Greindist með krabbamein mánuðum eftir að einföld skimun var látin duga Snorri Másson skrifar 29. september 2021 19:16 Krabbameinsfélagið annast ekki skimanir fyrir krabbameini kvenna lengur en ljóst er að brotalamir voru í framkvæmd þeirra skimana á meðan þær voru á forræði félagsins. Vísir/Vilhelm Kona íhugar skaðabótamál við Krabbameinsfélagið eftir að mistök voru gerð við athugun á brjóstakrabbameini hjá henni. Hún var ekki send í fullnægjandi skoðun þegar hún mætti með einkenni og sögu af sjúkdómnum og mat sérfræðings er að meðferðarferli hefði getað hafist mun fyrr ef það hefði verið gert. Fyrir um þremur árum leitaði konan til Krabbameinsfélagsins vegna þess að hún fann til einkenna brjóstakrabbameins. Hún þekkti þau vel, enda hafði hún áður glímt við slík veikindi. Hjá Krabbameinsfélaginu var hún send í skimun en ekki klíníska skoðun, eins og hún óskaði eftir. Skimuninni er beitt sem hópleit hjá einkennalausum konum til að skima fyrir mögulegu krabbameini og er mun takmarkaðri athugun en alvöru skoðun. „Það lítur út fyrir að það hafi ekki verið hlustað á athugasemdir sem hún hafði varðandi eigin heilsu, sem hefði átt að leiða til þess að farið hefði verið út í meiri og betri athugun á hennar heilsufari,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar. Sævar Þór Jónsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Konan greindist ekki með neitt athugavert í skimuninni en einkennin héldu áfram. Því fór hún nokkrum mánuðum síðar á eigin vegum til sérfræðings. Læknirinn tekur hana til ítarlegrar skoðunar og tekur sýni úr henni og hún reynist vera með krabbamein. Það hafði þá fengið að þróast. Samkvæmt sérfræðiáliti brjóstaskurðlæknis á Landspítala, sem fréttastofa hefur undir höndum, hefði konan átt að vera send strax í klíníska brjóstaskoðun, sem hefði þá komið henni áfram í viðeigandi meðferðarferli mun fyrr en raunin varð. „Það eru brotalamir víða, ekki bara sem snúa að þessari leghálsskimun heldur einnig brjóstaskimun. Nýjustu vendingar benda til þess að þar hafi verið ákveðnar brotalamir sem því miður hafi leitt til þess að einstaklingar hafi ekki fengið tilhlýðilega úrlausn sinna mála,“ segir Sævar Þór. Lögmaðurinn hefur vísað nokkrum svipuðum málum til landlæknis, þannig að vera kann að ekki sé öll sagan sögð um heilsubresti af völdum mistaka hjá Krabbameinsfélaginu á meðan félagasamtökin önnuðust starfsemina. Krabbameinsfélagið vildi þegar fréttastofa leitaði eftir því ekki tjá sig um einstök mál en sagði að þegar ábendingar bærust um mál af þessum toga færu þær í viðeigandi ferli. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Fyrir um þremur árum leitaði konan til Krabbameinsfélagsins vegna þess að hún fann til einkenna brjóstakrabbameins. Hún þekkti þau vel, enda hafði hún áður glímt við slík veikindi. Hjá Krabbameinsfélaginu var hún send í skimun en ekki klíníska skoðun, eins og hún óskaði eftir. Skimuninni er beitt sem hópleit hjá einkennalausum konum til að skima fyrir mögulegu krabbameini og er mun takmarkaðri athugun en alvöru skoðun. „Það lítur út fyrir að það hafi ekki verið hlustað á athugasemdir sem hún hafði varðandi eigin heilsu, sem hefði átt að leiða til þess að farið hefði verið út í meiri og betri athugun á hennar heilsufari,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar. Sævar Þór Jónsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Konan greindist ekki með neitt athugavert í skimuninni en einkennin héldu áfram. Því fór hún nokkrum mánuðum síðar á eigin vegum til sérfræðings. Læknirinn tekur hana til ítarlegrar skoðunar og tekur sýni úr henni og hún reynist vera með krabbamein. Það hafði þá fengið að þróast. Samkvæmt sérfræðiáliti brjóstaskurðlæknis á Landspítala, sem fréttastofa hefur undir höndum, hefði konan átt að vera send strax í klíníska brjóstaskoðun, sem hefði þá komið henni áfram í viðeigandi meðferðarferli mun fyrr en raunin varð. „Það eru brotalamir víða, ekki bara sem snúa að þessari leghálsskimun heldur einnig brjóstaskimun. Nýjustu vendingar benda til þess að þar hafi verið ákveðnar brotalamir sem því miður hafi leitt til þess að einstaklingar hafi ekki fengið tilhlýðilega úrlausn sinna mála,“ segir Sævar Þór. Lögmaðurinn hefur vísað nokkrum svipuðum málum til landlæknis, þannig að vera kann að ekki sé öll sagan sögð um heilsubresti af völdum mistaka hjá Krabbameinsfélaginu á meðan félagasamtökin önnuðust starfsemina. Krabbameinsfélagið vildi þegar fréttastofa leitaði eftir því ekki tjá sig um einstök mál en sagði að þegar ábendingar bærust um mál af þessum toga færu þær í viðeigandi ferli.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30
Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26
Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09