Þrjú hundruð miðar á Víkingsleikinn fara í sölu klukkan ellefu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 09:30 Víkingarnir Nikolaj Hansen, Atli Barkarson og Kári Árnason fagna hér sigri í Víkinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í þrjátíu ár um næstu helgi og miklu fleiri vilja komast á leikinn en miðar í boði. Víkingar tóku upp hraðpróf til að geta fjölgað áhorfendum upp í 1500 manns. Víkingar eru með eins stigs forskot á Breiðablik fyrir lokaumferðina og nægir því sigur á Leikni á heimavelli sínum í Víkinni til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins frá 1991. Guðjón Guðmundsson ræddi stöðu Víkinga við framkvæmdastjórann Haraldur Haraldsson í gær og það má búast við því að margir Víkingar verði við tölvuna sína í kringum ellefu á eftir. Ætla að fara nýja leið „Við höfum verið að selja hingað til í tvö fimm hundruð manna hólf en að þessu sinni ætlum við að fara í nýja leið. Þessir þúsund miðar, sem voru þessi tvö hólf, þeir seldust upp strax eftir leikinn á sunnudagskvöld. Við ætlum að fara þá leið núna að nota hraðpróf og vera seinni lega fyrsti viðburðurinn til þess að nota þessi hraðpróf,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Víkings. Klippa: Gaupi ræddi við Harald framkvæmdastjóra um stærsta leikinn í sögu Víkings „Með því megum við hleypa fimmtán hundruð manns á völlinn plús öllum fimmtán ára og yngri. Til þess að taka þessi hraðpróf þá þarf fólk að skrá sig á hradprof.covid.is og taka þetta test niður á Suðurlandsbraut innan við 48 tíma frá leik,“ sagði Haraldur. Þetta er risaleikur fyrir Víkinga og Guðjón talaði um það við Harald að Víkingar hefðu sennilega geta selt fjögur þúsund miða á leikinn. Sýna leikinn ekki á skjá í Víkinni „Já eftirspurnin er þannig að við erum búnir að neita fullt af Víkingum um miða á leikinn. Með þessu útspili okkar þá fara upp undir þrjú hundruð miðar í sölu á Stubbi klukkan ellefu í fyrramálið, á miðvikudagsmorgun. Það eru þessir aukamiðar,“ sagði Haraldur í gær. Víkingar eru einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum síðan árið 1991.Vísir/Bára Leikurinn verður ekki sýndur á skjá í íþróttahúsinu þrátt fyrir að fleiri vildu vera í Víkinni þennan dag. „Nei veðurspáin er þannig að við ætlum að nota íþróttahúsið undir veitingasölu og slíkt. Það verður ekki hægt að horfa á leikinn þar hjá okkur,“ sagði Haraldur. Ekkert félag með betri árangur í síðustu tíu leikjum „Þetta krefst gríðarlega mikils undirbúnings enda er þetta stærsti leikurinn í sögu félagsins. Ég held að ég megi fullyrða það. Við höfum vissulega orðið Íslandsmeistarar áður og eigum góðan möguleika núna. Það er mikið í húfi,“ sagði Haraldur. „Þú getur séð það á leik liðsins að menn hafi haft fulla trú á þessu. Ef þú skoðar árangur Víkings síðustu fimm umferðirnar þá er ekkert félag með betri árangur í deildinni. Ef þú skorað líka árangur Víkings síðustu tíu umferðirnar þá er ekkert félag með betri árangur í deildinni. Það er ekkert talað of mikið um okkur samt og við erum þakklátir fyrir það,“ sagði Haraldur brosandi. Það má sjá allt spjall Guðjóns við Harald hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Víkingar eru með eins stigs forskot á Breiðablik fyrir lokaumferðina og nægir því sigur á Leikni á heimavelli sínum í Víkinni til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins frá 1991. Guðjón Guðmundsson ræddi stöðu Víkinga við framkvæmdastjórann Haraldur Haraldsson í gær og það má búast við því að margir Víkingar verði við tölvuna sína í kringum ellefu á eftir. Ætla að fara nýja leið „Við höfum verið að selja hingað til í tvö fimm hundruð manna hólf en að þessu sinni ætlum við að fara í nýja leið. Þessir þúsund miðar, sem voru þessi tvö hólf, þeir seldust upp strax eftir leikinn á sunnudagskvöld. Við ætlum að fara þá leið núna að nota hraðpróf og vera seinni lega fyrsti viðburðurinn til þess að nota þessi hraðpróf,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Víkings. Klippa: Gaupi ræddi við Harald framkvæmdastjóra um stærsta leikinn í sögu Víkings „Með því megum við hleypa fimmtán hundruð manns á völlinn plús öllum fimmtán ára og yngri. Til þess að taka þessi hraðpróf þá þarf fólk að skrá sig á hradprof.covid.is og taka þetta test niður á Suðurlandsbraut innan við 48 tíma frá leik,“ sagði Haraldur. Þetta er risaleikur fyrir Víkinga og Guðjón talaði um það við Harald að Víkingar hefðu sennilega geta selt fjögur þúsund miða á leikinn. Sýna leikinn ekki á skjá í Víkinni „Já eftirspurnin er þannig að við erum búnir að neita fullt af Víkingum um miða á leikinn. Með þessu útspili okkar þá fara upp undir þrjú hundruð miðar í sölu á Stubbi klukkan ellefu í fyrramálið, á miðvikudagsmorgun. Það eru þessir aukamiðar,“ sagði Haraldur í gær. Víkingar eru einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum síðan árið 1991.Vísir/Bára Leikurinn verður ekki sýndur á skjá í íþróttahúsinu þrátt fyrir að fleiri vildu vera í Víkinni þennan dag. „Nei veðurspáin er þannig að við ætlum að nota íþróttahúsið undir veitingasölu og slíkt. Það verður ekki hægt að horfa á leikinn þar hjá okkur,“ sagði Haraldur. Ekkert félag með betri árangur í síðustu tíu leikjum „Þetta krefst gríðarlega mikils undirbúnings enda er þetta stærsti leikurinn í sögu félagsins. Ég held að ég megi fullyrða það. Við höfum vissulega orðið Íslandsmeistarar áður og eigum góðan möguleika núna. Það er mikið í húfi,“ sagði Haraldur. „Þú getur séð það á leik liðsins að menn hafi haft fulla trú á þessu. Ef þú skoðar árangur Víkings síðustu fimm umferðirnar þá er ekkert félag með betri árangur í deildinni. Ef þú skorað líka árangur Víkings síðustu tíu umferðirnar þá er ekkert félag með betri árangur í deildinni. Það er ekkert talað of mikið um okkur samt og við erum þakklátir fyrir það,“ sagði Haraldur brosandi. Það má sjá allt spjall Guðjóns við Harald hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira