Stöð 2 Sport
Klukkan 15.45 hefst upphitun fyrir stórleiki dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Klukkan 16.10 er svo leikur FH og Breiðabliks á dagskrá. Ef Blikar vinna og Víkingur tapar stigum er Íslandsmeistaratitillinn á leið í Kópavog.
Klukkan 18.25 er svo leikur Vals og KA í beinni útsendingu. Að honum loknum, klukkan 20.30 er Stúkan í beinni. Þar verður farið yfir alla leiki dagsins í Pepsi Max-deildinni.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.00 hefst útsending frá leik New York Jets og New England Patriots í NFL-deildinni. Klukkan 20.25 er svo komið að leik Los Angeles Cargers og Dallas Cowboys.
Stöð 2 Sport 3
Leikur Real Madríd og Hereda San Pablo Burgos í ACB-deildinni á Spáni er á dagskrá klukkan 16.20.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 13.20 er leikur Fram og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta á dagskrá.
Klukkan 16.05 hefst útsendingin fyrir leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 19.00 er komið að Turf-deildinni en þar er keppt í tölvuleiknum Rocket League.
Stöð2.is
Klukkan 13.50 sýnum við beint frá Breiðholti þar sem Leiknir Reykjavík mætir Keflavík í Pepsi Max deild karla sem og frá Akranesi þar sem ÍA tekur á móti Fylki.
Stöð 2 Golf
Klukkan 11.00 hefst útsending frá Opna hollenska. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan er 19.00 er Cambia Portland Classic-mótið á dagskrá en það er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Klukkan 22.00 er svo Fortinet meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni.