Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 12:31 Guðni Bergsson var formaður KSÍ frá febrúar 2017 og þar til að hann hætti í lok síðasta mánaðar. vísir/vilhelm Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. Málið var rætt á síðasta fundi stjórnarinnar en engin ákvörðun tekin. Næsti fundur verður á þriðjudaginn og stjórnin mun að sögn Ómars Smárasonar, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, væntanlega funda oftar áður en að aukaþingi kemur á laugardaginn eftir viku, þar sem ný bráðabirgðastjórn tekur við. „Ég geri ráð fyrir að þessi mál verði rædd á að minnsta kosti einhverjum af þeim fundum,“ sagði Ómar. Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Miðað við svar KSÍ við fyrirspurn Vísis, og fundargerð frá síðasta fundi stjórnar, liggur ekki ljóst fyrir hve lengi Guðni mun þiggja laun eða hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Ekki viðstaddur aukaþingið Guðni sagði af sér sem formaður 29. ágúst, eftir að hafa áður boðist til að stíga til hliðar tímabundið. Stjórn KSÍ, sem sagði af sér degi síðar, samþykkti ekki að Guðni myndi víkja tímabundið. Guðni, sem var kosinn formaður KSÍ árið 2017, hlaut endurkjör árið 2019 og var sjálfkjörinn formaður áfram eftir að hafa verið einn í framboði í febrúar síðastliðnum. Hann sagði af sér eftir gagnrýni á forystu KSÍ vegna viðbragða, eða skorts á þeim, við sögum af ofbeldi landsliðsmanna. Guðni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi aðildarfélögum KSÍ í vikunni að hann yrði ekki viðstaddur aukaþingið, sem eins og fyrr segir fer fram laugardaginn 2. október. Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ein lýst yfir framboði til formanns á þinginu en framboðsfrestur rennur út á morgun. KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Málið var rætt á síðasta fundi stjórnarinnar en engin ákvörðun tekin. Næsti fundur verður á þriðjudaginn og stjórnin mun að sögn Ómars Smárasonar, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, væntanlega funda oftar áður en að aukaþingi kemur á laugardaginn eftir viku, þar sem ný bráðabirgðastjórn tekur við. „Ég geri ráð fyrir að þessi mál verði rædd á að minnsta kosti einhverjum af þeim fundum,“ sagði Ómar. Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Miðað við svar KSÍ við fyrirspurn Vísis, og fundargerð frá síðasta fundi stjórnar, liggur ekki ljóst fyrir hve lengi Guðni mun þiggja laun eða hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Ekki viðstaddur aukaþingið Guðni sagði af sér sem formaður 29. ágúst, eftir að hafa áður boðist til að stíga til hliðar tímabundið. Stjórn KSÍ, sem sagði af sér degi síðar, samþykkti ekki að Guðni myndi víkja tímabundið. Guðni, sem var kosinn formaður KSÍ árið 2017, hlaut endurkjör árið 2019 og var sjálfkjörinn formaður áfram eftir að hafa verið einn í framboði í febrúar síðastliðnum. Hann sagði af sér eftir gagnrýni á forystu KSÍ vegna viðbragða, eða skorts á þeim, við sögum af ofbeldi landsliðsmanna. Guðni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi aðildarfélögum KSÍ í vikunni að hann yrði ekki viðstaddur aukaþingið, sem eins og fyrr segir fer fram laugardaginn 2. október. Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ein lýst yfir framboði til formanns á þinginu en framboðsfrestur rennur út á morgun.
KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13