Þeir ljósmyndarar sem keppa til sigur í hinni árlegu Comedy Wildlife Photography Awards-keppni og myndir þeirra voru opinberaðir fyrr í mánuðinum. Keppninni er ætlað að vekja athygli á þörf þess að vernda dýralíf í heiminum.
Sigurvegararnir verða tilkynntir þann 22. október en myndirnar sem eru í úrslitum má sjá hér að neðan.
Í fyrra var skjaldbakan Terry á fyndnustu dýralífsmynd ársins.
CWPA er ætlað að ýta undir dýravernd á heimsvísu og er verðlaunakeppnin haldin af sömu aðilum og halda Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi.
Frekari upplýsingar um keppnina má finna á vef hennar.






































