Þorsteinn um mótherja kvöldsins: Þetta er gott sóknarlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 16:00 Þorsteinn Halldórsson er þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Skjámynd/S2 Sport Nú er komið að fyrsta stóra prófinu hjá landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni sem stýrir sínum fyrsta keppnisleik í kvöld á móti Evrópumeisturum Hollands. Hollenska liðið er í fjórða sæti á heimslistanum og vann silfur á síðasta HM og gull á síðasta EM. Það er því eitt besta kvennalandslið heims sem mætir á Laugardalsvöllinn í kvöld. „Þetta er gott sóknarlið og þær spila hátt upp á vellinum og vilja stýra leikjum. Sóknarlína þeirra er gríðarlega sterk og þær eru með hættulega leikmenn í öllum þeim stöðum. Það er í grunninn styrkleiki hollenska liðsins og við ætlum að reyna að nýta okkur það ef þær fara að reyna að sækja mjög mikið á móti okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson Hverjir eru helstu veikleikar hollenska liðsins sem íslensku stelpurnar ættu að geta nýtt sér í kvöld? „Við gætum nýtt okkur það ef að þær eru komnar mjög hátt upp með liðið, þær vilja fara hátt upp með liðið og hátt upp með bakverðina og annað. Þá þurfa þær að verjast á stóru svæði þegar við vinnum boltann. Við eigum að geta nýtt okkur það ef við náum að halda leikmönnum framarlega líka. Við getum þá unnið boltann framarlega og spilað honum fram á við. Það er lykillinn að sigri á móti þeim á morgun,“ sagði Þorsteinn. Hollendingar hafa spilað töluvert fleiri leiki síðustu mánuði en íslensku stelpurnar. Skiptir það máli í kvöld? „Svona fyrirfram ætti það að vera betra fyrir þær en maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hlutunum þegar þær eru komnar með nýjan þjálfara og það eru breytingar í gangi. Ég persónulega hefði ekki viljað fara beint í keppnisleik án þess að taka æfingaleik þó að liðið væri orðið rútenerað. Þú þarft alltaf að koma með þitt inn. Í sjálfu sér voru litlar breytingar í þeirra taktíska leik og hugmyndafræði í fyrsta leiknum hjá honum,“ sagði Þorsteinn. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01 „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 „Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Sjá meira
Hollenska liðið er í fjórða sæti á heimslistanum og vann silfur á síðasta HM og gull á síðasta EM. Það er því eitt besta kvennalandslið heims sem mætir á Laugardalsvöllinn í kvöld. „Þetta er gott sóknarlið og þær spila hátt upp á vellinum og vilja stýra leikjum. Sóknarlína þeirra er gríðarlega sterk og þær eru með hættulega leikmenn í öllum þeim stöðum. Það er í grunninn styrkleiki hollenska liðsins og við ætlum að reyna að nýta okkur það ef þær fara að reyna að sækja mjög mikið á móti okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson Hverjir eru helstu veikleikar hollenska liðsins sem íslensku stelpurnar ættu að geta nýtt sér í kvöld? „Við gætum nýtt okkur það ef að þær eru komnar mjög hátt upp með liðið, þær vilja fara hátt upp með liðið og hátt upp með bakverðina og annað. Þá þurfa þær að verjast á stóru svæði þegar við vinnum boltann. Við eigum að geta nýtt okkur það ef við náum að halda leikmönnum framarlega líka. Við getum þá unnið boltann framarlega og spilað honum fram á við. Það er lykillinn að sigri á móti þeim á morgun,“ sagði Þorsteinn. Hollendingar hafa spilað töluvert fleiri leiki síðustu mánuði en íslensku stelpurnar. Skiptir það máli í kvöld? „Svona fyrirfram ætti það að vera betra fyrir þær en maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hlutunum þegar þær eru komnar með nýjan þjálfara og það eru breytingar í gangi. Ég persónulega hefði ekki viljað fara beint í keppnisleik án þess að taka æfingaleik þó að liðið væri orðið rútenerað. Þú þarft alltaf að koma með þitt inn. Í sjálfu sér voru litlar breytingar í þeirra taktíska leik og hugmyndafræði í fyrsta leiknum hjá honum,“ sagði Þorsteinn. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01 „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 „Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Sjá meira
Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01
„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01
„Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00
„Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti