Óbærilegt ógagnsæi eftirlauna eldri borgara Viðar Eggertsson skrifar 23. september 2021 08:16 Eldri borgarar á eftirlaunum hjá Tryggingastofnun ríkisins skila inn tekjuáætlun til stofnunarinnar í árslok fyrir komandi ár. Þar tíunda þeir samviskulega væntanlegar tekjur sínar sem oftast eru tekjur úr lífeyrissjóði og örlitlar fjármagnstekjur af sparireikningum sínum. Sparireikningarnir bera yfirleitt neikvæða ávöxtun, en þessir litlu vextir teljast þó tekjur og eru reiknaðir þeim til skerðingar á ellilífeyri að fullu. Vísitölutenging lífeyrisjóðsgreiðslna skilar þeim örlítilli hækkun mánaðarlega yfir árið. Yfirleitt er tekjuáætlun ekki flóknari en það. Síðan geta komið óvæntar tekjur, líkt og hjá öllum öðrum. Eldri borgarar reyna að skila samviskusamlega réttri tekjuáætlun fyrir komandi ár og taka yfirleitt tillit til áætlaðra hækkana á greiðslum úr lífeyrissjóði og jafnvel hana ríflegri en ætla má, til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Síðan hefjast reglulegar greiðslur frá Tryggingastofnun og um leið óvissa um hvort tekjuáætlunin standist gagnvart Tryggingastofnun og útreikningi hennar á eftirlaunum með tilliti til skatta og skerðinga. Greiðslur berast mánaðarlega á reikning eftirlaunatakans án teljandi upplýsinga um hvernig þær eru reiknaðar. Nagandi óvissa Þegar eldri borgarinn hefur síðan skilað inn skattskýrslu sinni fyrir tekjuárið fer af stað eftirá útreikningur hjá Tryggingastofnun hvort allt hafi nú verið rétt. Hvort stofnunin hafi ofgreitt til eldri borgarans - eða vangreitt. Hið síðarnefnda er miklu mun fátíðara að mati Tryggingastofnunar sjálfrar. Hún hefur einstakt lag á að skilja lög þrengsta skilningi – eftirlaunamanninum í óhag. Stóri dómur fellur hjá Tryggingastofnun um einu og hálfu ári eftir að eftirlaunatakinn skilaði inn tekjuáætlun sinni fyrir árið sem liðið er. Margir eldri borgarar kvíða þessu uppgjöri. Fæstir búast við jákvæðum úrskurði því oftast er það svo að einhvern veginn tekst reiknimeisturum kerfisins að finna út í útreikningum sínum að lífeyristakinn hafi dregið sér fé frá Tryggingastofnun, ef svo má segja, og hann skuldi stofnuninni. Ógagnsæi Hið ógagnsæja kerfi sem búið hefur verið til og ellilífeyrir frá Tryggingstofnun grundvallast á veldur mörgum eldri borgararnum verulegum kvíða í löngum aðdraganda uppgjörsins og síðan oft örvilnan, reiði og vanmætti þegar stóri dómur fellur. Þó svo að eftirlaunamaðurinn efist um niðurstöðu Tryggingastofnunar í uppgjöri hennar á hann erfitt með að beita sér í málinu. Hann mætir her lögfræðinga sem eru á launum hjá stofnuninni þegar hann skýtur máli sínu til úrskurðarnefndar velferðarmála. Stendur þá einn á móti þeim öllum. Fáir treysta sér í það ferli einir og óstuddir. Það er með ólíkindum að eldra fólki sem fær eftirlaun frá Tryggingastofnun skuli ekki fá sundurliðaðan launaseðil um hver mánaðarmót. Á launaseðlinum ætti að koma fram vel sundurliðaðar greiðslur til eftirlaunamannsins, eins og almennt gerist á vinnumarkaði. Annars vegar frá tekjuáætlun eftirlaunamannsins, þar sem kemur fram hvaða greiðslur koma frá lífeyrissjóði, fjármagnstekjur og önnur laun. Hinsvegar eftirlaun frá Tryggingastofnun og vel tíundaðar og skilgreindar skerðingar á þeim. Að viðbættu þessu frádregnir skattar og gjöld. Ef slíkur launaseðill birtist eftirlaunamanninum um hver mánaðarmót ætti hann auðveldara með að bregðast fyrr við og ef þörf væri á að uppfæra tekjuáætlun sína til að minnka hugsanlega örvilnan í lokauppgjöri sem margir kvíða fyrir. Hvaða launamaður á vinnumarkaði myndi láta bjóða sér slíkt? Greinilega sundurliðaður launaseðill og gagnsæi í launaútreikningi er sjálfsagt mál á almennum vinnumarkaði. Af hverju ekki hjá Tryggingastofnun ríkisins? Þessu verður að breyta. Það verður að taka almannatryggingar og Tryggingastofnun ríkisins til gagngerrar endurskoðunar. Það er eitt af því sem er á stefnuskrá Samfylkingarinnar ef hún fær til þess brautargengi í kosningunum 25. september. Atkvæði greitt Samfylkingunni er atkvæði greitt eldra fólki á Íslandi. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar i Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar á eftirlaunum hjá Tryggingastofnun ríkisins skila inn tekjuáætlun til stofnunarinnar í árslok fyrir komandi ár. Þar tíunda þeir samviskulega væntanlegar tekjur sínar sem oftast eru tekjur úr lífeyrissjóði og örlitlar fjármagnstekjur af sparireikningum sínum. Sparireikningarnir bera yfirleitt neikvæða ávöxtun, en þessir litlu vextir teljast þó tekjur og eru reiknaðir þeim til skerðingar á ellilífeyri að fullu. Vísitölutenging lífeyrisjóðsgreiðslna skilar þeim örlítilli hækkun mánaðarlega yfir árið. Yfirleitt er tekjuáætlun ekki flóknari en það. Síðan geta komið óvæntar tekjur, líkt og hjá öllum öðrum. Eldri borgarar reyna að skila samviskusamlega réttri tekjuáætlun fyrir komandi ár og taka yfirleitt tillit til áætlaðra hækkana á greiðslum úr lífeyrissjóði og jafnvel hana ríflegri en ætla má, til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Síðan hefjast reglulegar greiðslur frá Tryggingastofnun og um leið óvissa um hvort tekjuáætlunin standist gagnvart Tryggingastofnun og útreikningi hennar á eftirlaunum með tilliti til skatta og skerðinga. Greiðslur berast mánaðarlega á reikning eftirlaunatakans án teljandi upplýsinga um hvernig þær eru reiknaðar. Nagandi óvissa Þegar eldri borgarinn hefur síðan skilað inn skattskýrslu sinni fyrir tekjuárið fer af stað eftirá útreikningur hjá Tryggingastofnun hvort allt hafi nú verið rétt. Hvort stofnunin hafi ofgreitt til eldri borgarans - eða vangreitt. Hið síðarnefnda er miklu mun fátíðara að mati Tryggingastofnunar sjálfrar. Hún hefur einstakt lag á að skilja lög þrengsta skilningi – eftirlaunamanninum í óhag. Stóri dómur fellur hjá Tryggingastofnun um einu og hálfu ári eftir að eftirlaunatakinn skilaði inn tekjuáætlun sinni fyrir árið sem liðið er. Margir eldri borgarar kvíða þessu uppgjöri. Fæstir búast við jákvæðum úrskurði því oftast er það svo að einhvern veginn tekst reiknimeisturum kerfisins að finna út í útreikningum sínum að lífeyristakinn hafi dregið sér fé frá Tryggingastofnun, ef svo má segja, og hann skuldi stofnuninni. Ógagnsæi Hið ógagnsæja kerfi sem búið hefur verið til og ellilífeyrir frá Tryggingstofnun grundvallast á veldur mörgum eldri borgararnum verulegum kvíða í löngum aðdraganda uppgjörsins og síðan oft örvilnan, reiði og vanmætti þegar stóri dómur fellur. Þó svo að eftirlaunamaðurinn efist um niðurstöðu Tryggingastofnunar í uppgjöri hennar á hann erfitt með að beita sér í málinu. Hann mætir her lögfræðinga sem eru á launum hjá stofnuninni þegar hann skýtur máli sínu til úrskurðarnefndar velferðarmála. Stendur þá einn á móti þeim öllum. Fáir treysta sér í það ferli einir og óstuddir. Það er með ólíkindum að eldra fólki sem fær eftirlaun frá Tryggingastofnun skuli ekki fá sundurliðaðan launaseðil um hver mánaðarmót. Á launaseðlinum ætti að koma fram vel sundurliðaðar greiðslur til eftirlaunamannsins, eins og almennt gerist á vinnumarkaði. Annars vegar frá tekjuáætlun eftirlaunamannsins, þar sem kemur fram hvaða greiðslur koma frá lífeyrissjóði, fjármagnstekjur og önnur laun. Hinsvegar eftirlaun frá Tryggingastofnun og vel tíundaðar og skilgreindar skerðingar á þeim. Að viðbættu þessu frádregnir skattar og gjöld. Ef slíkur launaseðill birtist eftirlaunamanninum um hver mánaðarmót ætti hann auðveldara með að bregðast fyrr við og ef þörf væri á að uppfæra tekjuáætlun sína til að minnka hugsanlega örvilnan í lokauppgjöri sem margir kvíða fyrir. Hvaða launamaður á vinnumarkaði myndi láta bjóða sér slíkt? Greinilega sundurliðaður launaseðill og gagnsæi í launaútreikningi er sjálfsagt mál á almennum vinnumarkaði. Af hverju ekki hjá Tryggingastofnun ríkisins? Þessu verður að breyta. Það verður að taka almannatryggingar og Tryggingastofnun ríkisins til gagngerrar endurskoðunar. Það er eitt af því sem er á stefnuskrá Samfylkingarinnar ef hún fær til þess brautargengi í kosningunum 25. september. Atkvæði greitt Samfylkingunni er atkvæði greitt eldra fólki á Íslandi. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar i Reykjavík suður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun