Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 11:31 Kolbeinn Sigþórsson í landsleik gegn Rúmeníu fyrir ári síðan. Hann hefur leikið 64 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk. vísir/vilhelm Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. Stjórn KSÍ ákvað að Kolbeinn viki sæti í síðasta landsliðshópi, á örlagaríkum fundi sunnudaginn 29. ágúst. Fyrr á fundinum hafði Guðni Bergsson formaður sagt af sér og var hann því farinn af fundinum þegar mál Kolbeins var rætt. Kolbeinn hafði, án þess að vera nafngreindur, tveimur dögum fyrr verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Ofbeldið átti sér stað haustið 2017 og var málið útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. Í fundargerð á vef KSÍ, frá fundinum 29. ágúst, segir: „Stjórn KSÍ samþykkti að leikmaður A landsliðs karla (nafn leikmanns fært í trúnaðarbók) verði ekki með landsliði Íslands í komandi landsliðsglugga í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið, stöðu mála og til að tryggja umgjörð komandi leikja og hnökralausa þátttöku Íslands í undankeppni HM. Þannig yrði skapað svigrúm til að fara betur yfir stöðu leikmannsins.“ Stjórn KSÍ fundaði aftur mánudaginn 30. ágúst þar sem hún ákvað að segja af sér og boða til aukaþings. Stjórnin fundaði svo ekki aftur fyrr en eftir landsleikina þrjá, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, sem Kolbeinn missti af. Þarf ekki að taka ákvörðun vegna næstu landsleikja Á þeim fundi, fimmtudaginn 9. september, var lagt fram erindi lögmanns Kolbeins með kröfu um að ákvörðunin um að draga hann úr landsliðinu yrði afturkölluð. Utanaðkomandi lögmaður mætti á fundinn og fór yfir drög að svarbréfi, og stjórn KSÍ fól svo Gísla Gíslasyni, fyrsta varaformanni, að ganga frá endanlegu orðalagi þess með lögmanni KSÍ. Ekki kemur fram í fundargerð hvert svarið nákvæmlega var. Ekki kemur heldur fram hver lögmaðurinn sem sendi erindið til KSÍ er en Almar Þór Möller og Hörður Felix Harðarson gættu hagsmuna Kolbeins þegar málið kom upp á sínum tíma. Ljóst er að stjórn KSÍ mun ekki þurfa að taka ákvörðun um það hvort hún heimili Arnari Þór Viðarssyni að velja Kolbein í næstu viku, þegar næsti landsliðshópur verður tilkynntur. Kolbeinn er samkvæmt tilkynningu IFK Gautaborgar í gær á leið í aðgerð vegna meiðsla. Gautaborg ákvað að segja ekki upp samningi Kolbeins heldur styðja við bakið á honum í endurhæfingu vegna misgjörða sinna og vegna meiðslanna. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Stjórn KSÍ ákvað að Kolbeinn viki sæti í síðasta landsliðshópi, á örlagaríkum fundi sunnudaginn 29. ágúst. Fyrr á fundinum hafði Guðni Bergsson formaður sagt af sér og var hann því farinn af fundinum þegar mál Kolbeins var rætt. Kolbeinn hafði, án þess að vera nafngreindur, tveimur dögum fyrr verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Ofbeldið átti sér stað haustið 2017 og var málið útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. Í fundargerð á vef KSÍ, frá fundinum 29. ágúst, segir: „Stjórn KSÍ samþykkti að leikmaður A landsliðs karla (nafn leikmanns fært í trúnaðarbók) verði ekki með landsliði Íslands í komandi landsliðsglugga í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið, stöðu mála og til að tryggja umgjörð komandi leikja og hnökralausa þátttöku Íslands í undankeppni HM. Þannig yrði skapað svigrúm til að fara betur yfir stöðu leikmannsins.“ Stjórn KSÍ fundaði aftur mánudaginn 30. ágúst þar sem hún ákvað að segja af sér og boða til aukaþings. Stjórnin fundaði svo ekki aftur fyrr en eftir landsleikina þrjá, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, sem Kolbeinn missti af. Þarf ekki að taka ákvörðun vegna næstu landsleikja Á þeim fundi, fimmtudaginn 9. september, var lagt fram erindi lögmanns Kolbeins með kröfu um að ákvörðunin um að draga hann úr landsliðinu yrði afturkölluð. Utanaðkomandi lögmaður mætti á fundinn og fór yfir drög að svarbréfi, og stjórn KSÍ fól svo Gísla Gíslasyni, fyrsta varaformanni, að ganga frá endanlegu orðalagi þess með lögmanni KSÍ. Ekki kemur fram í fundargerð hvert svarið nákvæmlega var. Ekki kemur heldur fram hver lögmaðurinn sem sendi erindið til KSÍ er en Almar Þór Möller og Hörður Felix Harðarson gættu hagsmuna Kolbeins þegar málið kom upp á sínum tíma. Ljóst er að stjórn KSÍ mun ekki þurfa að taka ákvörðun um það hvort hún heimili Arnari Þór Viðarssyni að velja Kolbein í næstu viku, þegar næsti landsliðshópur verður tilkynntur. Kolbeinn er samkvæmt tilkynningu IFK Gautaborgar í gær á leið í aðgerð vegna meiðsla. Gautaborg ákvað að segja ekki upp samningi Kolbeins heldur styðja við bakið á honum í endurhæfingu vegna misgjörða sinna og vegna meiðslanna.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05
Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45