Ásmundur fyrsti þingmaður Framsóknar í Reykjavík norður síðan 2013 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2021 04:53 Ásmundur segist hæstánægður með gengi flokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, er fysti Framsóknarmaðurinn sem kemst á þing í Reykjavíkurkjördæmi norður síðan árið 2013. Ásmundur segist hæstánægður með framgang flokksins í kosningunum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa niðurstöðu. Það hefur ekki verið þingmaður í Reykjavík norður fyrir Framsókn síðan 2013 þannig að ég vissi að þetta yrði erfitt en var allan tíman sannfærður um að þegar við færum að segja frá því sem við höfum gert og því sem okkur langar til að gera og halda áfram á sömu braut og við höfum verið á myndi það hljóta brautargengi og falla í góðan jarðveg í höfuðborginni,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu en hann var á leiðinni heim til sín þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segist þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt. „Fyrir það er ég þakkátur og tek það sem merki um það að það sé mikill, ríkur vilji að við förum í þá breyttu hugsun sem við vorum að boða í okkar kosningabaráttu og byggir á sama grunni og við höfum verið að byggja á í málefnum barna. Ég held að það sé það sem ég tek með mér í þessu,“ segir Ásmundur. Mikla athygli vakti í kvöld að mikill fjöldi ungs fólks var á kosningavöku Framsóknar á Granda. Það er talsverð breyting miðað við fyrri ár og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, að ný kynslóð sé komin inn í flokkinn. Ásmundur tekur undir þetta. „Við erum að fá mikið af öflugu og ungu fólki í framboð með okkur og líka þau mál sem við höfum verið að vinna að, bæði í félagsmálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu eru mál sem snúa mikið að ungu fólki og barnafjölskyldum,“ segir Ásmundur. „Við höfum fundið aukinn og vaxandi hljómgrunn fyrir okkar áherslum. Það held ég að sé að skila sér og ótrúlega mikil orka, gleði og jákvæðni sem hefur verið í öllu fólki sem hefur komið að þessu undanfarnar vikur og mánuði. Við bara sjáum að það er að koma ný kynslóð inn og það er bara gaman að fá að taka þátt í því og vera hluti af því.“ Eins og staðan er núna er núverandi ríkisstjórn með 38 þingmenn. Aðspurður hvort Framsóknarflokkurinn muni sækjast eftir forsætisráðuneytinu segir Ásmundur að ekkert slíkt muni ráðast í nótt. „Er ekki bara best að leyfa þessari nótt að líða? Ég er búinn að sofa ótrúlega lítið síðustu daga og vikur og ég ætla að reyna að ná heim til mín og ná átta tíma svefni og leyfa mér að njóta þess að hafa náð þessu ætlunarverki svo tekur morgundagurinn við og heimurinn hrynur ekki þó þessi mál verði ekki leyst á kosninganóttinni.“ Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með þessa niðurstöðu. Það hefur ekki verið þingmaður í Reykjavík norður fyrir Framsókn síðan 2013 þannig að ég vissi að þetta yrði erfitt en var allan tíman sannfærður um að þegar við færum að segja frá því sem við höfum gert og því sem okkur langar til að gera og halda áfram á sömu braut og við höfum verið á myndi það hljóta brautargengi og falla í góðan jarðveg í höfuðborginni,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu en hann var á leiðinni heim til sín þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segist þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt. „Fyrir það er ég þakkátur og tek það sem merki um það að það sé mikill, ríkur vilji að við förum í þá breyttu hugsun sem við vorum að boða í okkar kosningabaráttu og byggir á sama grunni og við höfum verið að byggja á í málefnum barna. Ég held að það sé það sem ég tek með mér í þessu,“ segir Ásmundur. Mikla athygli vakti í kvöld að mikill fjöldi ungs fólks var á kosningavöku Framsóknar á Granda. Það er talsverð breyting miðað við fyrri ár og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, að ný kynslóð sé komin inn í flokkinn. Ásmundur tekur undir þetta. „Við erum að fá mikið af öflugu og ungu fólki í framboð með okkur og líka þau mál sem við höfum verið að vinna að, bæði í félagsmálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu eru mál sem snúa mikið að ungu fólki og barnafjölskyldum,“ segir Ásmundur. „Við höfum fundið aukinn og vaxandi hljómgrunn fyrir okkar áherslum. Það held ég að sé að skila sér og ótrúlega mikil orka, gleði og jákvæðni sem hefur verið í öllu fólki sem hefur komið að þessu undanfarnar vikur og mánuði. Við bara sjáum að það er að koma ný kynslóð inn og það er bara gaman að fá að taka þátt í því og vera hluti af því.“ Eins og staðan er núna er núverandi ríkisstjórn með 38 þingmenn. Aðspurður hvort Framsóknarflokkurinn muni sækjast eftir forsætisráðuneytinu segir Ásmundur að ekkert slíkt muni ráðast í nótt. „Er ekki bara best að leyfa þessari nótt að líða? Ég er búinn að sofa ótrúlega lítið síðustu daga og vikur og ég ætla að reyna að ná heim til mín og ná átta tíma svefni og leyfa mér að njóta þess að hafa náð þessu ætlunarverki svo tekur morgundagurinn við og heimurinn hrynur ekki þó þessi mál verði ekki leyst á kosninganóttinni.“
Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira