„Ákváðum að taka á því allra versta“ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2021 09:00 Þórður Ingason og Kjartan Henry Finnbogason fengu að líta rauða spjaldið eftir að hafa hagað sér verst af mörgum sem fóru yfir strikið í lok leiks í Vesturbænum. Stöð 2 Sport Þorvaldur Árnason dómari viðurkennir að hægt hefði verið að spjalda fleiri leikmenn en þá Kjartan Henry Finnbogason og Þórð Ingason, eftir stimpingarnar undir lok leiks KR og Víkings í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Þorvaldur rak Kjartan af velli og sýndi Þórði, sem var varamarkvörður Víkings, einnig rauða spjaldið, í uppbótartíma leiksins. Ryskingarnar áttu sér stað í aðdraganda þess að Þorvaldur dæmdi svo vítaspyrnu á Víkinga sem Ingvar Jónsson varði og tryggði þar með Víkingi 2-1 sigur og sæti á toppi deildarinnar. Hajrudin Cardaklija, markmannsþjálfari Víkings, fékk einnig rautt spjald þegar leiknum lauk. En fyrir hvað voru rauðu spjöldin? „Þórður Ingason fyrir ofsafengna framkomu. Hann er að hita upp fyrir aftan markið og kemur inn og er í „fighting“, eins og við sjáum. Hann er ekki að hita upp heldur gera eitthvað allt annað, og við verðum að taka á því,“ sagði Þorvaldur í samtali við Rikka G en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Þorvaldur um rauðu spjöldin Þorvaldur tók undir að hægt hefði verið að spjalda fleiri en taldi ekki rétt að gera það: „Þetta er nú svona atvik þar sem maður þarf að velja það versta úr. Þarna hefðum við getað farið í „raðspjöld“ eins og var gert í gamla daga en við ákváðum að taka á því allra versta. Okkar mat var það að Þórður Ingason væri kominn langt út fyrir það sem hann á að gera, og Kjartan Henry hreinlega slær Þórð hnefahöggi,“ sagði Þorvaldur og bætti við: „Við getum pikkað út fullt af mönnum þarna. Þarna eru menn á gulu spjaldi sem tóku þátt í einhverjum „fighting“ og hefðu getað fengið seinna gula. Á þessari stundu í leiknum ákváðum við að taka einn úr hvoru liði og þetta voru þeir verstu.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Þorvaldur um vítið: Höndin eða vindhviða og það var logn í Vesturbæ Þorvaldur Árnason, dómarinn í miklum hitaleik KR og Víkings á sunnudaginn, mætti í heimsókn til Rikka G og fór yfir stærstu atvikin í leiknum. Vítið sem hann dæmdi á Víkinga í lokin var vegna þess að Kári Árnason handlék boltann. 21. september 2021 07:30 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þorvaldur rak Kjartan af velli og sýndi Þórði, sem var varamarkvörður Víkings, einnig rauða spjaldið, í uppbótartíma leiksins. Ryskingarnar áttu sér stað í aðdraganda þess að Þorvaldur dæmdi svo vítaspyrnu á Víkinga sem Ingvar Jónsson varði og tryggði þar með Víkingi 2-1 sigur og sæti á toppi deildarinnar. Hajrudin Cardaklija, markmannsþjálfari Víkings, fékk einnig rautt spjald þegar leiknum lauk. En fyrir hvað voru rauðu spjöldin? „Þórður Ingason fyrir ofsafengna framkomu. Hann er að hita upp fyrir aftan markið og kemur inn og er í „fighting“, eins og við sjáum. Hann er ekki að hita upp heldur gera eitthvað allt annað, og við verðum að taka á því,“ sagði Þorvaldur í samtali við Rikka G en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Þorvaldur um rauðu spjöldin Þorvaldur tók undir að hægt hefði verið að spjalda fleiri en taldi ekki rétt að gera það: „Þetta er nú svona atvik þar sem maður þarf að velja það versta úr. Þarna hefðum við getað farið í „raðspjöld“ eins og var gert í gamla daga en við ákváðum að taka á því allra versta. Okkar mat var það að Þórður Ingason væri kominn langt út fyrir það sem hann á að gera, og Kjartan Henry hreinlega slær Þórð hnefahöggi,“ sagði Þorvaldur og bætti við: „Við getum pikkað út fullt af mönnum þarna. Þarna eru menn á gulu spjaldi sem tóku þátt í einhverjum „fighting“ og hefðu getað fengið seinna gula. Á þessari stundu í leiknum ákváðum við að taka einn úr hvoru liði og þetta voru þeir verstu.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Þorvaldur um vítið: Höndin eða vindhviða og það var logn í Vesturbæ Þorvaldur Árnason, dómarinn í miklum hitaleik KR og Víkings á sunnudaginn, mætti í heimsókn til Rikka G og fór yfir stærstu atvikin í leiknum. Vítið sem hann dæmdi á Víkinga í lokin var vegna þess að Kári Árnason handlék boltann. 21. september 2021 07:30 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þorvaldur um vítið: Höndin eða vindhviða og það var logn í Vesturbæ Þorvaldur Árnason, dómarinn í miklum hitaleik KR og Víkings á sunnudaginn, mætti í heimsókn til Rikka G og fór yfir stærstu atvikin í leiknum. Vítið sem hann dæmdi á Víkinga í lokin var vegna þess að Kári Árnason handlék boltann. 21. september 2021 07:30
„Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37
Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð