Við erum öll hinsegin Viðar Eggertsson skrifar 19. september 2021 22:00 Það eru ekki einungis forréttindi að fá að eldast, heldur líka forréttindi að fá að eldast í jafn framsæknu samfélagi og Íslandi. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var barn og unglingur. Miklar framfarir hafa átt sér stað í réttindum kvenna, réttindum barna, réttindum hinsegins fólks og trans-fólks. Og ég hef verið svo heppinn að hafa verið hluti af þeirri vegferð þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Það sem við gleymum oft í umræðunni um hinsegin málefni er hvernig það er að eldast sem hinsegin manneskja. Hvaða ráðstafanir þurfum við að gera? Og hvað - með fólk sem er að viðurkenna fyrir fjölskyldu og vinum núna, mjög seint á lífsleiðinni að „koma út úr skápnum" eins og við kölluðum þetta í denn. Hinsegin eldri borgarar í dag hafa oft þurft að taka á sig byrðar og ójöfn tækifæri. Orðið fyrir aðkast og hverskyns misrétti. Hópur sem hefur haldið stoltur uppi merki réttlætis og mannréttindabaráttu.. Þetta er hópur fólks sem er kannski lítill í stóra samhenginu, en er fólkið sem barðist fyrir réttindum þínum til þess að fá að vera þú. Viljum við ekki öll fá að vera við sjálf? Fjölbreytileikinn er fallegur og við í Samfylkinginunni viljum að það sé fallegt að eldast - líka sem hinsegin manneskja. Það gerist ekki nema við aukum jöfnuð, styðjum við hinsegin málefni - og síðast en ekki síst: Aukum við stuðning fyrir eldri borgara, líka hinsegin eldri borgara. Hinsegin fólk er á öllum aldri, og það hvernig við tökum fyrsta skrefið í þessum málefnum er það sem skiptir máli. Við skiptum öll máli. Hvort sem við erum svona eða hinsegin. Við eigum samleið því öll erum við einstök. Við eigum samleið um betra líf fyrir okkur öll. Við erum öll hinsegin – á einn eða annan hátt. Höfundur er leikstjóri, hommi, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Hinsegin Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru ekki einungis forréttindi að fá að eldast, heldur líka forréttindi að fá að eldast í jafn framsæknu samfélagi og Íslandi. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var barn og unglingur. Miklar framfarir hafa átt sér stað í réttindum kvenna, réttindum barna, réttindum hinsegins fólks og trans-fólks. Og ég hef verið svo heppinn að hafa verið hluti af þeirri vegferð þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Það sem við gleymum oft í umræðunni um hinsegin málefni er hvernig það er að eldast sem hinsegin manneskja. Hvaða ráðstafanir þurfum við að gera? Og hvað - með fólk sem er að viðurkenna fyrir fjölskyldu og vinum núna, mjög seint á lífsleiðinni að „koma út úr skápnum" eins og við kölluðum þetta í denn. Hinsegin eldri borgarar í dag hafa oft þurft að taka á sig byrðar og ójöfn tækifæri. Orðið fyrir aðkast og hverskyns misrétti. Hópur sem hefur haldið stoltur uppi merki réttlætis og mannréttindabaráttu.. Þetta er hópur fólks sem er kannski lítill í stóra samhenginu, en er fólkið sem barðist fyrir réttindum þínum til þess að fá að vera þú. Viljum við ekki öll fá að vera við sjálf? Fjölbreytileikinn er fallegur og við í Samfylkinginunni viljum að það sé fallegt að eldast - líka sem hinsegin manneskja. Það gerist ekki nema við aukum jöfnuð, styðjum við hinsegin málefni - og síðast en ekki síst: Aukum við stuðning fyrir eldri borgara, líka hinsegin eldri borgara. Hinsegin fólk er á öllum aldri, og það hvernig við tökum fyrsta skrefið í þessum málefnum er það sem skiptir máli. Við skiptum öll máli. Hvort sem við erum svona eða hinsegin. Við eigum samleið því öll erum við einstök. Við eigum samleið um betra líf fyrir okkur öll. Við erum öll hinsegin – á einn eða annan hátt. Höfundur er leikstjóri, hommi, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar