Róttæk byggðastefna í boði Vinstri grænna Bjarni Jónsson skrifar 21. september 2021 14:46 Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna. Það er og hefur alltaf verið stefna VG að tryggja jöfn tækifæri fólks. Það er að mörgu að hyggja en við Vinstri græn höfum sett okkur róttæka stefnu í byggðamálum sem við teljum að skapi landsmönnum öllum jöfn skilyrði til þátttöku og búsetu með öflugri uppbyggingu innviða. Þannig treystum við búsetu og sköpum fjölskylduvænt samfélag um land allt. Fyrir því mun ég berjast. En hvað er ég að tala um? Ég vil sjá stórátak í samgöngum, sér í lagi þegar kemur að safn,- og tengivegum þannig að góðar samgöngur séu tryggðar innan héraða og að byggðarlög séu tengd betur saman til að gera þau sterkari. Þá þarf að stytta vegalengdir og gera þær greiðfærari. Sú hagræðing sem að hlýst af styttri vegalengdum minnkar ekki aðeins akstur og útblástur heldur tengir hún betur byggðirnar og þéttir atvinnusvæði. Fjarskipti og háhraðatengingar eru enn víða í ólestri. Til þess að störf án staðsetninga, atvinnuklasar og nýsköpun geri þrifist með góðu móti þurfa þessir innviðir að vera til staðar og einfaldlega til að auka lífsgæði fólks. Ekki hefur verið nóg gert í þessum málaflokki nú undir stjórn samgönguráðherra Framsóknarflokksins og mikilvægt að meiri kraftur verði settur í þetta verkefni. Þá er orkuöryggi og jöfnun rafmagns,- og húshitunarkostnaðar ofarlega í huga þeirra sem búa við skerta þjónustu eða ójöfn kjör í þeim efnum og mikilvægt að leiðrétta þá mismunun. Mikilvægt er að gerð verði gangskör að því að gera mun betur í að jafna flutningskostnað á landsbyggðinni til að jafna búsetuskilyrði og til að fyrirtæki sem þar starfa búi ekki við skert starfsumhverfi. Sköpum tækifærunum farveg Á landinu öllu eru tækifærin sannarlega til staðar, bæði til lands og sjávar. Við þurfum að skapa þeim farveg og rétt umhverfi. Við viljum efla nýsköpun og þátt skapandi greina í þeirri uppbyggingu sem að við sjáum fyrir okkur um land allt. Á landsbyggðinni eru mikilvæg rannsókna- og þróunarsetur og öflugir háskólar. Þrír þeirra eru í mínu kjördæmi. Háskólarnir gæða samfélagið lífi og rannsóknir og miðlun þekkingar styrkja ekki síst nærumhverfið. Það er okkar hlutverk að tryggja háskólunum á landsbyggðinni tækifæri til að vaxa og dafna. Þá er fjölbreytt námsval og fjölskylduvænar lausnir á öðrum námsstigum mikilvægar fyrir byggðaþróun og byggðafestu. Við þurfum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í samstarfi við sveitarfélögin svo að sama aðgengi sé um land allt. Við þurfum að standa vörð um framhaldsskólana og framhaldsdeildir, þannig að hægt sé að stunda nám í heimabyggð eða næsta nágrenni og ekki síst búa enn betur að iðn- og verknáminu. Við þurfum að efla hlut skapandi greina út um land en þær veita þekkingu og hæfni til starfa í greinum sem eru í senn vaxandi og fjölbreyttar. Skapandi lausnir verða sífellt mikilvægari eftir því sem fram vindur og viðfangsefni samfélagsins verða stærri og flóknari. Á landsbyggðinni er frjór jarðvegur fyrir skapandi lausnir og er það mín trú að með fræðilegum og hagnýtum rannsóknum muni fara hönd í hönd staðbundin þekking og nýjar lausnir Starf háskóla á landsbyggðinni er í því tilliti ómetanlegt fyrir framþróun atvinnuvega og nýsköpun, ekki síst í matvælaiðnaði. Kosningar eru tímamót og þá lítum við til framtíðar. Við Vinstri græn ætlum að standa vörð um velsæld og lífsgæði með innviðauppbyggingu og bættum búsetuskilyrðum um land allt. Á síðustu árum höfum við sýnt það í verki að við getum tekist á við erfiðar áskoranir og leitt samfélagið í gegnum þær. Af sömu áræðni höfum við leitt fjölmörg framfaramál á sviðum heilbrigðismála og náttúruverndar, velferðar og mannréttinda. Á sama hátt getum við leitt samfélagið áfram á öðrum sviðum. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Byggðamál Bjarni Jónsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna. Það er og hefur alltaf verið stefna VG að tryggja jöfn tækifæri fólks. Það er að mörgu að hyggja en við Vinstri græn höfum sett okkur róttæka stefnu í byggðamálum sem við teljum að skapi landsmönnum öllum jöfn skilyrði til þátttöku og búsetu með öflugri uppbyggingu innviða. Þannig treystum við búsetu og sköpum fjölskylduvænt samfélag um land allt. Fyrir því mun ég berjast. En hvað er ég að tala um? Ég vil sjá stórátak í samgöngum, sér í lagi þegar kemur að safn,- og tengivegum þannig að góðar samgöngur séu tryggðar innan héraða og að byggðarlög séu tengd betur saman til að gera þau sterkari. Þá þarf að stytta vegalengdir og gera þær greiðfærari. Sú hagræðing sem að hlýst af styttri vegalengdum minnkar ekki aðeins akstur og útblástur heldur tengir hún betur byggðirnar og þéttir atvinnusvæði. Fjarskipti og háhraðatengingar eru enn víða í ólestri. Til þess að störf án staðsetninga, atvinnuklasar og nýsköpun geri þrifist með góðu móti þurfa þessir innviðir að vera til staðar og einfaldlega til að auka lífsgæði fólks. Ekki hefur verið nóg gert í þessum málaflokki nú undir stjórn samgönguráðherra Framsóknarflokksins og mikilvægt að meiri kraftur verði settur í þetta verkefni. Þá er orkuöryggi og jöfnun rafmagns,- og húshitunarkostnaðar ofarlega í huga þeirra sem búa við skerta þjónustu eða ójöfn kjör í þeim efnum og mikilvægt að leiðrétta þá mismunun. Mikilvægt er að gerð verði gangskör að því að gera mun betur í að jafna flutningskostnað á landsbyggðinni til að jafna búsetuskilyrði og til að fyrirtæki sem þar starfa búi ekki við skert starfsumhverfi. Sköpum tækifærunum farveg Á landinu öllu eru tækifærin sannarlega til staðar, bæði til lands og sjávar. Við þurfum að skapa þeim farveg og rétt umhverfi. Við viljum efla nýsköpun og þátt skapandi greina í þeirri uppbyggingu sem að við sjáum fyrir okkur um land allt. Á landsbyggðinni eru mikilvæg rannsókna- og þróunarsetur og öflugir háskólar. Þrír þeirra eru í mínu kjördæmi. Háskólarnir gæða samfélagið lífi og rannsóknir og miðlun þekkingar styrkja ekki síst nærumhverfið. Það er okkar hlutverk að tryggja háskólunum á landsbyggðinni tækifæri til að vaxa og dafna. Þá er fjölbreytt námsval og fjölskylduvænar lausnir á öðrum námsstigum mikilvægar fyrir byggðaþróun og byggðafestu. Við þurfum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í samstarfi við sveitarfélögin svo að sama aðgengi sé um land allt. Við þurfum að standa vörð um framhaldsskólana og framhaldsdeildir, þannig að hægt sé að stunda nám í heimabyggð eða næsta nágrenni og ekki síst búa enn betur að iðn- og verknáminu. Við þurfum að efla hlut skapandi greina út um land en þær veita þekkingu og hæfni til starfa í greinum sem eru í senn vaxandi og fjölbreyttar. Skapandi lausnir verða sífellt mikilvægari eftir því sem fram vindur og viðfangsefni samfélagsins verða stærri og flóknari. Á landsbyggðinni er frjór jarðvegur fyrir skapandi lausnir og er það mín trú að með fræðilegum og hagnýtum rannsóknum muni fara hönd í hönd staðbundin þekking og nýjar lausnir Starf háskóla á landsbyggðinni er í því tilliti ómetanlegt fyrir framþróun atvinnuvega og nýsköpun, ekki síst í matvælaiðnaði. Kosningar eru tímamót og þá lítum við til framtíðar. Við Vinstri græn ætlum að standa vörð um velsæld og lífsgæði með innviðauppbyggingu og bættum búsetuskilyrðum um land allt. Á síðustu árum höfum við sýnt það í verki að við getum tekist á við erfiðar áskoranir og leitt samfélagið í gegnum þær. Af sömu áræðni höfum við leitt fjölmörg framfaramál á sviðum heilbrigðismála og náttúruverndar, velferðar og mannréttinda. Á sama hátt getum við leitt samfélagið áfram á öðrum sviðum. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun