Fjórum Íslendingum boðið á CrossFit mót í eyðimörkinni rétt fyrir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur ekkert keppt síðan að hún sleit krossband í mars en hún fékk boð á mótið. Instagram/@dxbfitnesschamp Ísland á fjóra af þeim fjörutíu CrossFit keppendum sem fengu eftirsótt boð að taka þátt í Dubai CrossFit Championship í desember. Dubai CrossFit Championship fer nú fram á ný en ekki var keppt á þessu árlega stórmóti í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Instagram/@dxbfitnesschamp Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini af íslensku körlunum sem fékk boð en hjá konum var þremur boðið eða þeim Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og svo Söru Sigmundsdóttur. Það er heiður að vera boðið á þetta glæsilega mót sem fer fram í eyðimörkinni í Dúbaí 16 til 18. desember næstkomandi. Aðeins besta CrossFit fólks heims fékk nefnilega boð á mótið. Mótið er boðsmót og því gat enginn unnið sér þátttökurétt á mótinu í ár en mótið hefur oft verið sambland af boðsgestum og fólki sem fer í gegnum sérstaka undankeppni. Þá hefur mótið verið minnkað úr fjögurra daga keppni í þriggja daga keppni. Mótið fer ekki aðeins fram á mjög sérstökum stað í eyðimörkinni heldur er verðlaunaféð með því besta sem sést. Sigurvegarinn fær fimmtíu þúsund Bandaríkjadali í ár eða 6,5 milljónir íslenskra króna og annað sætið gefið þrjátíu þúsund dali eða 3,9 milljónir íslenskra króna. Instagram/@dxbfitnesschamp Keppendurnir eiga hins vegar eftir að staðfesta þátttöku sína. Það kallar á langt ferðalag og keppendurnir þurfa að mæta helst viku fyrir keppni til að venjast tímamismuninum. Í hópnum er síðan Sara Sigmundsdóttir. Sara, sem vann mótið þegar það fór fram síðast í árslok 2019, en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna krossbandsslits. Sara fór í aðgerð um miðjan apríl og það verður að teljast frekar ólíklegt að hún sé klár í keppni í desember eða aðeins átta mánuðum síðan. Anníe Mist og Katrín Tanja munu eins og Björgvin Karl keppa á Rogue Invitational sem fer fram í Austin í Texas fylki í Bandaríkjunum í lok október. Það verður því fróðlegt að sjá það hvort íslenska CrossFit fólkið staðfestir þátttöku sína á næstu dögum sem og hvernig lokahópurinn mun líta út. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Dubai CrossFit Championship fer nú fram á ný en ekki var keppt á þessu árlega stórmóti í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Instagram/@dxbfitnesschamp Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini af íslensku körlunum sem fékk boð en hjá konum var þremur boðið eða þeim Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og svo Söru Sigmundsdóttur. Það er heiður að vera boðið á þetta glæsilega mót sem fer fram í eyðimörkinni í Dúbaí 16 til 18. desember næstkomandi. Aðeins besta CrossFit fólks heims fékk nefnilega boð á mótið. Mótið er boðsmót og því gat enginn unnið sér þátttökurétt á mótinu í ár en mótið hefur oft verið sambland af boðsgestum og fólki sem fer í gegnum sérstaka undankeppni. Þá hefur mótið verið minnkað úr fjögurra daga keppni í þriggja daga keppni. Mótið fer ekki aðeins fram á mjög sérstökum stað í eyðimörkinni heldur er verðlaunaféð með því besta sem sést. Sigurvegarinn fær fimmtíu þúsund Bandaríkjadali í ár eða 6,5 milljónir íslenskra króna og annað sætið gefið þrjátíu þúsund dali eða 3,9 milljónir íslenskra króna. Instagram/@dxbfitnesschamp Keppendurnir eiga hins vegar eftir að staðfesta þátttöku sína. Það kallar á langt ferðalag og keppendurnir þurfa að mæta helst viku fyrir keppni til að venjast tímamismuninum. Í hópnum er síðan Sara Sigmundsdóttir. Sara, sem vann mótið þegar það fór fram síðast í árslok 2019, en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna krossbandsslits. Sara fór í aðgerð um miðjan apríl og það verður að teljast frekar ólíklegt að hún sé klár í keppni í desember eða aðeins átta mánuðum síðan. Anníe Mist og Katrín Tanja munu eins og Björgvin Karl keppa á Rogue Invitational sem fer fram í Austin í Texas fylki í Bandaríkjunum í lok október. Það verður því fróðlegt að sjá það hvort íslenska CrossFit fólkið staðfestir þátttöku sína á næstu dögum sem og hvernig lokahópurinn mun líta út. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp)
CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira