Fjölskyldan sitji hjá meðan ævistarfið er skorið niður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 17:54 Fjölskyldan að Syðra-Skörðugili. bbl.is „Niðurskurður sauðfjárstofnsins á Syðra-Skörðugili er óhjákvæmileg niðurstaða. Við fjölskyldan stöndum hjá á meðan sýkt hjörðin verður keyrð á endastöð þar sem kveikt verður í 30 ára gjöfulu ræktunarstarfi.“ Svona hefst Facebook-færsla Sigríðar Fjólu Viktorsdóttur, bónda á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem riða greindist í sauðfénu á bænum í byrjun september. Um 1500 fjár eru á bænum, 500 ær og um þúsund lömb. Allt þarf að skera niður. Sigríður segir í færslunni sem hún birti fyrr í dag að tilfinningarnar séu margvíslegar en reiðin sé þó mest. Reiði yfir aðgerðarleysi sem hún segir virðast vera ríkjandi í bændastéttinni allri. „Við sauðfjárbændur sitjum a.m.k. þögul hjá á meðan hvert áfallið dynur á okkur. Ef það er ekki verðlækkun á dilkakjöti eða riða þá er það almenn óánægja Íslendinga með blessaða sauðkindina sem hvergi má vera með lömbin sín í íslenskri náttúru.“ Frá árinu 2015 hefur riðuveiki greinst á tólf bæjum í Skagafirði. Ráðist var í skimunarátak fyrir riðu í haust og segir í tilkynningu frá Matvælastofnun frá því í gær að átaks sé þörf vegna riðuveiki. Mikið tjón hljótist af veikinni bæði fyrir bændur, sem lendi sjálfir í niðurskurði, og þá sem búi við hömlur á búskapi sínum vegna nágrennis við riðutilfelli. „Allt þetta lætur mann missa móðinn og nenn'essu ekki lengur! Innflutningur á kjöti eykst, riðuniðurskurður nánast að verða árlegur og þannig fækkar okkur smátt og smátt þangað til ekkert verður lambalærið og sauðfjárbúskapur verður allur,“ skrifar Sigríður. Hún gagnrýnir að enginn stjórnmálaflokkur hafi rætt landbúnaðarmál af krafti fyrir Alþingiskosningarnar, sem fara fram á morgun, ekki einu sinni „gamla góða Framsókn sem við höfum þó getað stólað á til þessa hér á þessu heimili!“ „Þið sem fagnið innflutningi og smjattið á innfluttu kjöti sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn ykkur til átu þið getið farið að hætta þessu endalausa gaspri, sigurinn er ykkar. Við skulum öll kolefnisjafna, ferðumst um á reiðhjóli en flytjum inn kjöt!!! Þvílík hræsni!“ Skagafjörður Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Sigríðar Fjólu Viktorsdóttur, bónda á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem riða greindist í sauðfénu á bænum í byrjun september. Um 1500 fjár eru á bænum, 500 ær og um þúsund lömb. Allt þarf að skera niður. Sigríður segir í færslunni sem hún birti fyrr í dag að tilfinningarnar séu margvíslegar en reiðin sé þó mest. Reiði yfir aðgerðarleysi sem hún segir virðast vera ríkjandi í bændastéttinni allri. „Við sauðfjárbændur sitjum a.m.k. þögul hjá á meðan hvert áfallið dynur á okkur. Ef það er ekki verðlækkun á dilkakjöti eða riða þá er það almenn óánægja Íslendinga með blessaða sauðkindina sem hvergi má vera með lömbin sín í íslenskri náttúru.“ Frá árinu 2015 hefur riðuveiki greinst á tólf bæjum í Skagafirði. Ráðist var í skimunarátak fyrir riðu í haust og segir í tilkynningu frá Matvælastofnun frá því í gær að átaks sé þörf vegna riðuveiki. Mikið tjón hljótist af veikinni bæði fyrir bændur, sem lendi sjálfir í niðurskurði, og þá sem búi við hömlur á búskapi sínum vegna nágrennis við riðutilfelli. „Allt þetta lætur mann missa móðinn og nenn'essu ekki lengur! Innflutningur á kjöti eykst, riðuniðurskurður nánast að verða árlegur og þannig fækkar okkur smátt og smátt þangað til ekkert verður lambalærið og sauðfjárbúskapur verður allur,“ skrifar Sigríður. Hún gagnrýnir að enginn stjórnmálaflokkur hafi rætt landbúnaðarmál af krafti fyrir Alþingiskosningarnar, sem fara fram á morgun, ekki einu sinni „gamla góða Framsókn sem við höfum þó getað stólað á til þessa hér á þessu heimili!“ „Þið sem fagnið innflutningi og smjattið á innfluttu kjöti sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn ykkur til átu þið getið farið að hætta þessu endalausa gaspri, sigurinn er ykkar. Við skulum öll kolefnisjafna, ferðumst um á reiðhjóli en flytjum inn kjöt!!! Þvílík hræsni!“
Skagafjörður Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira