Bílaleigur

Fréttamynd

Allir í limbói vegna fyrir­hugaðra breytinga á vöru­gjaldi

Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­víst hvort fram­boð anni eftir­spurn

Töluvert minni eftirspurn er eftir raforku hér á landi en síðustu ár og orkuskiptin ganga mun hægar en vonast var til. Þetta kemur fram í nýrri Orkuspá fyrir næstu 25 ár. Sérfræðingur gerir ráð fyrir því að töluvert magn orku muni aldrei ná nýtast. 

Innlent
Fréttamynd

Feta ein­stigi milli metnaðar og raun­sæis í lofts­lags­mark­miði

Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun.

Innlent
Fréttamynd

Dældi dísil á bensín­bíl en fær kostnaðinn endur­greiddan

Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða.

Neytendur
Fréttamynd

Ferða­maður ók húsbíl niður göngu­stíg

Ferðamaður ók húsbíl inn á göngustíg við gatnamót Laugavegs og Kringlumýrarbrautar eftir að hafa næstum ekið yfir gangandi vegfaranda á gangbraut gatnanna á milli. Útleigjandinn segir það ekki á ábyrgð bílaleiga að upplýsa leigjendur um að forðast eigi að aka á göngustígum.

Innlent
Fréttamynd

Arctic Adventures kaupir Happy Campers

Arctic Adventures hefur fest kaup á öllu hlutafé í Happy Campers. Frá þessu er greint í tilkynningu, en Happy Campers, sem var stofnað árið 2009, hefur starfrækt húsbílaleigu hér á landi, en velta félagsins mun hafa verið um einn milljarður á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í vand­ræðum í Bláa lóninu

Ökumaður bíls komst í hann krappann á bílastæði Bláa lónsins í gær þegar bíll hans endaði úti í skurði. Bandarískur ferðamaður festi vandræðin á filmu.

Lífið
Fréttamynd

Ferða­menn lentu í vand­ræðum á bíl keyrðum 250 þúsund kíló­metra

Kanadísk hjón á ferð um landið lentu í hættu við akstur í rigningu á Vestfjörðum þegar bílaleigubíll sem þau höfðu leigt flaut upp og lét ekki að stjórn. Eyþór Eðvarðsson var staddur á sama hóteli og þau og heyrði þau útundan sér ræða bílavandræði sín. Í ljós kom að dekkin á bílnum voru handónýt og auk þess hafði bíllinn verið ekinn tæplega 250 þúsund kílómetra.

Innlent
Fréttamynd

Villta vestrið í gjald­töku bílastæða

Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka gjaldtöku á bílstæðum eftir að FIB benti á ófremdarástand á markaðnum. Framkvæmdastjóri félagsins segir neytendur verða fyrir barðinu á græðgisvæðingu og frumskógi innheimtuleiða.

Neytendur
Fréttamynd

Bíla­leigan Blue Car með metaf­komu eftir að veltan nærri tvö­faldaðist

Hraður uppgangur ferðaþjónustunnar eftir faraldurinn, sem birtist meðal annars í skorti á bílaleigubílum síðasta sumar, skilaði sér í metafkomu einnar stærstu bílaleigu landsins sem hagnaðist um 1.700 milljónir á árinu 2022, jafn mikið og nemur uppsöfnuðum hagnaði fyrirtækisins frá stofnum fyrir meira en áratug. Mikill afkomubati hefur þýtt að Blue Car Rental hefur greitt eigendum sínum 1,8 milljarð króna í arð fyrir síðustu tvö rekstrarár. 

Innherji