HK vann eins og áður sagði mjög mikilvægan sigur sem lyfti liðinu upp úr fallsæti og felldi Fylki í leiðinni. Valgeir Valgeirsson skoraði sigurmark HK í leiknum eftir að Birnir Snær fékk sitt annað gula spjald.
Birnir Snær verður því í leikbanni er HK heimsækir Kópavogsvöll í lokaumferð deildarinnar. Ívar Örn Jónsson verður einnig í leikbanni og þá haltraði Leifur Andri Leifsson af velli í dag og gæti því farið svo að HK verði án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, ræddi við Stöð 2 Sport að leik loknum.
„Við vorum að dæma hörku leik milli tveggja góðra fótboltaliða. Okkar markmið er að leyfa leiknum að fljóta eins og við getum og ég tel okkur hafa náð því í dag. Lögðum við okkar að mörkum að gera þetta að skemmtilegum leik,“ sagði Vilhjálmur Alvar í viðtali eftir leik.
„Þetta er ekki gróft brot. Ástæðan fyrir því að hann fær spjald er að hann er að stöðva vænlegt upphlaup hjá Stjörnumönnum,“ sagði dómarinn um fyrra spjaldið sem Birnir Snær fékk í kvöld.
Til hvers eru þessir dómarar að mæta í viðtöl ef þeir ætla ekki að viðurkenna augljós mistök. Því miður staðfestir þetta bara hrokann í þeim flestum. Leikmenn og þjálfarar gera mistök en dómarar ekki.
— Max Koala (@Maggihodd) September 20, 2021
„Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur, ég stóð beint fyrir aftan. Það er snerting milli leikmanna beggja liða en í þessu atviki er það leikmaður HK sem býr til snertingu. Fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna gef ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald.“
Hér að neðan má sjá hvað Twitter fannst um ákvörðun Vilhjálms Alvars Þórarinssonar, dómara leiksins, að reka Birni Snæ af velli.
Mínus: samstuð missir jafnvægið ekki víti ekki spjald rangur dómur Plús: dómarar farnir að taka á dýfum eins og t.d í aðdraganda marks HK og í fleiri tilfellum. Að lokum,ekki hlusta á @GummiBen þegar kemur að þessu málefni held hann hafi aldrei séð dýfu finnuralltafsnertingu
— Lárus Sigurðsson (@larussig) September 20, 2021
Óíþróttamannsleg framkoma! erum við að horfa a sama atvik??
— Aron Jóhannsson (@aronjo20) September 20, 2021
Seinna gula fyrir þetta? Þetta er svo mikið grín oft þessir dómar. Bara afþví hann dæmir ekki víti þá þarf hann að reyna vera sniðugur og gefa gult fyrir dýfu. Djók dómur og þetta á að vera einn af okkar fremstu dómurum Vilhjálmur Alvar. Djöfulsins brandari að horfa á þetta
— Sigur ur Gìsli (@SigurdurGisli) September 20, 2021
Það er eitt lið sem er ekki að díla verr við hátt spennustig í lok móts en önnur og það eru dómararnir. Algjörlega galið að henda Birni í sturtu.
— Jóhann Már Kristinsson (@joikidda) September 20, 2021
Vá hvað þetta varð rangur dómur
— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) September 20, 2021
Það gleymist að menn geta dottið inn i teig an þess að vera henda ser niður og reyna að fiska víti #leikskilningtakk
— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) September 20, 2021
Ok þó hann fari mögulega auðveldlega niður er þá svona rosalega nauðsynlegt að reka hann af velli? Stundum verða menn að lesa aðeins í aðstæður. Það gerði Vilhjálmur ekki þarna að mínu mati.
— Rikki G (@RikkiGje) September 20, 2021
Sending Birnir Snær for that dive looked ridiculous btw. If that had cost HK tonight
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) September 20, 2021
Þetta er ekki víti en ekki snjóboltaséns í helvíti að detta sé gult fyrir leikaraskap.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) September 20, 2021

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.