Hverjar mæta Evrópumeisturunum í roki og rigningu í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2021 08:01 Íslenska liðið lék síðast í júní þegar það mætti Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum og vann þá báða. vísir/Hulda Margrét Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld í leik sem gæti ráðið miklu um möguleika íslenska liðsins á að komast í fyrsta sinn á HM kvenna í fótbolta. Þorsteinn Halldórsson getur teflt fram sterku byrjunarliði. Það er útlit fyrir allhvassan vind og skúri í Laugardalnum í kvöld þegar flautað verður til leiks í þessum fyrsta leik Íslands í nýrri undankeppni HM. Evrópumeistarar Hollands mæta hungraðir í sigur eftir óvænt 1-1 jafntefli við Tékkland á föstudaginn. Ísland er með sitt sterkasta lið að mestu leyti ef undan er skilin sú staðreynd að Sara Björk Gunnarsdóttir er í barneignaleyfi og þær Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir meiddar. Vísir veltir í dag upp mögulegu byrjunarliði í leiknum sem hefst klukkan 18.45, og telur að það muni líta svona út: Ísland (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir – Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Sveindís Jane Jónsdóttir ætti að vera full sjálfstrausts eftir glæsimark í síðasta leik með Kristianstad í Svíþjóð.vísir/Hulda Margrét Mark: Miðað við orð landsliðsþjálfarans má ætla að Sandra byrji í markinu eftir gott tímabil með Íslandsmeisturum Vals. Hún er langreynslumesti markvörður hópsins en hin 18 ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið að gera sig gildandi í sænsku úrvalsdeildinni og var í úrvalsliði síðustu umferðar. Vörn: Elísa Viðarsdóttir er eini eiginlegi hægri bakvörðurinn í hópnum en nú þegar Sif Atladóttir er mætt aftur eftir barneignir, og að spila vel með Kristianstad í Svíþjóð, tippum við á að Sif komi inn í miðja vörnina og að Ingibjörg fari í stöðu hægri bakvarðar. Guðný Árnadóttir, sem er á toppi ítölsku deildarinnar með AC Milan, gæti einnig leyst hlutverk hægri bakvarðar og þær Glódís og Ingibjörg áfram verið miðvarðapar liðsins. Hallbera eða Harvard-neminn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrja í stöðu vinstri bakvarðar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður með fyrirliðabandið í dag.vísir/Hulda Margrét Miðja: Alexandra hefur komið inn á í fyrstu þremur leikjum Frankfurt á tímabilinu en liðið hefur unnið þá alla og er í toppbaráttunni í Þýskalandi. Hún verður væntanlega öftust á miðjunni með reynsluboltana Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur þar fyrir framan. Gunnhildur Yrsa er fastamaður í einu besta liði Bandaríkjanna, Orlando Pride, og Dagný lék allan leikinn fyrir West Ham í 1-1 jafntefli gegn Aston Villa í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Sókn: Agla María Albertsdóttir gæti hæglega verið í byrjunarliðinu eftir frábært tímabil með Breiðabliki, og það er spurning hvort að hin 17 ára Amanda Andradóttir fái sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. Elín Metta er ekki til taks vegna meiðsla en ætla má að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem nú leikur með Hammarby í Svíþjóð, fái tækifæri á toppnum. Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verða líklega á köntunum en Sveindís skoraði mark síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni með glæsilegum hætti á meðan að Karólína á eftir að spila sínar fyrstu mínútur með stórliði Bayern München á þessu tímabili. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. 10. september 2021 08:31 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
Það er útlit fyrir allhvassan vind og skúri í Laugardalnum í kvöld þegar flautað verður til leiks í þessum fyrsta leik Íslands í nýrri undankeppni HM. Evrópumeistarar Hollands mæta hungraðir í sigur eftir óvænt 1-1 jafntefli við Tékkland á föstudaginn. Ísland er með sitt sterkasta lið að mestu leyti ef undan er skilin sú staðreynd að Sara Björk Gunnarsdóttir er í barneignaleyfi og þær Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir meiddar. Vísir veltir í dag upp mögulegu byrjunarliði í leiknum sem hefst klukkan 18.45, og telur að það muni líta svona út: Ísland (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir – Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Sveindís Jane Jónsdóttir ætti að vera full sjálfstrausts eftir glæsimark í síðasta leik með Kristianstad í Svíþjóð.vísir/Hulda Margrét Mark: Miðað við orð landsliðsþjálfarans má ætla að Sandra byrji í markinu eftir gott tímabil með Íslandsmeisturum Vals. Hún er langreynslumesti markvörður hópsins en hin 18 ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið að gera sig gildandi í sænsku úrvalsdeildinni og var í úrvalsliði síðustu umferðar. Vörn: Elísa Viðarsdóttir er eini eiginlegi hægri bakvörðurinn í hópnum en nú þegar Sif Atladóttir er mætt aftur eftir barneignir, og að spila vel með Kristianstad í Svíþjóð, tippum við á að Sif komi inn í miðja vörnina og að Ingibjörg fari í stöðu hægri bakvarðar. Guðný Árnadóttir, sem er á toppi ítölsku deildarinnar með AC Milan, gæti einnig leyst hlutverk hægri bakvarðar og þær Glódís og Ingibjörg áfram verið miðvarðapar liðsins. Hallbera eða Harvard-neminn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrja í stöðu vinstri bakvarðar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður með fyrirliðabandið í dag.vísir/Hulda Margrét Miðja: Alexandra hefur komið inn á í fyrstu þremur leikjum Frankfurt á tímabilinu en liðið hefur unnið þá alla og er í toppbaráttunni í Þýskalandi. Hún verður væntanlega öftust á miðjunni með reynsluboltana Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur þar fyrir framan. Gunnhildur Yrsa er fastamaður í einu besta liði Bandaríkjanna, Orlando Pride, og Dagný lék allan leikinn fyrir West Ham í 1-1 jafntefli gegn Aston Villa í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Sókn: Agla María Albertsdóttir gæti hæglega verið í byrjunarliðinu eftir frábært tímabil með Breiðabliki, og það er spurning hvort að hin 17 ára Amanda Andradóttir fái sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. Elín Metta er ekki til taks vegna meiðsla en ætla má að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem nú leikur með Hammarby í Svíþjóð, fái tækifæri á toppnum. Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verða líklega á köntunum en Sveindís skoraði mark síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni með glæsilegum hætti á meðan að Karólína á eftir að spila sínar fyrstu mínútur með stórliði Bayern München á þessu tímabili.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. 10. september 2021 08:31 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01
„Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00
Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. 10. september 2021 08:31