Flokkurinn sem framkvæmir Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 23. september 2021 07:31 Árið er 2014. Ég er í tíunda bekk í Hagaskóla og stekk niður í smíðastofuna því annar tími féll niður. Ég fékk að búa til mitt fyrsta mótmælaskilti og var á leið á Austurvöll daginn eftir. Tilefnið var að mótmæla því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi svikið loforð sitt um að þjóðin fengi loksins að kjósa um ESB en báðir flokkur höfðu lýst því yfir að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Ég var ekki endilega mikill Evrópusinni en mér þótti ömurlegt að enn og aftur væru stjórnmálamenn að fara á bak orða sinna. Á skiltinu mínu stóð „Það er ljótt að plata“, boðskapur sem börn geta meðtekið auðveldlega en gleymist fljótt á fullorðinsárum stjórnmálamanna. Árið er 2016. Ég er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég vakna eldsnemma, vopnuð krítarspreyi og herja á borgina ásamt fríðu föruneyti með þeim einföldu skilaboðum „Bless Simmi“. Seinna sama dag fórum við ásamt 26 þúsund manns á Austurvöll. Þá var ég vopnuð melódíku og spilaði með hljómsveit lag sem ég fæ ennþá á heilann, með þeim stórkostlega texta „Þið eruð rekin, þið eruð rekin!“ Þreyttur mótmælandi finnur sér flokk Ég hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum en var orðin langþreytt á því að mótmæla spilltum og aðgerðalausum stjórnmálamönnum. Þegar ég leitaði til flokka sem ég heillaðist af fyrir feminískar áherslur, umhverfismál eða frelsismál þá kom alltaf til þess að ég varð afhuga flokkunum vegna þess að enginn þeirra hafði allt þrennt. Vorið 2016 breyttist það hins vegar. 25. maí 2016 var Viðreisn stofnuð, sem ég fylgdist með vegna þess að ég þekkti fólk sem kom að stofnun flokksins. Engu að síður var ég þreytt og ekkert sérlega vongóð um að þarna væri flokkur sem hefði allt sem ég lagði áherslu á: femínisma, umhverfismál, frelsismál og að innan flokksins væri ekki ágreiningur um að þau mál væru mikilvæg. Ég mætti á opinn fund ungliðahreyfingarinnar áður en flokkurinn var formlega stofnaður. Ég spurði um allt á milli himins og jarðar og mér til mikillar gleði voru svörin einfaldlega „Já, við erum sammála þér“. Ég fór hægt og rólega að taka þátt og áður en ég vissi af var tilheyrði ég flokki sem ég hef átt mikla samleið með allar götur síðan. Þetta er flokkur sem hlustar á raddir ungs fólks og á síðustu árum hef ég náð að koma málum á stefnuskrá Viðreisnar sem ég hefði sennilega ekki komið í gegn á öðrum vettvangi. Lögleiðingu dánaraðstoðar, vímuefna, skaðaminnkandi nálgun á kynlífsvinnu og þolenda vændis, móttöku loftslagsflóttafólks og svo mætti lengi telja. Í vor var mér svo boðið 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður, raunhæfu varaþingmannssæti og ef vel gengur e.t.v. þingsæti. Verður mótmælandi að þingmanni? Mig langar á þing til þess að berjast fyrir samfélagi sem tekur utan um fólk en útskúfar því ekki úr samfélaginu fyrir það eitt að villast af leið. Mig langar að taka á loftslagsmálum af hörku, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og niðurgreiddri sálfræðiþjónustu. Mig langar að Viðreisn sé með stóran þingflokk svo að mál sem þessi hljóti brautargengi á þingi. Mig langar að losa okkur undan íhaldsstjórn og færa okkur í áttina að frjálslyndu samfélagi þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Mig langar ekki lengur að vera áhorfandi með mótmælaspjald fyrir utan veggi Alþingis, heldur gera mitt besta til að eiga sæti þar inni til þess að framkvæma loksins þessi mál sem hafa setið á hakanum of lengi. Til þess að samfélag sem byggir á jafnrétti, frelsi og umhverfisvernd verði að veruleika þarf að kjósa Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Annars boðum við yfir okkur, enn og aftur, íhaldið og kyrrstöðuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2014. Ég er í tíunda bekk í Hagaskóla og stekk niður í smíðastofuna því annar tími féll niður. Ég fékk að búa til mitt fyrsta mótmælaskilti og var á leið á Austurvöll daginn eftir. Tilefnið var að mótmæla því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi svikið loforð sitt um að þjóðin fengi loksins að kjósa um ESB en báðir flokkur höfðu lýst því yfir að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Ég var ekki endilega mikill Evrópusinni en mér þótti ömurlegt að enn og aftur væru stjórnmálamenn að fara á bak orða sinna. Á skiltinu mínu stóð „Það er ljótt að plata“, boðskapur sem börn geta meðtekið auðveldlega en gleymist fljótt á fullorðinsárum stjórnmálamanna. Árið er 2016. Ég er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég vakna eldsnemma, vopnuð krítarspreyi og herja á borgina ásamt fríðu föruneyti með þeim einföldu skilaboðum „Bless Simmi“. Seinna sama dag fórum við ásamt 26 þúsund manns á Austurvöll. Þá var ég vopnuð melódíku og spilaði með hljómsveit lag sem ég fæ ennþá á heilann, með þeim stórkostlega texta „Þið eruð rekin, þið eruð rekin!“ Þreyttur mótmælandi finnur sér flokk Ég hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum en var orðin langþreytt á því að mótmæla spilltum og aðgerðalausum stjórnmálamönnum. Þegar ég leitaði til flokka sem ég heillaðist af fyrir feminískar áherslur, umhverfismál eða frelsismál þá kom alltaf til þess að ég varð afhuga flokkunum vegna þess að enginn þeirra hafði allt þrennt. Vorið 2016 breyttist það hins vegar. 25. maí 2016 var Viðreisn stofnuð, sem ég fylgdist með vegna þess að ég þekkti fólk sem kom að stofnun flokksins. Engu að síður var ég þreytt og ekkert sérlega vongóð um að þarna væri flokkur sem hefði allt sem ég lagði áherslu á: femínisma, umhverfismál, frelsismál og að innan flokksins væri ekki ágreiningur um að þau mál væru mikilvæg. Ég mætti á opinn fund ungliðahreyfingarinnar áður en flokkurinn var formlega stofnaður. Ég spurði um allt á milli himins og jarðar og mér til mikillar gleði voru svörin einfaldlega „Já, við erum sammála þér“. Ég fór hægt og rólega að taka þátt og áður en ég vissi af var tilheyrði ég flokki sem ég hef átt mikla samleið með allar götur síðan. Þetta er flokkur sem hlustar á raddir ungs fólks og á síðustu árum hef ég náð að koma málum á stefnuskrá Viðreisnar sem ég hefði sennilega ekki komið í gegn á öðrum vettvangi. Lögleiðingu dánaraðstoðar, vímuefna, skaðaminnkandi nálgun á kynlífsvinnu og þolenda vændis, móttöku loftslagsflóttafólks og svo mætti lengi telja. Í vor var mér svo boðið 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður, raunhæfu varaþingmannssæti og ef vel gengur e.t.v. þingsæti. Verður mótmælandi að þingmanni? Mig langar á þing til þess að berjast fyrir samfélagi sem tekur utan um fólk en útskúfar því ekki úr samfélaginu fyrir það eitt að villast af leið. Mig langar að taka á loftslagsmálum af hörku, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og niðurgreiddri sálfræðiþjónustu. Mig langar að Viðreisn sé með stóran þingflokk svo að mál sem þessi hljóti brautargengi á þingi. Mig langar að losa okkur undan íhaldsstjórn og færa okkur í áttina að frjálslyndu samfélagi þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Mig langar ekki lengur að vera áhorfandi með mótmælaspjald fyrir utan veggi Alþingis, heldur gera mitt besta til að eiga sæti þar inni til þess að framkvæma loksins þessi mál sem hafa setið á hakanum of lengi. Til þess að samfélag sem byggir á jafnrétti, frelsi og umhverfisvernd verði að veruleika þarf að kjósa Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Annars boðum við yfir okkur, enn og aftur, íhaldið og kyrrstöðuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun