Anníe Mist nú orðin fjárfestir í anda NBA stjarnanna Lebrons og Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 08:31 Anníe Mist var í sólskinskapi þegra hún sagði frá fjárfestingu sinni. Instagram/@anniethorisdottir Þriðja hraustasta CrossFit kona heims er farinn að huga að framtíðinni eftir CrossFit og það kallar umfjöllun í einum aðal CrossFit miðlinum. Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur verið brautryðjandi á ferli sínum í CrossFit íþróttinni og hún er hvergi nærri hætt að fara nýjar leiðir. Ný fjárfesting hennar vekur sérstaka athygli hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up. Fréttirnar sem kalla á umfjöllun Morning Chalk Up eru þær sem komu nýverið af fjárfestingu Anníe í drykkjavöruframleiðandanum Yerbae. Yerbae framleiðir koffendrykk sem er sterkari en kaffi og svart te. Anníe hafði áður samið um að verða sendiherra fyrirtækisins fyrir heimsleikana í haust og var þá fyrsti íþróttamaðurinn sem gekk til liðs við stofnendurna Karrie og Todd Gibson. Sex vikum seinna hefur Anníe tekið að sér stærra hlutverk með því að fjárfesta í fyrirtækinu og taka um leið að sér sæti í stjórn þess. Morning Chalk Up segir að þetta skref sem Anníe tekur sé að mörgu leiti einstakt fyrir CrossFit íþróttamann og líkir því sem aðrir stórir atvinnuíþróttamenn í öðrum íþróttagreinum hafa verið að gera. Það sem sker sig hér úr er að Anníe er að fjárfesta í fyrirtæki sem hefur í raun ekkert með CrossFit að gera. Hingað til hefur CrossFit fólk aðallega fjárfest í CrossFit-íþróttasölum eða öðrum rekstri tengdum íþróttinni. NBA stjörnurnar Lebron James og Steph Curry eru nefndir til sögunnar í grein Morning Chalk Up en báðir hafa þeir fjárfest hundruð milljóna í verðbréfum ýmissa fyrirtækja. Blaðamaðurinn segir að Anníe sé nú að fara svipaða leið. Í grein Morning Chalk Up er bent á það að þetta skref sem Anníe tekur gæti verið ný leið fyrir CrossFit fólk í framtíðinni. Íþróttafólkið gæti stigið skref í átta að framtíð sinni eftir íþróttina með því að fjárfesta í fyrirtækjum utan CrossFit heimsins. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur verið brautryðjandi á ferli sínum í CrossFit íþróttinni og hún er hvergi nærri hætt að fara nýjar leiðir. Ný fjárfesting hennar vekur sérstaka athygli hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up. Fréttirnar sem kalla á umfjöllun Morning Chalk Up eru þær sem komu nýverið af fjárfestingu Anníe í drykkjavöruframleiðandanum Yerbae. Yerbae framleiðir koffendrykk sem er sterkari en kaffi og svart te. Anníe hafði áður samið um að verða sendiherra fyrirtækisins fyrir heimsleikana í haust og var þá fyrsti íþróttamaðurinn sem gekk til liðs við stofnendurna Karrie og Todd Gibson. Sex vikum seinna hefur Anníe tekið að sér stærra hlutverk með því að fjárfesta í fyrirtækinu og taka um leið að sér sæti í stjórn þess. Morning Chalk Up segir að þetta skref sem Anníe tekur sé að mörgu leiti einstakt fyrir CrossFit íþróttamann og líkir því sem aðrir stórir atvinnuíþróttamenn í öðrum íþróttagreinum hafa verið að gera. Það sem sker sig hér úr er að Anníe er að fjárfesta í fyrirtæki sem hefur í raun ekkert með CrossFit að gera. Hingað til hefur CrossFit fólk aðallega fjárfest í CrossFit-íþróttasölum eða öðrum rekstri tengdum íþróttinni. NBA stjörnurnar Lebron James og Steph Curry eru nefndir til sögunnar í grein Morning Chalk Up en báðir hafa þeir fjárfest hundruð milljóna í verðbréfum ýmissa fyrirtækja. Blaðamaðurinn segir að Anníe sé nú að fara svipaða leið. Í grein Morning Chalk Up er bent á það að þetta skref sem Anníe tekur gæti verið ný leið fyrir CrossFit fólk í framtíðinni. Íþróttafólkið gæti stigið skref í átta að framtíð sinni eftir íþróttina með því að fjárfesta í fyrirtækjum utan CrossFit heimsins. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Sjá meira