Frambjóðandi í hlutastarfi Bára Halldórsdóttir skrifar 23. september 2021 14:15 Eins og margir vita er ég frambjóðandi fyrir Sósíalista í Reykjavík Suður, það hefur þó ekki sést mikið til mín í aðdraganda kosninga og spilar þar mest inn veikindi mín. Ég er öryrki og sjúklingur og get því bara sinnt störfum frambjóðanda í hlutastarfi samhliða mínum sjúkdómi. Margir hafa látið í sér heyra í gegnum þessa kosningabaráttu að fólk eins og ég, fátækir, langveikir, fatlaðir, öryrkjar og eldri borgarar geti ekki sinnt starfi þingmans. Afhverju ætti fulltrúi þessa hópa ekki að vera inn á borði allra helstu nefnda og ráða sem fjalla um málefni þeirra? Best er að hafa að leiðarljósi þessa einföldu setningu; ekkert um okkur án okkar! Í okkar samfélagi er örlítið svigrúm fyrir öryrkja að vinna samhliða bótum. Það svigrúm mætti að sjálfsögðu vera meira og kerfið mætti vera hvetjandi frekar en letjandi. Á Alþingi er t.d. ekki gert ráð fyrir einstaklingum í hlutastarfi,þ.e. einstaklingum sem þurfa meiri stuðning en aðrir. Umhverfi kosninganna, kosningabaráttan, þingseta, varaþingmennska eða aðrir kimar pólitískra starfa gefa ekki kost á hlutastarfi. Kerfið gefur heldur ekki kost á aðstoðinni sem er þörf á, einstaklingar sem þurfa aðstoð frá kerfinu þurfa sífellt að berjast við að fá þá þjónustu sem þeir eru metnir af kerfinu til þess að þurfa. Ef einstaklingur er metinn til þess að þurfa 40 klst á mánuði í stuðning er alls ekki víst að hægt sé að fá allan þann tíma úthlutaðan. Þjónustuþörfin er 40 klst en kerfið hefur ekki mannaflann, peningana eða getuna til að úthluta þessum 40 klst. Þess í stað fær einstaklingurinn einungis hluta af aðstoðinni sem hann þarf samkvæmt mai. Þetta og margt annað spilar inní að fólk eins og ég geta ekki sinnt starfi frambjóðanda nema í hlutastarfi. Sjúkdómurinn minn tekur prósentu frá mér, skortur á stuðningi frá kerfinu tekur prósentu frá mér, biðlistar í heilbrigðiskerfinu taka prósentu frá mér og svona mætti lengi telja. Til þess að ég geti átt möguleikann á að verða frambjóðandi í fullu starfi þarf ég að fá þessar prósentur til baka.Sjúkdómurinn er og verður en bótakerfið, heilbrigðiskerfið og stuðningskerfið gætu fært mér prósentur til baka í líf mitt og hjálpað mér að vera frambjóðandinn sem ég vil vera: Frambjóðandi sem getur verið til jafns við aðra frambjóðendur. Frambjóðandi sem stendur ekki höllum fæti fyrirfram. Frambjóðandi sem hefur jafn mikin möguleika og aðrir til að sinna starfi frambjóðanda og mögulega einhvern tíman starfi þingmanns. Texti skrifaður með aðstoð liðveitanda úr sjúkrarúmi. Höfundur skipar níunda sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Félagsmál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og margir vita er ég frambjóðandi fyrir Sósíalista í Reykjavík Suður, það hefur þó ekki sést mikið til mín í aðdraganda kosninga og spilar þar mest inn veikindi mín. Ég er öryrki og sjúklingur og get því bara sinnt störfum frambjóðanda í hlutastarfi samhliða mínum sjúkdómi. Margir hafa látið í sér heyra í gegnum þessa kosningabaráttu að fólk eins og ég, fátækir, langveikir, fatlaðir, öryrkjar og eldri borgarar geti ekki sinnt starfi þingmans. Afhverju ætti fulltrúi þessa hópa ekki að vera inn á borði allra helstu nefnda og ráða sem fjalla um málefni þeirra? Best er að hafa að leiðarljósi þessa einföldu setningu; ekkert um okkur án okkar! Í okkar samfélagi er örlítið svigrúm fyrir öryrkja að vinna samhliða bótum. Það svigrúm mætti að sjálfsögðu vera meira og kerfið mætti vera hvetjandi frekar en letjandi. Á Alþingi er t.d. ekki gert ráð fyrir einstaklingum í hlutastarfi,þ.e. einstaklingum sem þurfa meiri stuðning en aðrir. Umhverfi kosninganna, kosningabaráttan, þingseta, varaþingmennska eða aðrir kimar pólitískra starfa gefa ekki kost á hlutastarfi. Kerfið gefur heldur ekki kost á aðstoðinni sem er þörf á, einstaklingar sem þurfa aðstoð frá kerfinu þurfa sífellt að berjast við að fá þá þjónustu sem þeir eru metnir af kerfinu til þess að þurfa. Ef einstaklingur er metinn til þess að þurfa 40 klst á mánuði í stuðning er alls ekki víst að hægt sé að fá allan þann tíma úthlutaðan. Þjónustuþörfin er 40 klst en kerfið hefur ekki mannaflann, peningana eða getuna til að úthluta þessum 40 klst. Þess í stað fær einstaklingurinn einungis hluta af aðstoðinni sem hann þarf samkvæmt mai. Þetta og margt annað spilar inní að fólk eins og ég geta ekki sinnt starfi frambjóðanda nema í hlutastarfi. Sjúkdómurinn minn tekur prósentu frá mér, skortur á stuðningi frá kerfinu tekur prósentu frá mér, biðlistar í heilbrigðiskerfinu taka prósentu frá mér og svona mætti lengi telja. Til þess að ég geti átt möguleikann á að verða frambjóðandi í fullu starfi þarf ég að fá þessar prósentur til baka.Sjúkdómurinn er og verður en bótakerfið, heilbrigðiskerfið og stuðningskerfið gætu fært mér prósentur til baka í líf mitt og hjálpað mér að vera frambjóðandinn sem ég vil vera: Frambjóðandi sem getur verið til jafns við aðra frambjóðendur. Frambjóðandi sem stendur ekki höllum fæti fyrirfram. Frambjóðandi sem hefur jafn mikin möguleika og aðrir til að sinna starfi frambjóðanda og mögulega einhvern tíman starfi þingmanns. Texti skrifaður með aðstoð liðveitanda úr sjúkrarúmi. Höfundur skipar níunda sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun