Vinnumarkaðurinn og kosningarnar Drífa Snædal skrifar 24. september 2021 11:00 Sú undarlega staða gæti komið upp að samningar um ríkisstjórnarmyndun og kjarasamningsviðræður féllu saman að þessu sinni en forsendunefnd ASÍ og SA hafa komist að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hafi ekki staðist. Þrjár forsendur voru til grundvallar lífskjarasamningunum, lækkun vaxta, aukinn kaupmáttur og að stjórnvöld myndu standa við sínar yfirlýsingar. Nú er ljóst að stjórnvöld hafa ekki staðið við yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga og því hafa forsendur ekki staðist. Nú tekur við það ferli að samninganefndir ASÍ og SA tala saman en hvor aðili um sig getur sagt upp samningunum fyrir kl. 16 þann 30. september. Það er vilji hjá verkalýðshreyfingunni að samningarnir standi þrátt fyrir forsendubrest enda búið að semja um kauphækkanir á næsta ári og samningarnir eru á sínu síðasta ári - renna út í nóvember 2022. Vinnumarkaðurinn er að rétta úr kútnum og þarf síst á átökum og óvissu að halda. Í kjarasamningunum sem voru undirritaðir vorið 2019 skipti aðkoma ríkisstjórnarinnar sköpum. Á spýtunni héngu skattabreytingar, barnabætur, fæðingarorlofið, húsnæðismál, umgjörð vinnumarkaðarins, vextir og lánamál auk lífeyrismála svo eitthvað sé nefnt. Það er rík hefð fyrir því að fara í þríhliða viðræður enda skiptir öllu máli fyrir daglegt líf launafólks hvaða ákvarðanir stjórnvöld taka á hverjum tíma. Kjarabætur geta komið í ýmsum myndum og þegar reynir á skiptir öllu að við séum með traust heilbrigðiskerfi og almannatryggingakerfi. Það er því engin tilviljun að ASÍ, eins og önnur almannasamtök, hafi beitt sér í kosningabaráttunni og látið flokkana standa til svars um þau mál sem félagar í ASÍ vilja setja á oddinn; heilbrigðismál, húsnæðismál, skattamál og afkomuöryggi. Það bíða nýrrar ríkisstjórnar stór verkefni í sókn okkar til bættra lífskjara. Þar má finna leiðbeiningar í þeim fjölmörgu skýrslum sem ASÍ og Varða - rannsóknarmiðstöð vinnumarkaðarins hafa unnið undanfarið um hvar skóinn kreppir og hvernig má fjármagna aukna velferð. Við erum á krossgötum eftir efnahagslægð og nú kemur í ljós hverjir vilja fara leið sölu ríkiseigna, útvistunar og skertrar þjónustu til að greiða upp skuldir og hverjir vilja fara þá leið að vaxa út úr kreppunni vitandi það að lífskjör almennings knýja áfram hjól atvinnulífsins. Án kaupmáttar hins almenna borgara eru fáir til að halda uppi atvinnurekstri, sérstaklega lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Enn á ný er húsnæðismarkaður orðin rót óstöðugleika í hagkerfinu. Peningastefnan hefur þrýst á húsnæðisverð og leiguverð fer hækkandi á ný. Þessi þróun er nú meginorsök verðbólgunnar. Engu að síður heyrist kunnuglegur söngur um að kosningaloforð og nauðsynleg umbótamál muni leiða til vaxtahækkana. Það hlýtur að vera hagur allra, ekki bara launafólks heldur líka atvinnurekenda, að fólk geti lifað með reisn, haft aðgang að kerfi sem bætir heilsuna og búið í góðu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Við getum ekki unað því að fólk verði fátækt og heilsubresti að bráð í ómanneskjulegu samfélagi. Alþýðusamband Íslands er tilbúið til að leggja þeirri ríkisstjórn lið sem setur atvinnuöryggi, afkomuöryggi og húsnæðisöryggi í forgang, það er líka lykillinn að friði á vinnumarkaði næstu árin. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sú undarlega staða gæti komið upp að samningar um ríkisstjórnarmyndun og kjarasamningsviðræður féllu saman að þessu sinni en forsendunefnd ASÍ og SA hafa komist að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hafi ekki staðist. Þrjár forsendur voru til grundvallar lífskjarasamningunum, lækkun vaxta, aukinn kaupmáttur og að stjórnvöld myndu standa við sínar yfirlýsingar. Nú er ljóst að stjórnvöld hafa ekki staðið við yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga og því hafa forsendur ekki staðist. Nú tekur við það ferli að samninganefndir ASÍ og SA tala saman en hvor aðili um sig getur sagt upp samningunum fyrir kl. 16 þann 30. september. Það er vilji hjá verkalýðshreyfingunni að samningarnir standi þrátt fyrir forsendubrest enda búið að semja um kauphækkanir á næsta ári og samningarnir eru á sínu síðasta ári - renna út í nóvember 2022. Vinnumarkaðurinn er að rétta úr kútnum og þarf síst á átökum og óvissu að halda. Í kjarasamningunum sem voru undirritaðir vorið 2019 skipti aðkoma ríkisstjórnarinnar sköpum. Á spýtunni héngu skattabreytingar, barnabætur, fæðingarorlofið, húsnæðismál, umgjörð vinnumarkaðarins, vextir og lánamál auk lífeyrismála svo eitthvað sé nefnt. Það er rík hefð fyrir því að fara í þríhliða viðræður enda skiptir öllu máli fyrir daglegt líf launafólks hvaða ákvarðanir stjórnvöld taka á hverjum tíma. Kjarabætur geta komið í ýmsum myndum og þegar reynir á skiptir öllu að við séum með traust heilbrigðiskerfi og almannatryggingakerfi. Það er því engin tilviljun að ASÍ, eins og önnur almannasamtök, hafi beitt sér í kosningabaráttunni og látið flokkana standa til svars um þau mál sem félagar í ASÍ vilja setja á oddinn; heilbrigðismál, húsnæðismál, skattamál og afkomuöryggi. Það bíða nýrrar ríkisstjórnar stór verkefni í sókn okkar til bættra lífskjara. Þar má finna leiðbeiningar í þeim fjölmörgu skýrslum sem ASÍ og Varða - rannsóknarmiðstöð vinnumarkaðarins hafa unnið undanfarið um hvar skóinn kreppir og hvernig má fjármagna aukna velferð. Við erum á krossgötum eftir efnahagslægð og nú kemur í ljós hverjir vilja fara leið sölu ríkiseigna, útvistunar og skertrar þjónustu til að greiða upp skuldir og hverjir vilja fara þá leið að vaxa út úr kreppunni vitandi það að lífskjör almennings knýja áfram hjól atvinnulífsins. Án kaupmáttar hins almenna borgara eru fáir til að halda uppi atvinnurekstri, sérstaklega lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Enn á ný er húsnæðismarkaður orðin rót óstöðugleika í hagkerfinu. Peningastefnan hefur þrýst á húsnæðisverð og leiguverð fer hækkandi á ný. Þessi þróun er nú meginorsök verðbólgunnar. Engu að síður heyrist kunnuglegur söngur um að kosningaloforð og nauðsynleg umbótamál muni leiða til vaxtahækkana. Það hlýtur að vera hagur allra, ekki bara launafólks heldur líka atvinnurekenda, að fólk geti lifað með reisn, haft aðgang að kerfi sem bætir heilsuna og búið í góðu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Við getum ekki unað því að fólk verði fátækt og heilsubresti að bráð í ómanneskjulegu samfélagi. Alþýðusamband Íslands er tilbúið til að leggja þeirri ríkisstjórn lið sem setur atvinnuöryggi, afkomuöryggi og húsnæðisöryggi í forgang, það er líka lykillinn að friði á vinnumarkaði næstu árin. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun