landið var síðast undir stjórn Talibana. Menntun kvenna jókst eftir að Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001 og sömuleiðis hlutur þeirra í áhrifastöðum. Talibanastjórnin hefur lofað bót, betrun og mildari stjórnarháttum að þessu sinni og meðal annars lýst því yfir að réttindi kvenna verði virt. Sameinuðu þjóðirnar óttast þrátt fyrir það um stöðu mannréttinda og réttindi kvenna í Afganistan eftir valdatöku þeirra í ágúst. Fjölmargir hafa reynt að flýja landið á síðustu vikum. Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 14. september 2021 07:01 Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Menntamálaráðuneyti Talibana hefur gefið út að nám muni hefjast aftur næsta laugardag fyrir drengi í sjöunda til tólfta bekk miðskóla. „Allir karlkyns kennarar og nemendur eiga að sækja sínar menntastofnanir,“ kemur fram í tilkynningunni en ekki er heldur minnst á framtíð kvenna í kennarastéttinni. Eru tilmælin sögð minna á aðferðir Talibana á tíunda áratugnum þegar komið var í veg fyrir að stelpur stunduðu nám án þess að banna þeim það með formlegum hætti. Búið að loka kvennamálaráðuneytinu Nýja tilskipunin gerir Afganistan að eina ríkinu í heiminum sem bannar stúlkum að sækja sér framhaldsmenntun og er sögð frekari staðfesting á því að ný stjórn Talibana hyggist þrengja að réttindum kvenna í landinu. Nýverið var greint frá því að byggingin sem hýsti kvennamálaráðuneyti síðustu ríkisstjórna sé nú á forræði ráðuneytis sem kennir sig við eflingu dygða og að aftra lastafullu líferni. Fulltrúar sama ráðuneytis sáu um að refsa konum á tíunda áratugnum með ofbeldisfullum hætti ef þær sáust opinberlega án þess að vera í fylgd karlmanns eða brjóta íhaldssamar reglur um klæðaburð. Fjölmargir Afganar hafa flúið landið með aðstoð erlendra herliða.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Óttast afturhvarf til fortíðar The Guardian hefur eftir Kate Clark, framkvæmdastjóra Afghanistan Analysts Network, að yfirlýst stefna Talibana á tíunda áratugnum hafi verið að opna kvennaskóla aftur þegar öryggisaðstæður leyfðu. Aldrei varð af því í stjórnartíð þeirra. Clark segir að einhverjar stelpur hafi stundað nám í heimahúsum eða í litlum skólum sem hafi verið starfræktir af góðgerðasamtökum en því hafi ávallt fylgt mikil áhætta að kenna stúlkum. „Sá ótti var alltaf fyrir hendi að skólunum yrði lokað eða kennarar handteknir og barðir. Og það gerðist,“ segir Clark sem starfaði í Afganistan þegar landið var síðast undir stjórn Talibana. Menntun kvenna jókst eftir að Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001 og sömuleiðis hlutur þeirra í áhrifastöðum. Talibanastjórnin hefur lofað bót, betrun og mildari stjórnarháttum að þessu sinni og meðal annars lýst því yfir að réttindi kvenna verði virt. Sameinuðu þjóðirnar óttast þrátt fyrir það um stöðu mannréttinda og réttindi kvenna í Afganistan eftir valdatöku þeirra í ágúst. Fjölmargir hafa reynt að flýja landið á síðustu vikum.
Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 14. september 2021 07:01 Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33
Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. 14. september 2021 07:01
Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent