Eitthvað borið á erfiðleikum með rafræn ökuskírteini í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2021 12:05 Frá kjörstað í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Kosningarnar nú eru þær fyrstu þar sem rafræn ökuskírteini eru í umferð. Vísir/Vilhelm Borið hefur á einhverjum erfiðleikum með að staðreyna rafræn ökuskírteini kjósenda sem hafa vísað þeim fram á kjörstöðum í Reykjavík í morgun. Oddviti yfirkjörstjórnar segist þó ekki hafa heyrt af neinum verulegum vandkvæðum. Alþingiskosningarnar í dag eru þær fyrstu þar sem kjósendur geta notað rafrænt ökuskírteini sem persónuskilríki á kjörstað. Einhverjar áhyggjur hafa verið uppi um að erfiðleikar gætu komið upp við að staðreyna þau. Erla S. Árnadóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir staðreyna þurfi ökuskírteinin með að skanna þau. Einhvað hafi borið á erfiðleikum með það í morgun. Hún hafi ekki fengið skýringar á hvers konar vandamál hafi komið upp með að staðreyna skilríkin. „Það er þá hægt að nota aðrar aðferðir til að staðreyna hver kjósandinn er. Ég hef ekki heyrt um nein veruleg vandkvæði varðandi þetta,“ segir hún við Vísi. Starfsfólki kjörstjórnar var gerð grein fyrir því fyrir kjördag að þær aðstæður gætu komið upp að rétt væri að spyrja fólk hvort það hefði önnur skilríki með sér. Hvað sem mögulegum vandræðum með staðfestingu á rafærnum ökuskírteinum líður hefur kjörsókn í Reykjavík verið mun betri en í síðustu Alþingiskosningum. Klukkan ellefu höfðu 6,96% greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi norður, borið saman við 5,62% á sama tíma á kjördag 2017. Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 7,01% greitt atkvæði klukkan ellefu en 5,78% fyrir fjórum árum. Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Alþingiskosningarnar í dag eru þær fyrstu þar sem kjósendur geta notað rafrænt ökuskírteini sem persónuskilríki á kjörstað. Einhverjar áhyggjur hafa verið uppi um að erfiðleikar gætu komið upp við að staðreyna þau. Erla S. Árnadóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir staðreyna þurfi ökuskírteinin með að skanna þau. Einhvað hafi borið á erfiðleikum með það í morgun. Hún hafi ekki fengið skýringar á hvers konar vandamál hafi komið upp með að staðreyna skilríkin. „Það er þá hægt að nota aðrar aðferðir til að staðreyna hver kjósandinn er. Ég hef ekki heyrt um nein veruleg vandkvæði varðandi þetta,“ segir hún við Vísi. Starfsfólki kjörstjórnar var gerð grein fyrir því fyrir kjördag að þær aðstæður gætu komið upp að rétt væri að spyrja fólk hvort það hefði önnur skilríki með sér. Hvað sem mögulegum vandræðum með staðfestingu á rafærnum ökuskírteinum líður hefur kjörsókn í Reykjavík verið mun betri en í síðustu Alþingiskosningum. Klukkan ellefu höfðu 6,96% greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi norður, borið saman við 5,62% á sama tíma á kjördag 2017. Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 7,01% greitt atkvæði klukkan ellefu en 5,78% fyrir fjórum árum.
Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira