Brynjar Björn: Skrýtið að helmingi heimaleikja sé lokið þegar fjórir mánuðir eru eftir Árni Jóhannsson skrifar 25. september 2021 17:25 Brynjar Björn segir fallið í dag vera lykkju á vegferð HK Vilhelm Gunnarsson HK féll úr Pepsi Max deildinni í knattspyrnu karla í dag þegar þeir töpuðu fyrir Breiðablik 3-0 í lokaumferð mótsins. ÍA vann sinn leik á móti Keflavík og því þurfa HK-ingar að bíta súra eplið. Brynjar Björn fór yfir tímabilið og vegferð HK með blaðamanni eftir leikinn. „Við hefðum getað gert marg betur í dag“, sagði súr þjálfari HK þegar blaðamaður náði á hann eftir leik og eftir að lið hans HK var fallið úr efstu deild. „Leikurinn var á svona vegferð eins og maður bjóst við. Blikarnir voru meira með boltann og Arnar [Freyr Ólafsson] þurfti að taka á honum stóra sínum einu sinni eða tvisvar. Við áttum hálffæri og hálf möguleika þess á milli en eftir að Blikarnir skora fyrsta markið þá áttum við enga leið til baka. Hvað veldur? Það er einhver spenna varðandi stöðuna á öðrum stöðum, við vissum það ekki á neinum tímapunkti þannig að við þurftum bara að halda áfram og reyna að finna markið og þá bara opnaðist leikur okkar algjörlega fyrir Blika sem eru góðir þegar staðan er þannig og bæta við tveimur mörkum.“ Brynjar Björn var þá beðinn um að gera upp tímabilið með tilliti til þess hvort það væru einhver augnablik sem hann myndi líta til baka á og svekkja sig. „Það er hægt að fara yfir tímabilið og augnablikin á því endalaust. Ég held samt heilt yfir, þá náðum við aldrei neinum meðbyr á mótinu. Eigum svo sem ágætis byrjun og hefðum geta unnið fyrsta leik á móti KA á lokamínútunum. Að sama skapi þá eigum við fimm heimaleiki á fyrsta mánuði mótsins. Þá erum við búnir með helming heimaleikjanna og fjórir mánuðir eftir af mótinu. Það fannst mér skrýtið. Það er ekki nákvæmlega það sem verður okkur að falli en kannski mest það sem klikkar er að við fáum engan meðbyr í mótinu. Við vinnum aldrei tvo leiki í röð og náum sigrum hér og þar sem komu okkur í stöðuna okkar í dag. Við gerðum vel að koma okkur í þessa stöðu sem við vorum í í dag en heilt yfir vantaði meðbyrinn og hugarfarið að klára leiki þegar við þurftum. Við gerðum það ekki.“ Brynjar var spurður að því hvort einhverjar fréttir væru af hans málum og í kjölfarið hvenær væri farið að hugsa út í næsta tímabil. „Það eru 20 mínútur síðan leik lauk og eina sem ég veit er að ég á eftir tvö ár af samningnum hjá HK. Það verður bara fljótlega eftir helgi. Knattspyrnan í HK, síðan ég og Viktor tókum við, er komin með góða umgjörð og gott utanumhald. Vissulega vildum við halda áfram á beinu brautinni í efstu deild og reyna að byggja upp lið áfram í efstu deild. Ég held að í stærri myndinni, eftir 2-6 ár, þá verður HK með gott lið í efstu deild og fallið í dag er lykkja á þeirri vegferð í stóra samhenginu.“ Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 17:05 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
„Við hefðum getað gert marg betur í dag“, sagði súr þjálfari HK þegar blaðamaður náði á hann eftir leik og eftir að lið hans HK var fallið úr efstu deild. „Leikurinn var á svona vegferð eins og maður bjóst við. Blikarnir voru meira með boltann og Arnar [Freyr Ólafsson] þurfti að taka á honum stóra sínum einu sinni eða tvisvar. Við áttum hálffæri og hálf möguleika þess á milli en eftir að Blikarnir skora fyrsta markið þá áttum við enga leið til baka. Hvað veldur? Það er einhver spenna varðandi stöðuna á öðrum stöðum, við vissum það ekki á neinum tímapunkti þannig að við þurftum bara að halda áfram og reyna að finna markið og þá bara opnaðist leikur okkar algjörlega fyrir Blika sem eru góðir þegar staðan er þannig og bæta við tveimur mörkum.“ Brynjar Björn var þá beðinn um að gera upp tímabilið með tilliti til þess hvort það væru einhver augnablik sem hann myndi líta til baka á og svekkja sig. „Það er hægt að fara yfir tímabilið og augnablikin á því endalaust. Ég held samt heilt yfir, þá náðum við aldrei neinum meðbyr á mótinu. Eigum svo sem ágætis byrjun og hefðum geta unnið fyrsta leik á móti KA á lokamínútunum. Að sama skapi þá eigum við fimm heimaleiki á fyrsta mánuði mótsins. Þá erum við búnir með helming heimaleikjanna og fjórir mánuðir eftir af mótinu. Það fannst mér skrýtið. Það er ekki nákvæmlega það sem verður okkur að falli en kannski mest það sem klikkar er að við fáum engan meðbyr í mótinu. Við vinnum aldrei tvo leiki í röð og náum sigrum hér og þar sem komu okkur í stöðuna okkar í dag. Við gerðum vel að koma okkur í þessa stöðu sem við vorum í í dag en heilt yfir vantaði meðbyrinn og hugarfarið að klára leiki þegar við þurftum. Við gerðum það ekki.“ Brynjar var spurður að því hvort einhverjar fréttir væru af hans málum og í kjölfarið hvenær væri farið að hugsa út í næsta tímabil. „Það eru 20 mínútur síðan leik lauk og eina sem ég veit er að ég á eftir tvö ár af samningnum hjá HK. Það verður bara fljótlega eftir helgi. Knattspyrnan í HK, síðan ég og Viktor tókum við, er komin með góða umgjörð og gott utanumhald. Vissulega vildum við halda áfram á beinu brautinni í efstu deild og reyna að byggja upp lið áfram í efstu deild. Ég held að í stærri myndinni, eftir 2-6 ár, þá verður HK með gott lið í efstu deild og fallið í dag er lykkja á þeirri vegferð í stóra samhenginu.“
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 17:05 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 17:05