Býr til sviðasultu með chili og blóðmör með súkkulaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2021 20:00 Sumarliði Ásgeirsson er mikill áhugamaður um mat og krydd. Vísir/Sigurjón Sumarliði Ásgeirsson, matreiðslumeistari og bóndi í Stykkishólmi fer nokkuð óhefðbundnar leiðir í matargerð en hann setur chili og hvítlauk út í sviðasultu, súkkulaði í blóðmör og rósmarín í lifrarpylsu svo dæmi séu tekin. Hann nýtir frítíma sinn í að ferðast um heiminn og hefur meðal annars farið til Indlands og Kína – oft í þeim eina tilgangi að komast yfir framandi krydd. „Eins og þetta hérna. Þetta er fimm ára gamalt. Og þetta er samt betra heldur en það sem ég get fengið hér heima,“ segir Sumarliði og dregur fram krydd sem hann keypti á Indlandi. Hann býr líklega yfir einu stærsta kryddsafni landsins; kryddskúffan er yfirfull, eldhússkáparnir ilma af öllum mögulegu kryddjurtum og þau krydd sem komast hvorki fyrir í skápum eða skúffum eru í lokuðum plastkassa inni í eldhúsi. Sumarliði segir Íslendinga helst til of vanafasta þegar komi að matargerð. Hér á árum áður hafi krydd verið af skornum skammti og því eðlilega hafi þurft að spara. Honum hugnast því varla hugtakið „af hnífsoddi“ líkt og stundum má sjá í uppskriftum. „Það þarf stundum að sparka í rassgatið á mér til að koma mér upp úr þessum vana. Til að mynda að setja chili og hvítlauk í svið eða súkkulaði í blóðmör. Það bara svínliggur,“ segir hann. „Til dæmis rósmarín og hvítlaukur í lifrarpylsu – það er æðislegt.“ Fólk hrifið af krydduðum, íslenskum mat Sumarliði segir fólk almennt taka þessari nýjung vel. Nýverið hafi hann eldað fyrir starfsmannahóp, meðal annars kryddaða lifrarpylsu, sem hafi klárast eins og hún lagði sig. Þá verkar Sumarliði einnig sitt eigið kjöt – með öðrum hætti en aðrir því hann úrbeinar allan skrokkinn. „Það sem vinnslurnar hafa gert alla tíð er þessi fimm hluta sögun á skrokkum. Það er ekki nokkur leið að eiga frystikistu fyrir þetta ef þú kaupir þetta í einhverju magni. En ef þú úrbeinar svona skrokk þá er hann svona rétt rúmlega skókassi. Ég næstum því kem fyrir heilum skrokk í svoleiðis box. Lærum, hrygg og framparti.“ Engu þurfi að enda. „Ég tek lærin og úrbeina helminginn af þeim í þrennt. Við erum bara tvö heima og þurfum þess vegna ekki að borða afganginn af lambalærinu í fjóra daga.“ Sumarliði segist nota afrísk krydd og hvítlauk á lambakjöt. „Hvítlaukur elskar lambakjöt og svo grilla ég þetta,“ segir hann og bætir við að Íslendingar séu oft of feimnir við kryddin. Fréttastofa leit við hjá Sumarliða og kíkti á kryddsafnið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Stykkishólmur Matur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
„Eins og þetta hérna. Þetta er fimm ára gamalt. Og þetta er samt betra heldur en það sem ég get fengið hér heima,“ segir Sumarliði og dregur fram krydd sem hann keypti á Indlandi. Hann býr líklega yfir einu stærsta kryddsafni landsins; kryddskúffan er yfirfull, eldhússkáparnir ilma af öllum mögulegu kryddjurtum og þau krydd sem komast hvorki fyrir í skápum eða skúffum eru í lokuðum plastkassa inni í eldhúsi. Sumarliði segir Íslendinga helst til of vanafasta þegar komi að matargerð. Hér á árum áður hafi krydd verið af skornum skammti og því eðlilega hafi þurft að spara. Honum hugnast því varla hugtakið „af hnífsoddi“ líkt og stundum má sjá í uppskriftum. „Það þarf stundum að sparka í rassgatið á mér til að koma mér upp úr þessum vana. Til að mynda að setja chili og hvítlauk í svið eða súkkulaði í blóðmör. Það bara svínliggur,“ segir hann. „Til dæmis rósmarín og hvítlaukur í lifrarpylsu – það er æðislegt.“ Fólk hrifið af krydduðum, íslenskum mat Sumarliði segir fólk almennt taka þessari nýjung vel. Nýverið hafi hann eldað fyrir starfsmannahóp, meðal annars kryddaða lifrarpylsu, sem hafi klárast eins og hún lagði sig. Þá verkar Sumarliði einnig sitt eigið kjöt – með öðrum hætti en aðrir því hann úrbeinar allan skrokkinn. „Það sem vinnslurnar hafa gert alla tíð er þessi fimm hluta sögun á skrokkum. Það er ekki nokkur leið að eiga frystikistu fyrir þetta ef þú kaupir þetta í einhverju magni. En ef þú úrbeinar svona skrokk þá er hann svona rétt rúmlega skókassi. Ég næstum því kem fyrir heilum skrokk í svoleiðis box. Lærum, hrygg og framparti.“ Engu þurfi að enda. „Ég tek lærin og úrbeina helminginn af þeim í þrennt. Við erum bara tvö heima og þurfum þess vegna ekki að borða afganginn af lambalærinu í fjóra daga.“ Sumarliði segist nota afrísk krydd og hvítlauk á lambakjöt. „Hvítlaukur elskar lambakjöt og svo grilla ég þetta,“ segir hann og bætir við að Íslendingar séu oft of feimnir við kryddin. Fréttastofa leit við hjá Sumarliða og kíkti á kryddsafnið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Stykkishólmur Matur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira