Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 11:31 Kolbeinn Sigþórsson í landsleik gegn Rúmeníu fyrir ári síðan. Hann hefur leikið 64 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk. vísir/vilhelm Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. Stjórn KSÍ ákvað að Kolbeinn viki sæti í síðasta landsliðshópi, á örlagaríkum fundi sunnudaginn 29. ágúst. Fyrr á fundinum hafði Guðni Bergsson formaður sagt af sér og var hann því farinn af fundinum þegar mál Kolbeins var rætt. Kolbeinn hafði, án þess að vera nafngreindur, tveimur dögum fyrr verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Ofbeldið átti sér stað haustið 2017 og var málið útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. Í fundargerð á vef KSÍ, frá fundinum 29. ágúst, segir: „Stjórn KSÍ samþykkti að leikmaður A landsliðs karla (nafn leikmanns fært í trúnaðarbók) verði ekki með landsliði Íslands í komandi landsliðsglugga í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið, stöðu mála og til að tryggja umgjörð komandi leikja og hnökralausa þátttöku Íslands í undankeppni HM. Þannig yrði skapað svigrúm til að fara betur yfir stöðu leikmannsins.“ Stjórn KSÍ fundaði aftur mánudaginn 30. ágúst þar sem hún ákvað að segja af sér og boða til aukaþings. Stjórnin fundaði svo ekki aftur fyrr en eftir landsleikina þrjá, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, sem Kolbeinn missti af. Þarf ekki að taka ákvörðun vegna næstu landsleikja Á þeim fundi, fimmtudaginn 9. september, var lagt fram erindi lögmanns Kolbeins með kröfu um að ákvörðunin um að draga hann úr landsliðinu yrði afturkölluð. Utanaðkomandi lögmaður mætti á fundinn og fór yfir drög að svarbréfi, og stjórn KSÍ fól svo Gísla Gíslasyni, fyrsta varaformanni, að ganga frá endanlegu orðalagi þess með lögmanni KSÍ. Ekki kemur fram í fundargerð hvert svarið nákvæmlega var. Ekki kemur heldur fram hver lögmaðurinn sem sendi erindið til KSÍ er en Almar Þór Möller og Hörður Felix Harðarson gættu hagsmuna Kolbeins þegar málið kom upp á sínum tíma. Ljóst er að stjórn KSÍ mun ekki þurfa að taka ákvörðun um það hvort hún heimili Arnari Þór Viðarssyni að velja Kolbein í næstu viku, þegar næsti landsliðshópur verður tilkynntur. Kolbeinn er samkvæmt tilkynningu IFK Gautaborgar í gær á leið í aðgerð vegna meiðsla. Gautaborg ákvað að segja ekki upp samningi Kolbeins heldur styðja við bakið á honum í endurhæfingu vegna misgjörða sinna og vegna meiðslanna. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Stjórn KSÍ ákvað að Kolbeinn viki sæti í síðasta landsliðshópi, á örlagaríkum fundi sunnudaginn 29. ágúst. Fyrr á fundinum hafði Guðni Bergsson formaður sagt af sér og var hann því farinn af fundinum þegar mál Kolbeins var rætt. Kolbeinn hafði, án þess að vera nafngreindur, tveimur dögum fyrr verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Ofbeldið átti sér stað haustið 2017 og var málið útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. Í fundargerð á vef KSÍ, frá fundinum 29. ágúst, segir: „Stjórn KSÍ samþykkti að leikmaður A landsliðs karla (nafn leikmanns fært í trúnaðarbók) verði ekki með landsliði Íslands í komandi landsliðsglugga í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið, stöðu mála og til að tryggja umgjörð komandi leikja og hnökralausa þátttöku Íslands í undankeppni HM. Þannig yrði skapað svigrúm til að fara betur yfir stöðu leikmannsins.“ Stjórn KSÍ fundaði aftur mánudaginn 30. ágúst þar sem hún ákvað að segja af sér og boða til aukaþings. Stjórnin fundaði svo ekki aftur fyrr en eftir landsleikina þrjá, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, sem Kolbeinn missti af. Þarf ekki að taka ákvörðun vegna næstu landsleikja Á þeim fundi, fimmtudaginn 9. september, var lagt fram erindi lögmanns Kolbeins með kröfu um að ákvörðunin um að draga hann úr landsliðinu yrði afturkölluð. Utanaðkomandi lögmaður mætti á fundinn og fór yfir drög að svarbréfi, og stjórn KSÍ fól svo Gísla Gíslasyni, fyrsta varaformanni, að ganga frá endanlegu orðalagi þess með lögmanni KSÍ. Ekki kemur fram í fundargerð hvert svarið nákvæmlega var. Ekki kemur heldur fram hver lögmaðurinn sem sendi erindið til KSÍ er en Almar Þór Möller og Hörður Felix Harðarson gættu hagsmuna Kolbeins þegar málið kom upp á sínum tíma. Ljóst er að stjórn KSÍ mun ekki þurfa að taka ákvörðun um það hvort hún heimili Arnari Þór Viðarssyni að velja Kolbein í næstu viku, þegar næsti landsliðshópur verður tilkynntur. Kolbeinn er samkvæmt tilkynningu IFK Gautaborgar í gær á leið í aðgerð vegna meiðsla. Gautaborg ákvað að segja ekki upp samningi Kolbeins heldur styðja við bakið á honum í endurhæfingu vegna misgjörða sinna og vegna meiðslanna.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05
Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45