Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. september 2021 07:01 Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ. Procar.is Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. Félag íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB) fjallaði um málið á vef sínum í gær. Snemma árs 2019 viðurkenndu forsvarsmenn bílaleigunnar Procar að hafa skrúfað aftur kílómetrastöðu bílaleigubíla sem settir voru á sölu. Mismikið hafi verið undið ofan af kílómetrateljurum bílanna en í sumum þeirra um tugi þúsunda kílómetra. Viðurkenning kom í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks um málið. Samkvæmt frétt á vef FÍB hefur rannsóknin verið mjög umfangsmikil en er á lokastigi. Þá kemur einnig fram á vef FÍB að Samtök ferðaþjónustunnar vísuðu Procar úr samtökunum eftir umfjöllun Kveiks og bæði lögregla og Samgöngustofa hófu rannsókn á málinu. Procar seldi notaða bíla þar sem kílómetrastaðan hafði verið lækkuð. Samgöngustofa tók ekki mikinn þátt í rannsókninni þar sem Samgöngustofa taldi sig ekki geta svipt bílaleiguna starfsleyfi vegna þess að valdheimildir hennar næðu einungis til starfsemi ökutækjaleiga en ekki til endursölu ökutækja á markaði. Þá fékk Héraðssaksóknari málið til rannsóknar úr höndum lögreglu í lok maí 2019 vegna þess hve umfangsmikið það var. Upplýst var í Kveik að átt hefði verið kílómetrateljara í verulegum fjölda bíla og um langt árabil. Procar Bílaleigur Tengdar fréttir Helmingur þegið bætur frá Procar Fólk fær fjórar vikur til að ákveða hvort það þiggi bæturnar. 30. júní 2019 21:37 Segir niðurstöðu í máli Procar sýna að í lagi sé að svindla á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að niðurstaða Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar þess efnis að hún haldi starfsleyfi sínu feli í sér skýr skilaboð um að í lagi sé að svindla á Íslandi. 5. júní 2019 10:14 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Félag íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB) fjallaði um málið á vef sínum í gær. Snemma árs 2019 viðurkenndu forsvarsmenn bílaleigunnar Procar að hafa skrúfað aftur kílómetrastöðu bílaleigubíla sem settir voru á sölu. Mismikið hafi verið undið ofan af kílómetrateljurum bílanna en í sumum þeirra um tugi þúsunda kílómetra. Viðurkenning kom í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks um málið. Samkvæmt frétt á vef FÍB hefur rannsóknin verið mjög umfangsmikil en er á lokastigi. Þá kemur einnig fram á vef FÍB að Samtök ferðaþjónustunnar vísuðu Procar úr samtökunum eftir umfjöllun Kveiks og bæði lögregla og Samgöngustofa hófu rannsókn á málinu. Procar seldi notaða bíla þar sem kílómetrastaðan hafði verið lækkuð. Samgöngustofa tók ekki mikinn þátt í rannsókninni þar sem Samgöngustofa taldi sig ekki geta svipt bílaleiguna starfsleyfi vegna þess að valdheimildir hennar næðu einungis til starfsemi ökutækjaleiga en ekki til endursölu ökutækja á markaði. Þá fékk Héraðssaksóknari málið til rannsóknar úr höndum lögreglu í lok maí 2019 vegna þess hve umfangsmikið það var. Upplýst var í Kveik að átt hefði verið kílómetrateljara í verulegum fjölda bíla og um langt árabil.
Procar Bílaleigur Tengdar fréttir Helmingur þegið bætur frá Procar Fólk fær fjórar vikur til að ákveða hvort það þiggi bæturnar. 30. júní 2019 21:37 Segir niðurstöðu í máli Procar sýna að í lagi sé að svindla á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að niðurstaða Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar þess efnis að hún haldi starfsleyfi sínu feli í sér skýr skilaboð um að í lagi sé að svindla á Íslandi. 5. júní 2019 10:14 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Helmingur þegið bætur frá Procar Fólk fær fjórar vikur til að ákveða hvort það þiggi bæturnar. 30. júní 2019 21:37
Segir niðurstöðu í máli Procar sýna að í lagi sé að svindla á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að niðurstaða Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar þess efnis að hún haldi starfsleyfi sínu feli í sér skýr skilaboð um að í lagi sé að svindla á Íslandi. 5. júní 2019 10:14