Gefðu framtíðinni tækifæri Guðbrandur Einarsson skrifar 22. september 2021 07:31 Næstkomandi laugardag göngum við til kosninga og veljum okkur þingmenn sem eiga að leiða okkur inn í framtíðina. Sjaldan hefur mikilvægi kosninga verið eins mikið og núna þó að sjálf kosningabaráttan hafi að mati sumra látið lítið yfir sér. Stóru málin eru hins vegar mörg en þó eru þeir til sem gera lítið úr þeim áskorunum sem bíða okkar. Hafandi rætt við fjölda fólks undanfarnar vikur skynja ég að mikilvægi breytinga á samfélaginu okkar. Unga fólkið okkar er að veita okkur áminningu á marga vegu. Mörg þeirra óttast um framtíð sína vegna þeirra loftlagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað og munu hafa áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þá er heldur ekki hægt að ganga fram hjá því ákalli unga fólksins okkar um mikilvægi breytinga á samskiptamynstri, hvernig við hegðum okkur, hvernig við tölum hvert við annað og hvernig við leyfum okkur að fara yfir persónuleg mörk hvors annars. Á þessar raddir þarf að hlusta og taka tillit til. Heilbrigðisþjónusta á allra vörum Þá eru flestir á einu máli um að heilbrigðisþjónusta sé í ólestri og við því verði að bregðast. Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í langan tíma bent á þetta en talað fyrir daufum eyrum, því miður. Rekstrarform er að flækjast fyrir þegar þjónusta við íbúa á að vera í fyrsta sæti. Fólkið á ekki að vera fyrir kerfið heldur á kerfið að vera fyrir fólkið. Afkomuöryggi skiptir máli Því miður hafa margir áhyggjur af afkomu sinni og upplifa erfiðleika við að ná endum saman. Við því þarf að bregðast. Ef afkomuöryggi fólks er ekki tryggt fer flest annað á hliðina. Stjórnmálamenn geta brugðist við þessu, hafi þeir hugrekki til. Það er á þeirra borði að bæta afkomu heimilanna og jafna kjörin. Að forgangsraða rétt Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í rúma tvo áratugi lagt mig fram um að sýna ráðdeild í rekstri en forgangsraða um leið í þágu þeirra sem þurfa á því að halda. Ég mun halda því áfram fái ég til þess stuðning næstkomandi laugardag. Við þurfum að rjúfa þá kyrrstöðu sem viðgengist hefur um árabil. Framtíðin bíður handan við hornið sem öllum sínum tækifærum og það er okkar að grípa þau til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Ég er tilbúinn í slaginn og leita því til ykkar eftir stuðningi. Gefðu framtíðinni tækifæri. Kjóstu Viðreisn X-C Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Næstkomandi laugardag göngum við til kosninga og veljum okkur þingmenn sem eiga að leiða okkur inn í framtíðina. Sjaldan hefur mikilvægi kosninga verið eins mikið og núna þó að sjálf kosningabaráttan hafi að mati sumra látið lítið yfir sér. Stóru málin eru hins vegar mörg en þó eru þeir til sem gera lítið úr þeim áskorunum sem bíða okkar. Hafandi rætt við fjölda fólks undanfarnar vikur skynja ég að mikilvægi breytinga á samfélaginu okkar. Unga fólkið okkar er að veita okkur áminningu á marga vegu. Mörg þeirra óttast um framtíð sína vegna þeirra loftlagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað og munu hafa áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þá er heldur ekki hægt að ganga fram hjá því ákalli unga fólksins okkar um mikilvægi breytinga á samskiptamynstri, hvernig við hegðum okkur, hvernig við tölum hvert við annað og hvernig við leyfum okkur að fara yfir persónuleg mörk hvors annars. Á þessar raddir þarf að hlusta og taka tillit til. Heilbrigðisþjónusta á allra vörum Þá eru flestir á einu máli um að heilbrigðisþjónusta sé í ólestri og við því verði að bregðast. Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í langan tíma bent á þetta en talað fyrir daufum eyrum, því miður. Rekstrarform er að flækjast fyrir þegar þjónusta við íbúa á að vera í fyrsta sæti. Fólkið á ekki að vera fyrir kerfið heldur á kerfið að vera fyrir fólkið. Afkomuöryggi skiptir máli Því miður hafa margir áhyggjur af afkomu sinni og upplifa erfiðleika við að ná endum saman. Við því þarf að bregðast. Ef afkomuöryggi fólks er ekki tryggt fer flest annað á hliðina. Stjórnmálamenn geta brugðist við þessu, hafi þeir hugrekki til. Það er á þeirra borði að bæta afkomu heimilanna og jafna kjörin. Að forgangsraða rétt Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í rúma tvo áratugi lagt mig fram um að sýna ráðdeild í rekstri en forgangsraða um leið í þágu þeirra sem þurfa á því að halda. Ég mun halda því áfram fái ég til þess stuðning næstkomandi laugardag. Við þurfum að rjúfa þá kyrrstöðu sem viðgengist hefur um árabil. Framtíðin bíður handan við hornið sem öllum sínum tækifærum og það er okkar að grípa þau til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Ég er tilbúinn í slaginn og leita því til ykkar eftir stuðningi. Gefðu framtíðinni tækifæri. Kjóstu Viðreisn X-C Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar