Gætu endað alveg jöfn í fallbaráttu Pepsi Max en E-liðurinn myndi þá fella lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 13:30 Skagamenn þurfa bara að treysta á sjálfan sig. Vísir/Hulda Margrét Þrjú lið gætu endað alveg jöfn eftir lokaumferðina í Pepsi Max deildinni en aðeins eitt þeirra myndi falla. Vísir hefur skoðað reglugerðina yfir hvað ræður úrslitum þegar lið enda með jafnmörg stig og sömu markatölu. Sigur HK á Stjörnunni í gær þýðir að Fylkisliðið er fallið úr Pepsi Max deild karla en það verður aftur á móti mikil spenna í lokaumferðinni um hvaða lið fylgir Árbæingum niður í Lengjudeildina. Sú staða gæti komið upp að liðin sem eru í fallsæti, Keflavík, HK og ÍA gætu öll endað með jafnmörg stig og jafna markatölu eftir lokaumferðina. Liðin eru nú með 21 stig (Keflavík), 20 stig (HK) og 18 stig (ÍA) en Skagamenn eru með þetta í eigin höndum því þeir mæta Keflvíkingum í lokaumferðinni. Öll þessi lið gætu líka endað með 21 stig og jafna markatölu og það þyrfti ekkert fáránleg úrslit til þess. Vinni ÍA eins marks sigur á Keflavík á sama tíma og HK gerir jafntefli við Breiðablik þá myndu öll þrjú liðin enda með 21 stig og 15 mörk í mínus í markatölu. Skagamenn stæðu þá best að vígi og myndu taka níunda sætið á flestum mörkum skoruðu. HK og Keflavík gætu hins vegar endað með jafnmörg stig og nákvæmlega sömu markatölu. Það yrði niðurstaðan ef HK gerir jafntefli og Keflavík tapar en Keflvíkingar fá á sig einu marki meira en HK. Fari sem dæmi 1-0 fyrir ÍA á móti Keflavík á sama tíma og HK gerði markalaust jafntefli við Breiðablik þá myndu HK og Keflavík enda nákvæmlega jöfn í tíunda sætinu með 21 stig og markatöluna 21-36. En hvað ræður þá hvort liðið fellur? Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þá værum við þarna komin niður í D-lið. Þar eru tekin saman fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. HK og Keflavík hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar. Keflavík vann 2-0 sigur í Keflavík en HK vann 1-0 sigur í Kórnum. Bæði því með þrjú stig í innbyrðis leikjum. Það þyrfti því að fara alla leið niður í E-lið til að skera úr um það hvort liðið félli. Þar er tekinn saman markamismunur í innbyrðis leikjum og þar er Keflavík með eins marks forskot. Það eru líka til F- og G- liður sem eru fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum og fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Væri það líka jafnt þyrftu liðin að leika úrslitaleik um sætið. Það gerist þó ekki í ár. Reglugerð númer 21.3 hjá KSÍ yfir knattspyrnumót 21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein 21.4): - a. Fjöldi stiga. b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). c. Fjöldi skoraðra marka. d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. - Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti. Pepsi Max-deild karla ÍA HK Keflavík ÍF Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Sigur HK á Stjörnunni í gær þýðir að Fylkisliðið er fallið úr Pepsi Max deild karla en það verður aftur á móti mikil spenna í lokaumferðinni um hvaða lið fylgir Árbæingum niður í Lengjudeildina. Sú staða gæti komið upp að liðin sem eru í fallsæti, Keflavík, HK og ÍA gætu öll endað með jafnmörg stig og jafna markatölu eftir lokaumferðina. Liðin eru nú með 21 stig (Keflavík), 20 stig (HK) og 18 stig (ÍA) en Skagamenn eru með þetta í eigin höndum því þeir mæta Keflvíkingum í lokaumferðinni. Öll þessi lið gætu líka endað með 21 stig og jafna markatölu og það þyrfti ekkert fáránleg úrslit til þess. Vinni ÍA eins marks sigur á Keflavík á sama tíma og HK gerir jafntefli við Breiðablik þá myndu öll þrjú liðin enda með 21 stig og 15 mörk í mínus í markatölu. Skagamenn stæðu þá best að vígi og myndu taka níunda sætið á flestum mörkum skoruðu. HK og Keflavík gætu hins vegar endað með jafnmörg stig og nákvæmlega sömu markatölu. Það yrði niðurstaðan ef HK gerir jafntefli og Keflavík tapar en Keflvíkingar fá á sig einu marki meira en HK. Fari sem dæmi 1-0 fyrir ÍA á móti Keflavík á sama tíma og HK gerði markalaust jafntefli við Breiðablik þá myndu HK og Keflavík enda nákvæmlega jöfn í tíunda sætinu með 21 stig og markatöluna 21-36. En hvað ræður þá hvort liðið fellur? Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þá værum við þarna komin niður í D-lið. Þar eru tekin saman fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. HK og Keflavík hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar. Keflavík vann 2-0 sigur í Keflavík en HK vann 1-0 sigur í Kórnum. Bæði því með þrjú stig í innbyrðis leikjum. Það þyrfti því að fara alla leið niður í E-lið til að skera úr um það hvort liðið félli. Þar er tekinn saman markamismunur í innbyrðis leikjum og þar er Keflavík með eins marks forskot. Það eru líka til F- og G- liður sem eru fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum og fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Væri það líka jafnt þyrftu liðin að leika úrslitaleik um sætið. Það gerist þó ekki í ár. Reglugerð númer 21.3 hjá KSÍ yfir knattspyrnumót 21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein 21.4): - a. Fjöldi stiga. b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). c. Fjöldi skoraðra marka. d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. - Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti.
Reglugerð númer 21.3 hjá KSÍ yfir knattspyrnumót 21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein 21.4): - a. Fjöldi stiga. b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). c. Fjöldi skoraðra marka. d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. - Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti.
Pepsi Max-deild karla ÍA HK Keflavík ÍF Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira